Ölmusupólitík og aumingjavæðing 4. desember 2010 04:15 Að mati Margrétar Tryggvadóttur, þingflokksformanns Hreyfingarinnar, hefði þurft að setja margfalt hærri upphæð í endurgreiðslu vaxta. Fréttablaðið/Valli „Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin." Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira
„Mér finnst ekki margt nýtt í þessu," segir Margrét Tryggvadóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, um aðgerðir þær sem kynntar voru vegna skuldavanda heimilanna í gær. „Þessi 110 prósenta leið hefur til þessa verið í boði í öllum starfandi bönkum," bætir hún við. Margét segist þó telja að endurgreiðslur á vöxtum sé í raun mjög góð leið. „En það er ekki nóg að gera þetta bara í tvö ár og fyrir tiltölulega lágar upphæðir," segir hún og telur að tvö til þrjú hundruð þúsund króna ábati á ári breyti litlu fyrir þá sem illa eru staddir. „Þetta eru þá 15 til 20 þúsund krónur á mánuði og munar ekki mikið um það ef fólk á annað borð nær ekki endum saman," segir hún og bendir á að þá sé miðað við hámarksendurgreiðslur. „Flestir eru að fá kannski átta til tíu þúsund á mánuði." Margrét bætir við að henni líki heldur ekki sú nálgun sem farin sé í að aðstoða þá sem eru í skuldavanda. „Þetta er svona ölmusupólitík. Það eru allir gerðir að bótaþegum, í staðinn fyrir að viðurkenna að hér hafi orðið hrun og forsendubrestur sem þurfi að leiðrétta og koma á einhverju réttlæti. Þess í stað eru allir aumingjavæddir." Auk þess segir Margrét stóran galla að einungis sé horft til skulda vegna húsnæðis, aðrar skuldir sem undanskildar séu nemi 700 milljörðum króna. „Oft eru það aðrar lausaskuldir sem eru að sliga heimilin."
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Fleiri fréttir Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Sjá meira