Siv ætlar að segja já við Icesave samningnum Boði Logason skrifar 27. febrúar 2011 16:42 Siv Friðleifsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins. „Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum. Icesave Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
„Ég hef gert það upp við mig að ég mun greiða atkvæði með samningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni," segir Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Hún, ásamt Guðmundi Steingrímssyni, sat hjá í atkvæðagreiðslu í þinginu á dögunum þegar samningurinn var samþykktur en sjö þingmenn Framsóknarflokksins greiddu atkvæði á móti samningnum. „Ég vildi ekki greiða atkvæði á móti samningum því ég taldi enga aðra lausn betri í stöðunni og ég greiddi ekki atkvæði með samningnum því ég taldi að ég ætti ekki að bera ábyrgð á honum sem slíkum. En ég studdi þjóðaratkvæðagreiðslumálið og úr því að málið fer í þjóðaratkvæðagreiðslu, þá mun ég mæta á kjörstað og segja já," segir hún.Meiri líkur en minni að málið tapist fyrir dómstólum Hún segir þrjá kosti vera í stöðunni. „Að segja já við samningnum sem nú liggur á borðinu, reyna ná betri samningi eða fara með málið fyrir dómstóla. Mér finnst mjög ólíklegt að það verði hægt að ná betri samningi og bendi á að þessi samningur er tíu sinnum betri en fyrsti samningurinn. Þá tel ég mun meiri líkur en minni að þetta mál tapist fyrir dómstólum," segir Siv og tekur fram að samþykkja samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu sé besti kosturinn í stöðunni.Heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál „Ég vil að þjóðin fái að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslu um lyktir málsins vegna aðdraganda þess. Ég tel að þeir kostir sem eru núna í stöðunni er að segja já eða nei, eða mæta ekki á kjörstað. Ég vil mæta á kjörstað og mun þá segja já," segir Siv. Hún segist vera sammála þeim sem hafa sagt að það séu yfirgnæfandi líkur á að EFTA dómstóllinn muni dæma að Íslendingar eigi að greiða innistæðutrygginguna. „Þar er látið í ljós að dómstólar komist að sömu niðurstöðu og ESA. Að mínu mati eru það því heildarhagsmunir þjóðarinnar að klára þetta mál."Skiptar skoðanir í flokknum Hún segir að skiptar skoðanir séu í flokknum um samninginn en hún er eini þingmaðurinn í Framsóknarflokknum sem á þessu stigi hefur sagst ætla að greiða með samningnum. „Menn verða bara að leggja kalt mat á stöðuna. Þetta er mitt mat, að það er alltof áhættusamt að fara með málið fyrir dómstóla og mjög ólíklegt að ná betri samningi. Þá tel ég að við eigum að klára málið með þessum samningi og fara að einbeita okkur að því að byggja hér upp atvinnulífið," segir Siv að lokum.
Icesave Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira