Sannleikurinn mun gera yður frjálsa Þorkell Helgason skrifar 22. september 2010 06:00 Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Þorkell Helgason Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Á Alþingi er nú rætt hvort kæra skuli fjóra, þrjá eða engan fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi. Þótt leiðtogar í atvinnulífi og stjórnmálum hafi komið okkur á vonarvöl má hefnd ekki vera okkur efst í huga. En fólk þráir sannleikann um það hvernig þetta gat gerst, hverjir eru aðalleikendur í þessum farsakennda harmleik og hver var þeirra afleikur hvers og eins? Vissulega hefur mörgu verið svarað með hinum vönduðu skýrslum rannsóknarnefndar Alþingis og þingmannanefndarinnar sem kom í kjölfarið. Þingmannanefndin náði samstöðu um veigamiklar tillögur um umbætur á fjölmörgum sviðum; tillögur sem þingmenn hefðu vart náð sátt um fyrir hrunið mikla. En svo klofnaði nefndin þegar kom að því hvort leggja ætti mál ráðherra fyrir landsdóm. Því miður eru þingmenn komnir í skotgrafir og fjölmiðlarnir láta þá að vanda eins og púkinn á bitanum. Skora verður á þingmenn að hlífa okkur við karpi af slíkum toga og beina augunum að sannleiksleit, ekki að refsingu. Fordæmi eru mörg, svo sem sannleiksnefndin í Suður-Afríku eftir uppgjöf kynþáttastefnunnar. Eða uppgjörið í Þýskalandi eftir hrun múrsins þar sem kapp var lagt á að upplýsa, ekki síst um skjöl austur-þýsku öryggislögreglunnar, Stasi, fremur en að draga forkólfa einræðisríkisins fyrir dóm. Vitaskuld er þar með ekki verið að líkja afglöpum forystumanna hérlendis við glæpaverk stjórnvalda í þessum löndum. Sannleiksnefnd hrunsins yrði framhald á starfi rannsóknarnefndar Alþingis auk þess sem hún byggði á rannsókn þingmannanefndarinnar. Henni yrði ætlað að varpa ljósi á athafnir og athafnaleysi einstaklinga, en ólíkt landsdómi kvæði hún ekki upp refsidóma. Kosturinn við að setja nú á laggirnar sannleiksnefnd í stað þessa að ganga landsdómsferlið á enda er ekki síst sá að þá þurfa ekki og mega ekki gilda nein fyrningarmörk. Það er mikilvægt að horft sé eins langt um öxl og nauðsyn krefur. Um slíka sannleiksleitarnefnd ætti að geta náðst samkomulag á Alþingi sem í sjálfu sér væri mikilvægur þáttur samfélagssáttar. Að fenginni niðurstöðu sannleiksnefndar yrði uppgjörinu við fortíðina lokið og þjóðin gæti einhent sér í uppbyggingu betra samfélags. Allir, ekki síst þau stjórnmálasamtök sem eru með drauga fortíðarinnar á herðum sér, gætu þá um frjálst höfuð strokið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun