Hvert fóru Icesave-peningarnir? Þorbjörn Þórðarson skrifar 18. febrúar 2011 18:45 Sigurjón Þ. Árnason og Halldór J. Kristjánsson fyrrverandi bankastjórar Landsbankans. Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. [email protected] Icesave Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Deloitte í Lundúnum hefur nú rakið slóð peninganna á Icesave-reikningunum fyrir slitastjórn Landsbankans. Slitastjórnin hefur nú ágæta mynd af því hvert þeir fóru en neitar að veita upplýsingar um það til fjölmiðla. Aldrei hefur almennilega verið upplýst um hvert innistæðurnar á Icesave-reikningunum fóru. Hvernig útlánastreymi hjá bankanum var og tengsl þess við innlánasöfnun á Icesave-reikningunum í Bretlandi og Hollandi. Áður en atkvæði voru greidd um Icesave-frumvarpið á miðvikudag lagði Þór Saari þingmaður Hreyfingarinnar fram tvíþætta breytingartillögu við frumvarpið. Annars vegar um að ríkisstjórnin myndi grípa til nauðsynlegra ráðstafna til að endurheimta það fé sem safnaðist inn á Icesave-reikningana og hafa frumkvæði við þar til bæra aðila, m.a yfirvöld í Bretlandi, Hollandi og Evrópusambandinu og óska aðstoðar við að rekja hvert innistæðurnar voru fluttar. Og hins vegar gera ráðstafanir til að þeir sem beri ábyrgð á reikningunum verði látnir bera tjón vegna þeirra.Þegar búið að gera ráðstafanir Fjármálaráðherra sagði við fréttastofu á miðvikudag að þingið hefði þegar hrint slíku í framkvæmd og því hefðu þessar breytingartillögur ekki fengið hljómgrunn á þinginu. „Alþingi var þegar búið efnislega að afgreiða mjög sambærilegar áherslur og setja þær í lög. Það er búið að hrinda því í framkvæmd og það er allt í vinnslu. Það er búið að gefa framkvæmdavaldinu fyrirmæli í lögum um að gera allt sem hægt er til að endurheimta peningana. Við erum að rannsaka og draga þá til ábyrgðar sem ábyrgðina bera. Sérstakur saksóknari hefur byggt upp samstarf við systurstofnanir erlendis eins og Serious Fraud Office í Bretlandi. Skilanefndar og slitastjórnir eru síðan með öflug teymi til að elta þessa peninga og rekja þræðina. Þá er sérstök nefnd á vegum stjórnvalda sem starfar í fjármálaráðuneytinu sem metur möguleika á skaðabótamálum. Þannig að ég tel að það sé verið að sinna öllum þessum þáttum," sagði Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra.Deloitte í Lundúnum búið að fara ofan í saumana á rekstri bankans Slitastjórn Landsbankans fól Deloitte í Lundúnum að rannsaka starfsemi bankans árin fyrir hrun. Í ítarlegri skýrslu Deloitte, en niðurstöður hennar lágu fyrir í lok síðasta árs, er farið ítarlega ofan í saumana á öllum millifærslum. Bæði inn- og útlánum. Páll Benediktsson, talsmaður slitastjórnar bankans, sagði við fréttastofu í dag að bankinn hefði nú ágæta mynd af því með hvaða hætti peningarnir fór af Icesave-reikningunum út úr bankanum og hvert þeir fóru, en hann sagði að bankinn myndi ekki veita nánari upplýsingar um það. Þess má geta að fyrrverandi bankastjórar Landsbankans hafa alltaf sagt að peningar af Icesave-reikningunum í Bretlandi hafi farið í útlán, að mestu til fyrirtækja þar í landi. Hafa ber hins vegar í huga að Icesave-peningarnir, evrur og pund, voru ekki öðruvísi á litinn en aðrir peningar sem fóru í gegnum bankann. Það er því hugsanlega nokkuð umdeilt hvort rétt sé að tala um að Icesave-peningarnir hafi farið í þetta eða hitt, þótt afdrif sparifjár hollenskra og breskra viðskiptavina Landsbankans séu hluti af einu stærsta deilumáli samtímans hér á landi. [email protected]
Icesave Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira