Innlent

Gríðarleg sprenging segir Íslendingur í Osló

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sprengingin var mjög mikil.
Sprengingin var mjög mikil.
„Þetta hefur verið gríðarleg sprengja miðað við hvað allt hristist og þetta langt í burtu," segir Haukur Jósef Stefánsson sem staddur er í Osló, um tveimur kílómetrum frá stjórnarráðshverfinu, þar sem sprengja sprakk um klukkan tuttugu mínútur yfir eitt að íslenskum tíma.

„Það lék allt á reiðiskjálfi. Þeir virðast ekki vita mikið," segir Haukur. Hann segir að mjög misvísandi fréttir séu að berast í fjölmiðlum. Stuttu eftir sprenginguna hafi borist fréttir um aðra sprenginu. Svo hafi þær fréttir verið bornar til baka. Þá sé ekki enn vitað hvort að sprengingin hafi sprungið inni í öðru hvoru húsinu eða hvort um bílsprengju hafi verið að ræða.

Vísir hvetur alla þá sem voru staddir nálægt sprengingunni eða vita eitthvað um málið að hafa samband. Hægt er að senda tölvupóst á netfangið [email protected]




Fleiri fréttir

Sjá meira


×