Nú eru aðrir tímar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. mars 2011 08:16 Annarra manna kaup er kannski ekki jafn frábærlega skemmtilegt umræðuefni og stundum mætti ætla hér á landi þar sem vandlega er fylgst með því hvaða laun silkihúfur samfélagsins fá. Það er ekki til að auðvelda þá umræðu að Íslendingar hafa vanið sig á að tala um launin sín eins og bændur svara þegar þeir eru spurðir um það hversu marga hesta þeir eigi: gera sem minnst úr því og bera sig sem átakanlegast. Nú er meira að segja komið á daginn að sjálf ímynd ráðvendni og heimsafneitunar, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur fengið fastar greiðslur frá forsetaembættinu í niðurskurðartíðinni fyrir að vera handhafi forsetavalds í fjarveru hans, rétt eins og ekki sé einu sinni búið að finna upp ritsímann og forsetinn hætti að vera forseti Íslands um leið og hann fer upp í flugvél, sem hlýtur að tákna að hann sé eiginlega aldrei forseti Íslands því að hann er alltaf í útlöndum.Launalimbó Allt hefur þetta því miður sýnt okkur að ekki hefur einu sinni tekist að láta laun Jóhönnu Sigurðardóttur miðast við laun Jóhönnu Sigurðardóttur eins og hún mæltist þó til á sínum tíma, og efast enginn um heilindi hennar í því. Um hríð virtist í gangi einhvers konar launalimbó. Ráðamenn kepptust við að lækka sig í launum meira en hinir ráðamennirnir en nú hefur sem sé komið á daginn að þessi limbókeppni einkenndist af vissum tvískinnungi. Hvernig má svo sem öðruvísi vera, þegar viðhorf flestra til hálauna hér á landi eru lituð af aðdáunarhatri. Um árabil var manngildi mælt hér í peningum. Peningaeign réði stöðu fólks í mannvirðingastiganum. Hér var algjört auðræði fram að hruni og kjörnir fulltrúar upp til hópa fjármagnaðir af fyrirtækjum – það er að segja keyptir. Við hrunið snerist þetta við. En auðvitað eimir eftir af hatursfullri aðdáun á þeim sem duglegir eru að hremma til sín. En nú er okkur sem sé ætlað að dá þann ráðamanninn mest sem lægst hefur kaupið. Nú á að vera auðmjúkur – ekki auðsjúkur. Eiginlega bíður maður bara eftir því að forsetinn og ráðherrarnir og bankastjórnarnir fari að ganga um á lendaskýlum eins og Gandhi og skúra klósettin eins og hann gerði til að afla sér valda með ýtrasta valdaleysi, ná hæðum með algjörri lægingu.Og samt … Og samt finnst manni eiginlega að forsætisráðherra landsins eigi að hafa góð laun. Það eru sumar stéttir sem eiga að vera betur launaðar en aðrar vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið: ráðherrar og embættismenn, læknar og hjúkrunarfólk, kennarar – ekki síst leikskólakennarar – og þannig mætti áfram telja. Laun eru ein leið samfélagsins til að sýna að tiltekin störf séu virðingarverð og verðmæt. Engum dettur í hug að amast við því að sjómenn hafi gott kaup fyrir sitt erfiða og dýrmæta starf en hins vegar á flest sómakært fólk erfitt með að skilja hvers vegna einhver á að bera offjár úr býtum fyrir það eitt að selja vinnandi mönnum aðgang að óveiddum fiski. Okkur er eiginlegt að samgleðjast þeim sem auðgast af eigin rammleik. Og samfélagið þarf á vel efnuðum einstaklingum að halda. Og nú er sem sagt komið á daginn að Höskuldur Ólafsson er með þrjár milljónir á mánuði fyrir það að vera bankastjóri Arion-banka, sem er gamli Kaupþingsbankinn. Hann fékk eingreiðslu upp á tíu milljónir – eða var það tólf? – þegar hann var ráðinn bankastjóri, að því er okkur er tjáð eftir æsilegt kapphlaup bankans um starfskrafta hans við dótturfyrirtæki sitt. Óneitanlega virðist það þó hlægileg upphæð í samanburði við það sem Lárus Welding fékk á sínum tíma fyrir að gerast kranastjóri í Glitni. En fólki finnst þetta samt svolítið mikið og ekki er auðséð að Höskuldur eða Birna Einarsdóttir, sem er meir svipuð laun í Íslandsbanka, beri svona mikið af Steinþóri Pálssyni í Landsbankanum sem er bara á skitnum forsætisráðherralaunum – sem eins og fyrr segir ekki einu sinni forsætisráðherrann er á. Auðvitað viljum við að bankarnir séu öflugir og ein leið banka til að sýna styrk sinn og vald er að greiða bankastjórum hátt kaup, sem var ein ástæðan fyrir því að Sigurður Einarsson var með alla þessa skrilljarða á mánuði. En nú eru aðrir tímar. Og við erum alveg hætt að dást að mönnum sem láta eins og sjómenn í Smugunni um leið og þeir komast í gott starf og reyna að sanka að sér eins miklu og þeir mögulega geta á sem skemmstum tíma áður en einhver kemur að þeim. Menn verða að hætta að líta á háar trúnaðarstöður eins og strandhögg. Íslendingar verða að hætta að ímynda sér að þeir séu einhverjir víkingar, sem þeir aldrei voru til allrar hamingju. Eflaust er til of mikils mælst að Höskuldur Ólafsson og Birna Einarsdóttir fari að ganga um í lendarskýlum og skúra klósettin í bankanum á kvöldin að hætti Gandhis – til þess eru þau sennilega of lítilla sanda og lítilla sæva – en þau verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að af er sú tíð að ofsalaun bankastjóra veki virðingu og hugmynd um styrk. Því er raunar þveröfugt farið: ofsalaun vekja grun um vondan rekstur, slæma dómgreind, óhóf, græðgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Annarra manna kaup er kannski ekki jafn frábærlega skemmtilegt umræðuefni og stundum mætti ætla hér á landi þar sem vandlega er fylgst með því hvaða laun silkihúfur samfélagsins fá. Það er ekki til að auðvelda þá umræðu að Íslendingar hafa vanið sig á að tala um launin sín eins og bændur svara þegar þeir eru spurðir um það hversu marga hesta þeir eigi: gera sem minnst úr því og bera sig sem átakanlegast. Nú er meira að segja komið á daginn að sjálf ímynd ráðvendni og heimsafneitunar, Jóhanna Sigurðardóttir, hefur fengið fastar greiðslur frá forsetaembættinu í niðurskurðartíðinni fyrir að vera handhafi forsetavalds í fjarveru hans, rétt eins og ekki sé einu sinni búið að finna upp ritsímann og forsetinn hætti að vera forseti Íslands um leið og hann fer upp í flugvél, sem hlýtur að tákna að hann sé eiginlega aldrei forseti Íslands því að hann er alltaf í útlöndum.Launalimbó Allt hefur þetta því miður sýnt okkur að ekki hefur einu sinni tekist að láta laun Jóhönnu Sigurðardóttur miðast við laun Jóhönnu Sigurðardóttur eins og hún mæltist þó til á sínum tíma, og efast enginn um heilindi hennar í því. Um hríð virtist í gangi einhvers konar launalimbó. Ráðamenn kepptust við að lækka sig í launum meira en hinir ráðamennirnir en nú hefur sem sé komið á daginn að þessi limbókeppni einkenndist af vissum tvískinnungi. Hvernig má svo sem öðruvísi vera, þegar viðhorf flestra til hálauna hér á landi eru lituð af aðdáunarhatri. Um árabil var manngildi mælt hér í peningum. Peningaeign réði stöðu fólks í mannvirðingastiganum. Hér var algjört auðræði fram að hruni og kjörnir fulltrúar upp til hópa fjármagnaðir af fyrirtækjum – það er að segja keyptir. Við hrunið snerist þetta við. En auðvitað eimir eftir af hatursfullri aðdáun á þeim sem duglegir eru að hremma til sín. En nú er okkur sem sé ætlað að dá þann ráðamanninn mest sem lægst hefur kaupið. Nú á að vera auðmjúkur – ekki auðsjúkur. Eiginlega bíður maður bara eftir því að forsetinn og ráðherrarnir og bankastjórnarnir fari að ganga um á lendaskýlum eins og Gandhi og skúra klósettin eins og hann gerði til að afla sér valda með ýtrasta valdaleysi, ná hæðum með algjörri lægingu.Og samt … Og samt finnst manni eiginlega að forsætisráðherra landsins eigi að hafa góð laun. Það eru sumar stéttir sem eiga að vera betur launaðar en aðrar vegna mikilvægis þeirra fyrir samfélagið: ráðherrar og embættismenn, læknar og hjúkrunarfólk, kennarar – ekki síst leikskólakennarar – og þannig mætti áfram telja. Laun eru ein leið samfélagsins til að sýna að tiltekin störf séu virðingarverð og verðmæt. Engum dettur í hug að amast við því að sjómenn hafi gott kaup fyrir sitt erfiða og dýrmæta starf en hins vegar á flest sómakært fólk erfitt með að skilja hvers vegna einhver á að bera offjár úr býtum fyrir það eitt að selja vinnandi mönnum aðgang að óveiddum fiski. Okkur er eiginlegt að samgleðjast þeim sem auðgast af eigin rammleik. Og samfélagið þarf á vel efnuðum einstaklingum að halda. Og nú er sem sagt komið á daginn að Höskuldur Ólafsson er með þrjár milljónir á mánuði fyrir það að vera bankastjóri Arion-banka, sem er gamli Kaupþingsbankinn. Hann fékk eingreiðslu upp á tíu milljónir – eða var það tólf? – þegar hann var ráðinn bankastjóri, að því er okkur er tjáð eftir æsilegt kapphlaup bankans um starfskrafta hans við dótturfyrirtæki sitt. Óneitanlega virðist það þó hlægileg upphæð í samanburði við það sem Lárus Welding fékk á sínum tíma fyrir að gerast kranastjóri í Glitni. En fólki finnst þetta samt svolítið mikið og ekki er auðséð að Höskuldur eða Birna Einarsdóttir, sem er meir svipuð laun í Íslandsbanka, beri svona mikið af Steinþóri Pálssyni í Landsbankanum sem er bara á skitnum forsætisráðherralaunum – sem eins og fyrr segir ekki einu sinni forsætisráðherrann er á. Auðvitað viljum við að bankarnir séu öflugir og ein leið banka til að sýna styrk sinn og vald er að greiða bankastjórum hátt kaup, sem var ein ástæðan fyrir því að Sigurður Einarsson var með alla þessa skrilljarða á mánuði. En nú eru aðrir tímar. Og við erum alveg hætt að dást að mönnum sem láta eins og sjómenn í Smugunni um leið og þeir komast í gott starf og reyna að sanka að sér eins miklu og þeir mögulega geta á sem skemmstum tíma áður en einhver kemur að þeim. Menn verða að hætta að líta á háar trúnaðarstöður eins og strandhögg. Íslendingar verða að hætta að ímynda sér að þeir séu einhverjir víkingar, sem þeir aldrei voru til allrar hamingju. Eflaust er til of mikils mælst að Höskuldur Ólafsson og Birna Einarsdóttir fari að ganga um í lendarskýlum og skúra klósettin í bankanum á kvöldin að hætti Gandhis – til þess eru þau sennilega of lítilla sanda og lítilla sæva – en þau verða hins vegar að gera sér grein fyrir því að af er sú tíð að ofsalaun bankastjóra veki virðingu og hugmynd um styrk. Því er raunar þveröfugt farið: ofsalaun vekja grun um vondan rekstur, slæma dómgreind, óhóf, græðgi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun