Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna 13. júlí 2011 19:02 Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum. Hlaup í Skaftá Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira
Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Merki um oróa í vestanverðum Vatnajökli komu fram á jarðskjálftamælum í gær og bentu til þess að hlaup væri að hefjast. Upp úr miðnætti tók vatnsyfirborð Hágöngulóns að hækka hratt en flóðvatnið fór síðan niður Köldukvísl, til Sauðafellslóns og loks í Þórisvatn. Í fyrstu var talið að hlaupið væri ættað úr Hamarslóni við jökuljaðarinn, en Helgi Björnsson jöklafræðingur segir að ljósmynd sem tekin var fyrir mánuði sýni að þar var ekkert vatn. Augun beinist því að jarðhitakatli sem er vestan við Skaftárkatlana tvo en úr þeim hleypur í Skaftárhlaupum. Ekki hefur gefist færi á að fljúga þar yfir í dag en einnig er vonast til að efnagreiningar á hlaupvatninu gefið vísbendingar um hvort hlaupið sé runnið undan katlinum. Helgi segir að lengi hafi verið vitað um þennan ketil. Hann hafi verið talinn lítill og meinlaust en Helgi telur nokkuð ljóst að ef þar bráðnaði vatn færi það niður í Hamarslón og Köldukvísl. Rennslismælar Landsvirkjunar sýna að hlaupgusan sem kom niður í Hágöngulón í nótt var gríðarstór og mældist rennslið mest um 2.200 rúmmetrar á sekúndu um þrjúleytið. Til samanburðar má geta þess að rennslistoppurinn í síðasta Skaftárhlaupi, sem var eitt hið stærsta í seinni tíð, var um tveir þriðju af þessu. Þrjú miðlunarlón Landsvirkjunar náðu hins vegar alfarið að dempa flóðbylgjuna, Hágöngulón hafði síðdegis hækkað um 120 sentímetra, Sauðafellslón um 80 sentímetra og Þórisvatn um 20 sentímetra. Hvorki brýr né stíflumannvirki skemmdust. Þessi atburður nú gerist aðeins fjórum sólarhringum eftir að sambærilegt hlaup kom niður úr Mýrdalsjökli og sópaði burt brúnni á Múlakvísl, en sá hlauptoppur er talinn hafa verið ívið minni, eða tæplega tvöþúsund rúmmetrar á sekúndu. En eru þessir atburðir tengdir? Freysteinn Sigmundsson jarðeðlisfræðingur segir ekkert benda til neinna tengsla í jarðskorpunni. Ef einhver tenging væri gæti það verið veðurfarsleg skýring. Skyndileg hlýnun og og mikil bráðnun gæti hafa opnað rásir í jöklunum og hleypt af stað jökulhlaupum.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Fleiri fréttir Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Sjá meira