Icesave 2. hluti: Eins og að deila við dómarann Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. apríl 2011 07:00 Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. Alþjóðlegir stórfjárfestar reiða sig á mat fyrirtækjanna. Geti ríkið ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum mörkuðum er fyrirséð að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft. Nei yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Óvarlegt virðist að áætla að viðbrögð við neitun í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir rúma viku verði góð þegar horft er til efnahagsumhverfis landsins og samskipta við önnur lönd. Raunar er það svo að lánshæfismatsfyrirtækið Moody?s hefur lýst því yfir að líkur séu á að lánshæfi Íslands verði lækkað í svokallaðan ruslflokk fari svo að nýjum samningi verði hafnað. Áður hafði fyrirtækið talið líklegt að samþykkt Alþingis á frumvarpi um nýja samninga gæti orðið til þess að fyrirtækið myndi hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Vísað hefur verið til þess í umfjöllun greiningardeilda bankanna hér að svo virðist sem matsfyrirtækin vilji bíða og sjá hvernig Icesave ríður af. Þannig var haft eftir Eileen Zhang, sérfræðingi hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Standard&Poors, að samþykkt Icesave-samninganna myndi gefa þeim skýrari sýn og eyða einum áhættuþætti.Lánveitingar eru tengdar Icesave Frekari vísbendingar um viðbrögð á lánamarkaði má svo finna í því hvernig Norðurlöndin gerðu lausn Icesave-deilunnar að skilyrði í lánveitingum til Íslands, en um tíma var fjármögnun efnahagsáætlunar landsins í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki trygg vegna þessa skilyrðis og tafðist hún nokkuð þess vegna. Norrænu lánin gengu hins vegar í gegn þegar ljóst þótti að nást myndu samningar. Þá má nefna að lán Norræna fjárfestingarbankans (NIB) til Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er háð því skilyrði að önnur fjármögnun fáist að smíði virkjunarinnar, en Evrópski fjárfestingarbankinn hefur ítrekað frestað því að taka ákvörðun um lán til virkjunarinnar á meðan Icesave deilan er óleyst. Fari hins vegar svo að lánshæfiseinkunn Íslands hjá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum lækki eftir að samningi yrði hafnað þá kynnu afleiðingarnar að verða víðtækar. Seðlabankinn hefur meðal annars sagt að nei í kosningunni muni seinka aðgerðum á seinni stigum í afléttingu gjaldeyrishafta. Í samtölum við sérfræðinga greiningardeilda bankanna kemur fram að erlendu matsfyrirtækin virðist telja að Ísland sitji uppi með Icesave-kostnaðinn hvernig sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erlendir fagfjárfestar eru síðan bundnir af lánareglum sem gera þeim ómögulegt að fjárfesta í skuldabréfum undir einhverri ákveðinni lánshæfiseinkunn. Því sé það svo að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi gert alvarleg mistök og beri að hluta ábyrgð á alþjóðlegu fjármálakreppunni, þá sé ekki annað kerfi við lýði til að meta lánshæfi ríkja og stórfyrirtækja. Að deila við lánshæfismatsfyrirtækin er sagt vera eins og að deila við dómarann.Stjórnmálaóstöðugleiki skaðar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, segir ljóst að verði Icesave-samningnum hafnað þá haldi ekki samningar ríkisstjórnarinnar með samþykki Alþingis. „Það yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands og hefur ekkert með þessa ríkisstjórn að gera," segir hann, en Baldur er jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann veltir fyrir sér hvernig erlend stjórnvöld eigi að geta treyst samningum við ríkisstjórn Íslands ef forsetinn gengur ítrekað gegn vilja hennar og Alþingis. „Ég held að þetta hafi veruleg áhrif á traust á íslensk stjórnmál, efnahagslíf og fyrirtæki. Menn eru ekki vanir því í hinum vestræna heimi að ríkisstjórnir hlaupist undan ábyrgð og samningum bara þegar hentar þeim. Menn geta verið andvígir samningum, neitað að skrifa undir þá og fara eftir þeim. En að gerðir séu samningar við ríkisstjórnir sem síðan geta ekki framfylgt þeim er dálítið öðruvísi."Baldur gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það hafi mikil áhrif á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu þótt samningurinn verði felldur. "Málið fer þá fyrir EFTA -dómstólinn og meðan á þeim málaferlum stendur sé ég ekki fyrir mér að þetta hafi áhrif á samningaviðræður Íslands við Evrópu," segir hann, en telur erfiðara að spá fyrir um stöðuna að fenginni niðurstöðu hjá dómnum. Baldur lýsir því hins vegar svo að hér sé komin upp stjórnarskrárkrísa með ákvörðunum forseta um að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu með þessum hætti. „Eftir þessa ákvörðun forsetans þá átta menn sig ekki á stjórnskipan Íslands. Og það er alltaf erfitt þegar erlendir aðilar, sem við þurfum að eiga í nánum samskiptum við, upplifa að hér sé stjórnmálaóstöðugleiki." Þó svo að þessi stjórnskipulega óvissa verði áfram til staðar þótt samningurinn verði staðfestur segir Baldur að hún ágerist verði samningi hafnað. „Því þá er forsetinn að stöðva málið endanlega og búinn að koma í veg fyrir að íslensk stjórnvöld leysi málið með samningi og hefur með ákvörðun sinni komið málinu í dómsstólsleið." Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Að mótmæla viðbrögðum lánshæfismatsfyrirtækja við höfnun Icesave-samkomulags er eins og að deila við dómarann. Alþjóðlegir stórfjárfestar reiða sig á mat fyrirtækjanna. Geti ríkið ekki endurfjármagnað sig á alþjóðlegum mörkuðum er fyrirséð að erfitt verði að afnema gjaldeyrishöft. Nei yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands, segir Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði. Óvarlegt virðist að áætla að viðbrögð við neitun í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave eftir rúma viku verði góð þegar horft er til efnahagsumhverfis landsins og samskipta við önnur lönd. Raunar er það svo að lánshæfismatsfyrirtækið Moody?s hefur lýst því yfir að líkur séu á að lánshæfi Íslands verði lækkað í svokallaðan ruslflokk fari svo að nýjum samningi verði hafnað. Áður hafði fyrirtækið talið líklegt að samþykkt Alþingis á frumvarpi um nýja samninga gæti orðið til þess að fyrirtækið myndi hækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Vísað hefur verið til þess í umfjöllun greiningardeilda bankanna hér að svo virðist sem matsfyrirtækin vilji bíða og sjá hvernig Icesave ríður af. Þannig var haft eftir Eileen Zhang, sérfræðingi hjá lánshæfismatsfyrirtækinu Standard&Poors, að samþykkt Icesave-samninganna myndi gefa þeim skýrari sýn og eyða einum áhættuþætti.Lánveitingar eru tengdar Icesave Frekari vísbendingar um viðbrögð á lánamarkaði má svo finna í því hvernig Norðurlöndin gerðu lausn Icesave-deilunnar að skilyrði í lánveitingum til Íslands, en um tíma var fjármögnun efnahagsáætlunar landsins í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn ekki trygg vegna þessa skilyrðis og tafðist hún nokkuð þess vegna. Norrænu lánin gengu hins vegar í gegn þegar ljóst þótti að nást myndu samningar. Þá má nefna að lán Norræna fjárfestingarbankans (NIB) til Landsvirkjunar vegna Búðarhálsvirkjunar er háð því skilyrði að önnur fjármögnun fáist að smíði virkjunarinnar, en Evrópski fjárfestingarbankinn hefur ítrekað frestað því að taka ákvörðun um lán til virkjunarinnar á meðan Icesave deilan er óleyst. Fari hins vegar svo að lánshæfiseinkunn Íslands hjá alþjóðlegu matsfyrirtækjunum lækki eftir að samningi yrði hafnað þá kynnu afleiðingarnar að verða víðtækar. Seðlabankinn hefur meðal annars sagt að nei í kosningunni muni seinka aðgerðum á seinni stigum í afléttingu gjaldeyrishafta. Í samtölum við sérfræðinga greiningardeilda bankanna kemur fram að erlendu matsfyrirtækin virðist telja að Ísland sitji uppi með Icesave-kostnaðinn hvernig sem fer í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Erlendir fagfjárfestar eru síðan bundnir af lánareglum sem gera þeim ómögulegt að fjárfesta í skuldabréfum undir einhverri ákveðinni lánshæfiseinkunn. Því sé það svo að þótt lánshæfismatsfyrirtækin hafi gert alvarleg mistök og beri að hluta ábyrgð á alþjóðlegu fjármálakreppunni, þá sé ekki annað kerfi við lýði til að meta lánshæfi ríkja og stórfyrirtækja. Að deila við lánshæfismatsfyrirtækin er sagt vera eins og að deila við dómarann.Stjórnmálaóstöðugleiki skaðar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði og formaður stjórnar Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki við Háskóla Íslands, segir ljóst að verði Icesave-samningnum hafnað þá haldi ekki samningar ríkisstjórnarinnar með samþykki Alþingis. „Það yrði alvarlegt áfall fyrir orðspor Íslands og hefur ekkert með þessa ríkisstjórn að gera," segir hann, en Baldur er jafnframt varaþingmaður Samfylkingarinnar. Hann veltir fyrir sér hvernig erlend stjórnvöld eigi að geta treyst samningum við ríkisstjórn Íslands ef forsetinn gengur ítrekað gegn vilja hennar og Alþingis. „Ég held að þetta hafi veruleg áhrif á traust á íslensk stjórnmál, efnahagslíf og fyrirtæki. Menn eru ekki vanir því í hinum vestræna heimi að ríkisstjórnir hlaupist undan ábyrgð og samningum bara þegar hentar þeim. Menn geta verið andvígir samningum, neitað að skrifa undir þá og fara eftir þeim. En að gerðir séu samningar við ríkisstjórnir sem síðan geta ekki framfylgt þeim er dálítið öðruvísi."Baldur gerir hins vegar ekki ráð fyrir að það hafi mikil áhrif á umsóknarferli Íslands að Evrópusambandinu þótt samningurinn verði felldur. "Málið fer þá fyrir EFTA -dómstólinn og meðan á þeim málaferlum stendur sé ég ekki fyrir mér að þetta hafi áhrif á samningaviðræður Íslands við Evrópu," segir hann, en telur erfiðara að spá fyrir um stöðuna að fenginni niðurstöðu hjá dómnum. Baldur lýsir því hins vegar svo að hér sé komin upp stjórnarskrárkrísa með ákvörðunum forseta um að vísa málum í þjóðaratkvæðagreiðslu með þessum hætti. „Eftir þessa ákvörðun forsetans þá átta menn sig ekki á stjórnskipan Íslands. Og það er alltaf erfitt þegar erlendir aðilar, sem við þurfum að eiga í nánum samskiptum við, upplifa að hér sé stjórnmálaóstöðugleiki." Þó svo að þessi stjórnskipulega óvissa verði áfram til staðar þótt samningurinn verði staðfestur segir Baldur að hún ágerist verði samningi hafnað. „Því þá er forsetinn að stöðva málið endanlega og búinn að koma í veg fyrir að íslensk stjórnvöld leysi málið með samningi og hefur með ákvörðun sinni komið málinu í dómsstólsleið."
Icesave fréttaskýringar Icesave Skroll-Fréttir Tengdar fréttir Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00 Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00 Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
Icesave 1. hluti: Svo einfalt í fyrstu Icesave, sem byrjaði sem saklaus leið Landsbankans til að fjármagna sig, snerist við hrunið upp í andhverfu sína og er eitt flóknasta og erfiðasta viðfangsefni sem þjóðin hefur tekist á við. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 6.hluti: ESA telur skyldur Íslendinga skýrar Líkur verða að teljast á að Ísland myndi tapa máli sem rekið yrði fyrir EFTA-dómstólnum vegna Icesave-deilunnar. Skiptar skoðanir eru um málið meðal lögmanna. Álit ESA er að með afstöðu sinni brjóti Ísland í bága við EES-samninginn. Fyrstu skrefin í málarekstri ESA hafa þegar verið tekin. Næstu skref verða tekin felli þjóðin nýjan Icesave-samning í atkvæðagreiðslunni næsta laugardag. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 3. hluti: Gengið og heimtur þrotabús valda óvissu Meðal þess sem gæti ráðið úrslitum þegar gengið verður til atkvæða um Icesave-samninginn er mat kjósenda á því hversu mikill kostnaður fellur á ríkið. Nokkrir óvissuþættir flækja kostnaðarmatið. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 4. hluti: Í höftum virðist áhættan lítil Kostnaður vegna Icesave getur aukist eða minnkað í samræmi við gengisþróun krónunnar. Yfirlýsingar Seðlabankans um hvernig staðið verður að losun gjaldeyrishafta draga þó úr líkum á að gengið hafi veruleg áhrif. Verði Icesave samþykkt er málið talið úr sögunni að mestu eftir tvö ár, en þá verða enn eftir önnur tvö ár í gjaldeyrishöftum. 6. apríl 2011 07:00
Icesave 5. hluti: Óvissa um minnihluta eigna þrotabúsins Mat á eignum þrotabús Landsbankans skiptir höfuðmáli þegar reynt er að meta hversu há upphæð gæti fallið á íslenska skattgreiðendur vegna Icesave. Í eignasafninu leynast hundruð milljarða í reiðufé, útlánum og í hlutabréfum í félögum á borð við verslunarkeðjuna Iceland Foods. 6. apríl 2011 07:00