Hvað með Helguvík? Ólafur Þ. Stephensen skrifar 21. mars 2011 10:38 Atvinnuleysið er eitt brýnasta úrlausnarefni Íslendinga. Það er meira en verið hefur áratugum saman. Þúsundir manna hafa nú verið án atvinnu lengur en ár, sem hefur sömuleiðis verið óþekkt staða um langt árabil. Ný störf verða ekki til í opinbera geiranum, þar sem skatttekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldum og verið er að skera niður. Atvinna verður til í öflugum einkafyrirtækjum sem hafa skilyrði til að ráðast í ný verkefni, fjárfesta og bæta við sig fólki. Alltof hægt hefur gengið að skapa þessi skilyrði hér á landi eftir bankahrunið. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var harðorður í gagnrýni sinni hér í blaðinu á laugardaginn þar sem hann orðaði það svo að atvinnulífinu væri að blæða út. Fjárfestingar væru alltof litlar og fyrirtækin ekki að endurnýja sig. Þetta hefði í för með sér tekjutap ríkissjóðs vegna minni umsvifa, sem gæti leitt af sér enn nýjan niðurskurð og skattahækkanir. Vilhjálmur benti á að framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík og tilheyrandi orkuframkvæmdir myndu skipta sköpum við að koma atvinnusköpun aftur í gang. "Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða. Ef Helguvík væri komin á fullt myndi það skipta ríkissjóð máli upp á allt að milljarði á mánuði," sagði Vilhjálmur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók gagnrýni Vilhjálms óstinnt upp í fréttum Stöðvar 2 og sagði ekkert standa upp á stjórnvöld í Helguvíkurmálinu. Fjárfestingarsamningi hefði verið lokið og pólitískur vilji væri "beggja vegna borðsins" í ríkisstjórninni að klára málið. Það væru eingöngu deilur Norðuráls og HS orku sem stæðu í vegi fyrir verkefninu. Málið er þó engan veginn eins einfalt og Katrín vill vera láta. Fyrir helgi gagnrýndu bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Garðsins að Helguvík væri ekki að finna á lista Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra yfir verkefni, sem skapa myndu ný störf á næstunni. Þeir töldu upp ýmis mál, sem hefðu tafið fyrir framkvæmdinni. Þar á meðal væri töf á rammaáætlun um orkunýtingu umfram það sem eðlilegt gæti talizt, hótanir um eignarnám á HS orku, tregða Orkustofnunar til að heimila stækkun Reykjanesvirkjunar, þvert á álit sérfræðinga og ólögmætar aðgerðir umhverfisráðherra, sem tafið hefðu fyrir framgangi leyfisveitinga til virkjana í Þjórsá. Við þetta má bæta ýmsum yfirlýsingum ráðherra Vinstri grænna, sem benda til að yfirlýsing iðnaðarráðherrans um pólitískan vilja í báðum stjórnarflokkum til að ljúka málinu sé orðum aukin. Álver í Helguvík er það tækifæri til atvinnusköpunar sem liggur beinast við. Það myndi skapa allt að tíu þúsund störf á framkvæmdatímanum og allt að tvö þúsund til frambúðar, að afleiddum störfum meðtöldum - á því svæði þar sem atvinnuleysið er mest. Alþjóðlegt fyrirtæki, sem Íslendingar hafa góða reynslu af, er tilbúið með tugi milljarða króna til að leggja í verkefnið. Dræmur áhugi í stjórnarliðinu á að það nái fram að ganga bendir til að stjórnin sé líka hálfvolg í því verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Atvinnuleysið er eitt brýnasta úrlausnarefni Íslendinga. Það er meira en verið hefur áratugum saman. Þúsundir manna hafa nú verið án atvinnu lengur en ár, sem hefur sömuleiðis verið óþekkt staða um langt árabil. Ný störf verða ekki til í opinbera geiranum, þar sem skatttekjurnar hrökkva ekki fyrir útgjöldum og verið er að skera niður. Atvinna verður til í öflugum einkafyrirtækjum sem hafa skilyrði til að ráðast í ný verkefni, fjárfesta og bæta við sig fólki. Alltof hægt hefur gengið að skapa þessi skilyrði hér á landi eftir bankahrunið. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, var harðorður í gagnrýni sinni hér í blaðinu á laugardaginn þar sem hann orðaði það svo að atvinnulífinu væri að blæða út. Fjárfestingar væru alltof litlar og fyrirtækin ekki að endurnýja sig. Þetta hefði í för með sér tekjutap ríkissjóðs vegna minni umsvifa, sem gæti leitt af sér enn nýjan niðurskurð og skattahækkanir. Vilhjálmur benti á að framkvæmdir við álver Norðuráls í Helguvík og tilheyrandi orkuframkvæmdir myndu skipta sköpum við að koma atvinnusköpun aftur í gang. "Þegar menn eru á móti þessu verkefni eru þeir um leið að boða skattahækkanir upp á tólf til fimmtán milljarða. Ef Helguvík væri komin á fullt myndi það skipta ríkissjóð máli upp á allt að milljarði á mánuði," sagði Vilhjálmur. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra tók gagnrýni Vilhjálms óstinnt upp í fréttum Stöðvar 2 og sagði ekkert standa upp á stjórnvöld í Helguvíkurmálinu. Fjárfestingarsamningi hefði verið lokið og pólitískur vilji væri "beggja vegna borðsins" í ríkisstjórninni að klára málið. Það væru eingöngu deilur Norðuráls og HS orku sem stæðu í vegi fyrir verkefninu. Málið er þó engan veginn eins einfalt og Katrín vill vera láta. Fyrir helgi gagnrýndu bæjarstjórar Reykjanesbæjar og Garðsins að Helguvík væri ekki að finna á lista Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra yfir verkefni, sem skapa myndu ný störf á næstunni. Þeir töldu upp ýmis mál, sem hefðu tafið fyrir framkvæmdinni. Þar á meðal væri töf á rammaáætlun um orkunýtingu umfram það sem eðlilegt gæti talizt, hótanir um eignarnám á HS orku, tregða Orkustofnunar til að heimila stækkun Reykjanesvirkjunar, þvert á álit sérfræðinga og ólögmætar aðgerðir umhverfisráðherra, sem tafið hefðu fyrir framgangi leyfisveitinga til virkjana í Þjórsá. Við þetta má bæta ýmsum yfirlýsingum ráðherra Vinstri grænna, sem benda til að yfirlýsing iðnaðarráðherrans um pólitískan vilja í báðum stjórnarflokkum til að ljúka málinu sé orðum aukin. Álver í Helguvík er það tækifæri til atvinnusköpunar sem liggur beinast við. Það myndi skapa allt að tíu þúsund störf á framkvæmdatímanum og allt að tvö þúsund til frambúðar, að afleiddum störfum meðtöldum - á því svæði þar sem atvinnuleysið er mest. Alþjóðlegt fyrirtæki, sem Íslendingar hafa góða reynslu af, er tilbúið með tugi milljarða króna til að leggja í verkefnið. Dræmur áhugi í stjórnarliðinu á að það nái fram að ganga bendir til að stjórnin sé líka hálfvolg í því verkefni að vinna bug á atvinnuleysinu.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun