Býr sig undir spennandi ár í breska tónlistarbransanum 28. desember 2010 10:00 „Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." [email protected] Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Næsta ár lofar mjög góðu. Ég hlakka mikið til að komast út aftur og byrja," segir Árni Hjörvar Árnason, bassaleikari bresku hljómsveitarinnar The Vaccines. Árni flutti til Bretlands fyrir þremur árum, en The Vaccines var stofnuð í ár. Hljómsveitin hefur vakið talsverða athygli í Bretlandi þrátt fyrir að hafa aðeins sent frá sér eina smáskífu, Wreckin' Bar (Ra Ra Ra)/Blow it Up, sem náði 157. sæti breska smáskífulistans (hægt er að horfa á flutning sveitarinnar á laginu í þætti Jools Holland hér fyrir ofan). Fyrirhuguð er útgáfa á laginu Post Break-Up Sex í janúar og fyrsta breiðskífan er væntanleg í mars. Árni segir gríðarlega vinnu fram undan. „Öll þessi athygli kemur gífurlega snemma og setur okkur í svolítið skrítna stöðu. Við erum ekki lengur að stjórna því sem er að gerast og þurfum að setja í fimmta gír til að viðhalda athyglinni," segir Árni og bætir við að þrátt fyrir að fjölmiðlaathyglin sé jákvæð fylgi henni falskar væntingar. „Allt í einu þurfum við að standast væntingar annarra í staðinn fyrir að standast aðeins okkar eigin. Þetta er tvíeggjað sverð." Árni var liðtækur í tónlistarbransanum á Íslandi áður en hann flutti til Bretlands og lék meðal annars á bassa með hljómsveitunum Kimono og Future Future. Hann játar að gríðarlegur munur sé á bransanum hér heima og því sem hann er að upplifa erlendis, en The Vaccines er á mála hjá Columbia-útgáfurisanum. „Þetta er merkilegt. Breskur tónlistariðnaður er kallaður iðnaður af ástæðu - það eru hundruð manna sem vinna að einstökum verkefnum. Við gætum aldrei náð þessari athygli sem við höfum fengið ef það væri ekki fyrir hjálp frá ótrúlegasta fólki," segir hann. „Manni finnst að þetta eigi að gerast svo náttúrulega, en svo lítur maður bak við tjöldin og sér að það hefur aldrei gerst." Árið 2011 fer vel af stað hjá Árna og félögum í The Vaccines. Hljómsveitin er bókuð á tónleika þangað til í október, hún verður ein af hljómsveitunum á sérstakri NME-verðlaunatónleikaferð í febrúar og er tilnefnd sem besta nýja hljómsveitin af sjónvarpsstöðinni MTV. Þrátt fyrir mikla athygli úr ýmsum áttum segir Árni þá félaga einbeita sér að því að halda sér á jörðinni og standast eigin væntingar. „Það er bara svolítið erfitt vegna þess að fólk kemur ekki endilega að sjá okkur vegna þess að það hefur heyrt góða hluti og langar að sjá hvort við séum góð hljómsveit - fólk er að spá í hvort við séum í besta hljómsveit í heimi eða ekki," segir Árni. „Það er erfitt fyrir unga hljómsveit að standast þær væntingar. En ef við ætlum að vera fastir í því þyrftum við sífellt að bregðast sjálfum okkur og það er ekki hægt að vinna þannig. Við verðum bara að gera okkar besta." [email protected]
Lífið Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira