Rök Bjarna Benediktssonar 29. september 2010 06:00 Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu 25. septem-ber eru þau ummæli höfð úr grein Bjarna Benediktssonar í Morgunblaðinu frá deginum áður að verði ráðherrar fyrri stjórnar sóttir til sakar fyrir landsdómi á grunni mats, mætti allt eins sækja núverandi ráðherra til sakar á sams konar grunni. Vafalítið hefur Bjarni þarna rétt að mæla þótt það séu ef til vill ekki lög sem hann mælir. Líklegt að hann hafi þarna fundið kjarna þess sem nú er um að tefla fyrir þingi. Þessi kjarni er það að skoða hvort við búum við stjórn og stjórnarfar sem dygðu til að gæta öryggis lands og þjóðar og efla hag landsmanna og samfélagsins alls. Skýrslan mikla og góða sýnir að svo var ekki hin síðari ár. Bjarni virðist sjálfur telja að svo sé ekki nú. Samfellan í þjóðmálum frá því fyrir hrun og kreppu er augljós. Fátt eitt hefur breyst í athafnalífi eða áformum nema helst til hins verra. Menn hugsa enn einkum um fjármál í gervi peningamála einvörðungu. Völd yfir peningamálunum eru enn í höndum þeirra sem með þau fóru fyrir hrun og í hruninu. Áformum um stórvægilegar framkvæmdir eru enn hin sömu og nokkuð lengi fyrir hrun. Nú herðir á áformunum á þeim rökum að greiða verði fyrir mistökin sem ollu hruninu og sköpuðu kreppuna. Fólk þetta ber fyrir sig að það hafi ekki vitað það sem það vissi eða mátti vita og átti að vita. Einnig bera menn fyrir sig skort valdheimilda til skynsamlegra athafna. Vitneskjuskorturinn og valdþurrðin vara enn. En ef samfellan er svona – og hún er það svo sem sjá má og heyra í fréttum á hverjum degi – þá er það sem sjá má sem ágalla stjórnar og stjórnarfars nú sönnun sektar í þeim efnum sem þingið kærir líklega fyrir landsdómi. Mótbárur Bjarna eru því sönnun í því máli sem hann vill kæfa. Kjarni máls þess er réttlát stjórn samfélagsins nú og til frambúðar. Meginmál eru þar öryggi lands og þjóðar og velferð landsmanna og samfélagsins alls. Viturlegur dómur um það sem var fyrir hrun, orsakaði hrunið og stendur enn getur verið og ætti að vera undirstaða sanngjarnrar og réttlátrar skipanar þeirra meginstofnana sem fara með mál okkar í heild. Dómur almennings sem ekki er flokksbundinn eða hagsmunabundinn er þegar genginn og eindreginn: stjórnvöld brugðust og bregðast enn. Refsingar sem almenningi þættu hæfilegar eru ekki miðaðar við svokallaða pólitíska ábyrgð, né heldur við ákvæði í lögum um ábyrgð valda-aðila ýmissa heldur miklu hörkulegri en lög gætu kveðið á um. En refsing skiptir hér ekki máli heldur miklu fremur sakfellingin ein. Hún sýndi svo ekki yrði um villst að svona átti þetta ekki að vera, svona má það ekki vera, svona viljum við ekki hafa það. Þetta beinist ekki aðeins að þeim sem kunna að verða sakfelldir heldur fremur að þeim sem nú fara með völd eða sækjast eftir þeim.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar