Steinunn Stefánsdóttir: Á ég að gæta bónda míns? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 20. apríl 2010 06:00 Skýrsla rannsóknarnefndar er óþrjótandi brunnur upplýsinga. Skýrslan vekur einnig margar spurningar. Ein þeirra snýr að þeirri ábyrgð, meðal annars siðferðilegri, sem hvílir á fólki vegna skuldbindinga sem maki þess hefur stofnað til. Bent hefur verið á að á lista yfir þá þingmenn sem mest skulda séu nokkrar konur, fyrst og fremst vegna lána sem makar þeirra, sem tengjast viðskiptalífinu, hafa tekið. Þetta hefur vakið upp umræðu hvort eðlilegt sé að fólk sé ábyrgt fyrir skuldum maka síns sem aftur leiðir til vangaveltna um stöðu og ábyrgð fólks í hjónabandi. Sumum hefur þótt ómaklegt að þingkonurnar séu á skuldaralistanum vegna skulda eiginmanna sinna og hafa bent á að það sé umhugsunarefni hvort hjón eigi að huga að því að vera með aðskilinn fjárhag, í það minnsta ef annað hjóna er í viðskiptum sem kalla á stórar lántökur. Á móti má þá spyrja hvort ekki sé eðlilegur háttur að hjón taki sameiginlega ákvörðun um stórar fjárhagslegar skuldbindingar, jafnvel þótt þær tengist aðeins daglegum störfum annars þeirra. Velta má fyrir sér til hvers það gæti leitt að hjón hefðu í auknum mæli aðskilinn fjárhag. Hvernig áhrif gæti það haft á heimilisrekstur og daglegt líf, ekki síst fyrir það hjóna sem þá hefði minna umleikis? Að mörgu leyti væri slíkt fyrirkomulag afturhvarf til þeirra tíma þegar karlar öfluðu tekna og konur sinntu búi og börnum. Þá var almennt litið svo á að eignir og þar með einnig skuldir væru á forræði karlmanna. Eiginmaðurinn skammtaði þá konu sinni fé til að reka heimilið og tók oftast einn ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Með því fyrirkomulagi var eiginkonan fjárhagslega háð manni sínum. Með auknu jafnrétti, meðal annars á þann veg að til undantekninga heyrir nú að aðeins annað hjóna afli tekna til heimilisins, hefur þróunin orðið sú að flestir líta svo á að ein þeirra skuldbindinga sem felst í því að ganga í hjónaband sé einmitt sú að bera sameiginlega fjárhagslega ábyrgð. Þess vegna eru þingkonurnar á listanum góða í skýrslu rannsóknarnefndar. Það er afar mikilvægt, raunar sjálfsagt í hjónabandi sem byggt er á jafnrétti, að maki sé ekki bara upplýstur um fjárhagslega gjörninga heldur taki beinan þátt í ákvörðunum, ekki síst þegar um áhættusama lántöku er að ræða. Traust er ein af stoðum hjónabandsins. Liður í slíku trausti hlýtur að vera að milli hjóna eigi sér stað heiðarleg umræða á jafnréttisgrundvelli um fjárhagslegar skuldbindingar, ekki síst þegar um er að ræða áhættuskuldbindingu sem til er stofnað með það fyrir augum að auðgast á skjótan hátt. Líklega væri fjármálum sumra heimila í landinu betur komið í dag ef áhættusæknari helmingur hjóna hefði tekið slíka umræðu í jafnræði við maka sinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Skýrsla rannsóknarnefndar er óþrjótandi brunnur upplýsinga. Skýrslan vekur einnig margar spurningar. Ein þeirra snýr að þeirri ábyrgð, meðal annars siðferðilegri, sem hvílir á fólki vegna skuldbindinga sem maki þess hefur stofnað til. Bent hefur verið á að á lista yfir þá þingmenn sem mest skulda séu nokkrar konur, fyrst og fremst vegna lána sem makar þeirra, sem tengjast viðskiptalífinu, hafa tekið. Þetta hefur vakið upp umræðu hvort eðlilegt sé að fólk sé ábyrgt fyrir skuldum maka síns sem aftur leiðir til vangaveltna um stöðu og ábyrgð fólks í hjónabandi. Sumum hefur þótt ómaklegt að þingkonurnar séu á skuldaralistanum vegna skulda eiginmanna sinna og hafa bent á að það sé umhugsunarefni hvort hjón eigi að huga að því að vera með aðskilinn fjárhag, í það minnsta ef annað hjóna er í viðskiptum sem kalla á stórar lántökur. Á móti má þá spyrja hvort ekki sé eðlilegur háttur að hjón taki sameiginlega ákvörðun um stórar fjárhagslegar skuldbindingar, jafnvel þótt þær tengist aðeins daglegum störfum annars þeirra. Velta má fyrir sér til hvers það gæti leitt að hjón hefðu í auknum mæli aðskilinn fjárhag. Hvernig áhrif gæti það haft á heimilisrekstur og daglegt líf, ekki síst fyrir það hjóna sem þá hefði minna umleikis? Að mörgu leyti væri slíkt fyrirkomulag afturhvarf til þeirra tíma þegar karlar öfluðu tekna og konur sinntu búi og börnum. Þá var almennt litið svo á að eignir og þar með einnig skuldir væru á forræði karlmanna. Eiginmaðurinn skammtaði þá konu sinni fé til að reka heimilið og tók oftast einn ákvarðanir um fjárhagslegar skuldbindingar. Með því fyrirkomulagi var eiginkonan fjárhagslega háð manni sínum. Með auknu jafnrétti, meðal annars á þann veg að til undantekninga heyrir nú að aðeins annað hjóna afli tekna til heimilisins, hefur þróunin orðið sú að flestir líta svo á að ein þeirra skuldbindinga sem felst í því að ganga í hjónaband sé einmitt sú að bera sameiginlega fjárhagslega ábyrgð. Þess vegna eru þingkonurnar á listanum góða í skýrslu rannsóknarnefndar. Það er afar mikilvægt, raunar sjálfsagt í hjónabandi sem byggt er á jafnrétti, að maki sé ekki bara upplýstur um fjárhagslega gjörninga heldur taki beinan þátt í ákvörðunum, ekki síst þegar um áhættusama lántöku er að ræða. Traust er ein af stoðum hjónabandsins. Liður í slíku trausti hlýtur að vera að milli hjóna eigi sér stað heiðarleg umræða á jafnréttisgrundvelli um fjárhagslegar skuldbindingar, ekki síst þegar um er að ræða áhættuskuldbindingu sem til er stofnað með það fyrir augum að auðgast á skjótan hátt. Líklega væri fjármálum sumra heimila í landinu betur komið í dag ef áhættusæknari helmingur hjóna hefði tekið slíka umræðu í jafnræði við maka sinn.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun