Grunuðum fíkniefnakóngi stefnt vegna barnsfaðernismáls 8. júlí 2010 10:30 Héraðsdómur Reykjavíkur. Myndin er tekin í gær þegar þingfesting var í máli fjórmenningana sem smygluðu kókaíni frá spáni. Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september. Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Sverri Þór Gunnarssyni hefur verið stefnt fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í tengslum við barnsfaðernismál. Sverrir Þór hefur farið huldu höfði á Spáni síðustu ár. Hans hefur einnig verið leitað, meðal annars af Europol, í tengslum við skipulagðan innflutning á fíkniefnum frá Spáni. Sverrir Þór er talinn vera faðir ungrar stúlku sem fæddist árið 2006. Í stefnunni kemur fram að móðir stúlkunnar hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Sverri en það ekki tekist þrátt fyrir mikla eftirgrenslann. Sverrir var margsinnis boðaður til viðtals hjá sýslumanni en án árangurs. Móðirin fer fram á að Sverrir greiði meðlag. Nafn Sverris Þórs hefur oft komið upp í tengslum við fíkniefnamál á Íslandi. Hann hlaut sjö og hálfs árs dóm fyrir þátt sinn í stóra fíkniefnamálinu svokallaða árið 2000 auk þess sem 21 milljón sem hann hafði undir höndum var gerð upptæk. Dómarnir í stóra fíkniefnamálinu voru þeir þyngstu sem fallið höfðu í fíkniefnamálum á þeim tíma. Aftur var leitað að Sverri í tengslum við innflutning á kókaíni frá Spáni en það mál er nú fyrir dómstólum og var þingfest í gær. Davíð Garðarsson, Pétur Jökull Jónasson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson og Orri Freyr Gíslason eru sakaðir um stórfelldan fíkniefnainnflutning og peningaþvætti. Við rannsókn þess máls beindust böndin að Sverri Þór. Fréttablaðið greindi frá því í apríl að Sverrir Þór væri talinn standa bak við smyglið og hans hefði verið leitað á Spáni með aðstoð Europol frá því málið kom upp. Í grein Fréttablaðsins kom fram að síðan Sverrir hefði losnað úr haldi vegna stóra fíkniefnamálsins hefði hann dvalið erlendis, bæði á Spáni og í Brasilíu og væri talinn viðriðinn ýmis fíkniefnamál. Í undirheimunum gengur Sverrir Þór undir nafninu Sveddi Tönn. Fjöldi mála kemur upp á hverju ári þar sem leitað er eftir einstaklingnum sem neita að greiða meðlag eða viðurkenna að þeir séu foreldrar barns. Þegar einstaklingarnir finnast ekki fara málin yfirleitt fyrir dómstóla. Sverri er gert að mæta í Héraðsdóm Reykjavíkur fimmtudaginn 2. september.
Sveddi tönn handtekinn Tengdar fréttir Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Höfuðpaurs í kókaín-smygli leitað á Spáni Átta manns, sjö karlar og ein kona, sitja nú í gæsluvarðhaldi grunuð um að tengjast innflutningi á rúmlega þremur kílóum af mjög sterku kókaíni til Íslands fyrr í mánuðinum. Kókaínið kom í tveimur sendingum frá Alicante á Spáni, og vó hvor sending um 1.600 grömm. 20. apríl 2010 05:00