Lífið

Framúrskarandi íslenskir hönnuðir verðlaunaðir

MYNDIR/[email protected]
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag þegar Hönnunarsjóður Auroru úthlutaði rúmlega 11,5 milljón króna til verkefna á sviði grafískrar hönnunar, fatahönnunar, matarhönnunar, vöruhönnunar og arkitektúrs.

Hönnunarsjóðurinn styrkir í fyrsta skipti Anton Kaldal, Gunnar Vilhjálmsson og Steinar Farestveit með rannsóknarverkefni sem kafar djúpt í uppruna, sögu, og þróun bókstafsins „ð", sem er þýðingarmikill hluti af þjóðararfi Íslendinga. Rannsóknin verður tekin saman með útgáfu bókar.

Arkitektastofan KRADS með verkefni sitt PLAYTIME, sem er farandvinnustofa ætluð nemum í arkitektúr, þróuð í samvinnu við danska leikfangaframleiðandann LEGO.

Sruli Recht fatahönnuður með nýja herrafatalínu sína og Auður Ösp Guðmundsdóttir, Embla Vigfúsdóttir, Katarina Lötzsch og Robert Peterssen með matarhönnunarverkefnið „Pantið áhrifin" en það verkefni fékk Nýsköpunarverðlaun Forseta Íslands á dögunum.

Þrír aðilar fengu framhaldsstyrki til frekari eflingar verkefna sinna. Það voru þeir Bóas Kristjánsson með fatamerki sitt 8045, Hafsteinn Júlíusson með vörumerki sitt HAF og Charlie Strand með bókina Icelandic Fashion Design sem kemur út í sumar. Öll eiga þessi verkefni sameiginlegt að ötullega hefur verið unnið í þeim frá fyrri styrkveitingum.

Auk þessa styrkir Hönnunarsjóðurinn HönnunarMars sem byrjar í dag og tveir grafískir hönnuðir hlutu styrk til starfsnáms erlendis.

Viðtöl við nokkra af verðlaunahöfunum má sjá hér (myndskeið).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×