Stjórnmála- menningarpáfar Ólafur Þ. Stephensen skrifar 22. mars 2011 08:29 Úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki Vinsti grænna og þar með úr stjórnarliðinu kemur ekki mjög á óvart. Þingmennirnir höfðu í raun, með hjásetu sinni við afgreiðslu fjárlaganna í desember, lýst því yfir að þeir styddu ekki ríkisstjórnina. Það kemur frekar á óvart að þau skyldu ekki stíga þetta skref fyrr, og að félagi þeirra úr hjásetunni, Ásmundur Einar Daðason, skyldi ekki fara sömu leið. Þingmennirnir hljóta raunar að hafa verið óhamingjusamir í þessu stjórnarsamstarfi allt frá upphafi. Stóru málin sem þau nefna fyrir því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina eru samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, samningar um Icesave og niðurskurður sem liður í því að ná hallalausum fjárlögum. Öll eru þessi mál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem þau samþykktu eins og aðrir þingmenn VG á sínum tíma. "Stjórnmálamenningin" sem Lilja og Atli tilgreina sem enn eina ástæðuna fyrir úrsögn sinni úr þingflokknum, felst að sögn í foringjaræði, undirlægjuhætti þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og að þau hafi ekki notið málfrelsis. Í þessu efni geta þau haft ýmislegt til síns máls, þótt reyndar hafi ekki orðið sérstaklega vart við að þau hafi verið múlbundin af flokksforystunni; í það minnsta hefur Lilja Mósesdóttir verið opinberlega á móti flestum stærstu málum ríkisstjórnarinnar og Atli á móti sumum. En fleira felst í góðri stjórnmálamenningu, sem Atli og Lilja telja sig vera fulltrúa fyrir. Til þess að hægt sé að stjórna landinu verða stjórnmálaflokkar og fulltrúar þeirra til dæmis að vera reiðubúnir að gera málamiðlanir, því að á lýðveldistímanum hefur enginn flokkur fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Hvernig ætli tækist til við stjórn landsmálanna ef hver einasti þingmaður (eða þótt þeir væru tveir og tveir saman) væri aldrei tilbúinn að hvika frá sínum afdráttarlausustu skoðunum í þágu samstarfs í ríkisstjórn? Það er hætt við að slíkt ástand væri ekkert sérstaklega menningarlegt. Það er alltaf áfall fyrir ríkisstjórn þegar kvarnast úr liði hennar. En í þessu tilviki er ekki alveg augljóst að stjórnin veikist við það. Tveir af háværustu talsmönnum vinstri arms Vinstri grænna eru nú horfnir úr stjórnarliðinu. Það þýðir að forystumenn stjórnarinnar þurfa ekki lengur að taka tillit til sjónarmiða þeirra og hugsanlega gengur þá betur að ná saman um ýmis mál. Mikið veltur á því hvernig aðrir í villta vinstrinu bregðast við, til dæmis Ásmundur Einar og órólegu ráðherrarnir, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson. Ef þeir verða áfram upp á móti ýmsum málum sem er að finna í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna eru dagar stjórnarinnar senn taldir. En það er líka hugsanlegt að þessir viðburðir þjappi saman stjórnarþingmönnum, sem þrátt fyrir allt vilja ekki fórna völdunum sem þeir hafa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Úrsögn þingmannanna Lilju Mósesdóttur og Atla Gíslasonar úr þingflokki Vinsti grænna og þar með úr stjórnarliðinu kemur ekki mjög á óvart. Þingmennirnir höfðu í raun, með hjásetu sinni við afgreiðslu fjárlaganna í desember, lýst því yfir að þeir styddu ekki ríkisstjórnina. Það kemur frekar á óvart að þau skyldu ekki stíga þetta skref fyrr, og að félagi þeirra úr hjásetunni, Ásmundur Einar Daðason, skyldi ekki fara sömu leið. Þingmennirnir hljóta raunar að hafa verið óhamingjusamir í þessu stjórnarsamstarfi allt frá upphafi. Stóru málin sem þau nefna fyrir því að hætta stuðningi við ríkisstjórnina eru samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn, umsóknin um aðild að Evrópusambandinu, samningar um Icesave og niðurskurður sem liður í því að ná hallalausum fjárlögum. Öll eru þessi mál í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, sem þau samþykktu eins og aðrir þingmenn VG á sínum tíma. "Stjórnmálamenningin" sem Lilja og Atli tilgreina sem enn eina ástæðuna fyrir úrsögn sinni úr þingflokknum, felst að sögn í foringjaræði, undirlægjuhætti þingsins gagnvart framkvæmdarvaldinu og að þau hafi ekki notið málfrelsis. Í þessu efni geta þau haft ýmislegt til síns máls, þótt reyndar hafi ekki orðið sérstaklega vart við að þau hafi verið múlbundin af flokksforystunni; í það minnsta hefur Lilja Mósesdóttir verið opinberlega á móti flestum stærstu málum ríkisstjórnarinnar og Atli á móti sumum. En fleira felst í góðri stjórnmálamenningu, sem Atli og Lilja telja sig vera fulltrúa fyrir. Til þess að hægt sé að stjórna landinu verða stjórnmálaflokkar og fulltrúar þeirra til dæmis að vera reiðubúnir að gera málamiðlanir, því að á lýðveldistímanum hefur enginn flokkur fengið hreinan meirihluta á Alþingi. Hvernig ætli tækist til við stjórn landsmálanna ef hver einasti þingmaður (eða þótt þeir væru tveir og tveir saman) væri aldrei tilbúinn að hvika frá sínum afdráttarlausustu skoðunum í þágu samstarfs í ríkisstjórn? Það er hætt við að slíkt ástand væri ekkert sérstaklega menningarlegt. Það er alltaf áfall fyrir ríkisstjórn þegar kvarnast úr liði hennar. En í þessu tilviki er ekki alveg augljóst að stjórnin veikist við það. Tveir af háværustu talsmönnum vinstri arms Vinstri grænna eru nú horfnir úr stjórnarliðinu. Það þýðir að forystumenn stjórnarinnar þurfa ekki lengur að taka tillit til sjónarmiða þeirra og hugsanlega gengur þá betur að ná saman um ýmis mál. Mikið veltur á því hvernig aðrir í villta vinstrinu bregðast við, til dæmis Ásmundur Einar og órólegu ráðherrarnir, Jón Bjarnason og Ögmundur Jónasson. Ef þeir verða áfram upp á móti ýmsum málum sem er að finna í samstarfsyfirlýsingu stjórnarflokkanna eru dagar stjórnarinnar senn taldir. En það er líka hugsanlegt að þessir viðburðir þjappi saman stjórnarþingmönnum, sem þrátt fyrir allt vilja ekki fórna völdunum sem þeir hafa.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun