„Þú ert í flokki þeim“ Guðmundur Andri Thorsson skrifar 25. október 2010 06:00 „Svara svara: vertu velkominn!" kyrjuðum við strákarnir í KFUM fullum hálsi á meðan við biðum eftir því að komast í borðtennis í næsta herbergi. Við hugsuðum ekkert út í það sem við vorum að syngja og ekki heldur í næsta lagi: „Þú æskuskari á Íslandsströnd / þú ert í flokki þeim / er sækir fram í sjónarrönd/ með sigri að komast heim." Maður fór bara með þetta umhugsunarlaust eins og hverja aðra „meinvill" og „frumglæði ljóssins sem gjörvöll mannkind". Þannig var okkar kristni. Hún var umhugsunarlaus. Og nú þegar ég hugsa um þennan kveðskap loksins eftir öll þessi ár verð ég að játa að ég botna ekkert í honum. Sjónarrönd? Eða var það „sólarlönd"? „Með sigri að komast heim"? En ég man hins vegar enn þegar KFUM-frömuður kallaði á okkur úr borðtennis eitthvert kvöldið skömmu eftir ferminguna, lét okkur setjast og sagði okkur að nú gætum við ekki lengur verið kristnir umhugsunarlaust. Nú þyrftum við að velja hvort við vildum fylgja Kristi eða fara á böll og bíó. Ég valdi heiminn. Ég hef ekki einu sinni spilað borðtennis síðan. Lifandi brunnurMörgum árum síðar er ég staddur í rútu á Indlandi á leiðinni frá Agra þar sem við höfðum skoðað sjálft hof ástarinnar, Taj Mahal. Skömmu áður höfðum við verið í svipaðri skoðunarferð um Dehli og þrætt alls konar hof og tilbeiðslustaði. Smám saman fór maður að skynja mikla vídd. Þetta var Jörðin og hér gekk Mannkynið um. Maður skynjaði og sá mikla lífsbaráttu en loftið sindraði líka af andlegri orku. Hún streymdi um mann. Gott ef maður skynjaði ekki þarna lifandi brunn hins „andlega seims" - hina miklu uppsprettu trúarbragðanna í heiminum. Það var tekið að kvölda í rútunni á leiðinni frá Agra og við vorum öll í undarlegu uppnámi eftir margvíslegt áreiti á öll skynsvið. Eftir heilan dag höfðum við færst nær hvert öðru. Við fórum að tala saman á nýjan hátt. Við töluðum um trúmál: sum voru múslimar, sum kristin, hindúar, búddistar, sum eitthvað annað. Við vorum sameinuðu þjóðirnar, hvert úr sinni álfu, hvert úr sínum hugmyndaheimi. Það ríkti sterk eindrægni milli okkar eins og stundum getur vaknað í rútu á dimmu kvöldi, gagnkvæm velvild, kærleikur - hljóð nærvera.Og það rann upp fyrir mér að ég tilheyrði hinum kristna hluta rútunnar - hinum umhugsunarlausa kristna hluta heimsins. Það táknaði ekki að ég væri „trúaður" eins og sagt er um fólk sem hefur sterka sannfæringu um tilvist Guðs og samband sitt við hann. Það táknaði ekki einu sinni að ég iðkaði trú mína, væri virkur trúmaður. Ég fann hins vegar að þótt ég væri löngu hættur að kalla: „Svara svara!" var ég hluti af kristnum menningarheimi og hann hluti af mér; gildi mín og viðmið voru þaðan komin, efi minn líka og meira að segja höfnun mín. Þegar ég er í því skapi að hafna Guði þá er það sá Guð sem ég hafna. Þegar ég skynja í stopulum leiftrum hina hljóðu nærveru er það sá Guð sem ég finn á ný. HagnaðarerindiðÁrni Bergmann rithöfundur orðar vel trúarþörfina í bók sinni Glíman við Guð: „Maðurinn trúir vegna þess að hann óttast tómið, hann óttast tilgangsleysi eigin lífs […] hann óttast eigin smæð og vanmátt og einsemd. Hann óttast dauðann. Hann þarf liðsinni og vernd, huggun og von. Hann leitar að því grundvallartrausti á tilverunni sem er ekki háð duttlungum sögunnar…"Við finnum vissulega misjafnlega sterkt til þessarar þarfar og veitum henni í misjafnan farveg. Hin raunverulega ríkistrú á Íslandi undanfarna áratugi var ekki trú á Jesúm Krist, Föðurinn eða Móðurina eða Heilagan anda heldur var þetta hugmyndakerfi yfirfært á Markaðinn, sem tók yfir sem hið alvitra og algóða afl í lífi okkar sem við skyldum lúta og trúa skilyrðislaust á: hinn eiginlegi Guð. Markaðurinn var þríeinn og skiptist í Viðskiptafrelsi, Neyslu og Hagvöxt. Biskupinn yfir Íslandi var Davíð Oddsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var Vígslubiskupinn. Útrásarvíkingarnir voru að sækja „fram í sólarlönd" eða „sjónarrönd" með „sigri að komast heim". Bónusfeðgar voru villutrúarmennirnir en í hlutverki Skrattans voru umhverfisverndarsinnar. Í greiningardeildum bankanna og viðskiptadeildum skólanna sátu prestarnir og útbreiddu Hagnaðarerindið.Þetta er Guðinn sem brást. Og fólk er ringlað og ráðvillt og reitt eins og jafnan þegar guðir bregðast.Ég veit ekki hvað mér á að finnast um það að Þjóðkirkjunni og Kristi skuli úthýst í leikskólum borgarinnar. Ég skil foreldra sem hafa sterka trúleysissannfæringu og vilja ekki að börnin þeirra fái kristilega uppfræðslu. En mér finnst erfitt að halda því fram að kristin trú hafi svipaða stöðu í þjóðlífi okkar og hver önnur aflögð hindurvitni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
„Svara svara: vertu velkominn!" kyrjuðum við strákarnir í KFUM fullum hálsi á meðan við biðum eftir því að komast í borðtennis í næsta herbergi. Við hugsuðum ekkert út í það sem við vorum að syngja og ekki heldur í næsta lagi: „Þú æskuskari á Íslandsströnd / þú ert í flokki þeim / er sækir fram í sjónarrönd/ með sigri að komast heim." Maður fór bara með þetta umhugsunarlaust eins og hverja aðra „meinvill" og „frumglæði ljóssins sem gjörvöll mannkind". Þannig var okkar kristni. Hún var umhugsunarlaus. Og nú þegar ég hugsa um þennan kveðskap loksins eftir öll þessi ár verð ég að játa að ég botna ekkert í honum. Sjónarrönd? Eða var það „sólarlönd"? „Með sigri að komast heim"? En ég man hins vegar enn þegar KFUM-frömuður kallaði á okkur úr borðtennis eitthvert kvöldið skömmu eftir ferminguna, lét okkur setjast og sagði okkur að nú gætum við ekki lengur verið kristnir umhugsunarlaust. Nú þyrftum við að velja hvort við vildum fylgja Kristi eða fara á böll og bíó. Ég valdi heiminn. Ég hef ekki einu sinni spilað borðtennis síðan. Lifandi brunnurMörgum árum síðar er ég staddur í rútu á Indlandi á leiðinni frá Agra þar sem við höfðum skoðað sjálft hof ástarinnar, Taj Mahal. Skömmu áður höfðum við verið í svipaðri skoðunarferð um Dehli og þrætt alls konar hof og tilbeiðslustaði. Smám saman fór maður að skynja mikla vídd. Þetta var Jörðin og hér gekk Mannkynið um. Maður skynjaði og sá mikla lífsbaráttu en loftið sindraði líka af andlegri orku. Hún streymdi um mann. Gott ef maður skynjaði ekki þarna lifandi brunn hins „andlega seims" - hina miklu uppsprettu trúarbragðanna í heiminum. Það var tekið að kvölda í rútunni á leiðinni frá Agra og við vorum öll í undarlegu uppnámi eftir margvíslegt áreiti á öll skynsvið. Eftir heilan dag höfðum við færst nær hvert öðru. Við fórum að tala saman á nýjan hátt. Við töluðum um trúmál: sum voru múslimar, sum kristin, hindúar, búddistar, sum eitthvað annað. Við vorum sameinuðu þjóðirnar, hvert úr sinni álfu, hvert úr sínum hugmyndaheimi. Það ríkti sterk eindrægni milli okkar eins og stundum getur vaknað í rútu á dimmu kvöldi, gagnkvæm velvild, kærleikur - hljóð nærvera.Og það rann upp fyrir mér að ég tilheyrði hinum kristna hluta rútunnar - hinum umhugsunarlausa kristna hluta heimsins. Það táknaði ekki að ég væri „trúaður" eins og sagt er um fólk sem hefur sterka sannfæringu um tilvist Guðs og samband sitt við hann. Það táknaði ekki einu sinni að ég iðkaði trú mína, væri virkur trúmaður. Ég fann hins vegar að þótt ég væri löngu hættur að kalla: „Svara svara!" var ég hluti af kristnum menningarheimi og hann hluti af mér; gildi mín og viðmið voru þaðan komin, efi minn líka og meira að segja höfnun mín. Þegar ég er í því skapi að hafna Guði þá er það sá Guð sem ég hafna. Þegar ég skynja í stopulum leiftrum hina hljóðu nærveru er það sá Guð sem ég finn á ný. HagnaðarerindiðÁrni Bergmann rithöfundur orðar vel trúarþörfina í bók sinni Glíman við Guð: „Maðurinn trúir vegna þess að hann óttast tómið, hann óttast tilgangsleysi eigin lífs […] hann óttast eigin smæð og vanmátt og einsemd. Hann óttast dauðann. Hann þarf liðsinni og vernd, huggun og von. Hann leitar að því grundvallartrausti á tilverunni sem er ekki háð duttlungum sögunnar…"Við finnum vissulega misjafnlega sterkt til þessarar þarfar og veitum henni í misjafnan farveg. Hin raunverulega ríkistrú á Íslandi undanfarna áratugi var ekki trú á Jesúm Krist, Föðurinn eða Móðurina eða Heilagan anda heldur var þetta hugmyndakerfi yfirfært á Markaðinn, sem tók yfir sem hið alvitra og algóða afl í lífi okkar sem við skyldum lúta og trúa skilyrðislaust á: hinn eiginlegi Guð. Markaðurinn var þríeinn og skiptist í Viðskiptafrelsi, Neyslu og Hagvöxt. Biskupinn yfir Íslandi var Davíð Oddsson. Hannes Hólmsteinn Gissurarson var Vígslubiskupinn. Útrásarvíkingarnir voru að sækja „fram í sólarlönd" eða „sjónarrönd" með „sigri að komast heim". Bónusfeðgar voru villutrúarmennirnir en í hlutverki Skrattans voru umhverfisverndarsinnar. Í greiningardeildum bankanna og viðskiptadeildum skólanna sátu prestarnir og útbreiddu Hagnaðarerindið.Þetta er Guðinn sem brást. Og fólk er ringlað og ráðvillt og reitt eins og jafnan þegar guðir bregðast.Ég veit ekki hvað mér á að finnast um það að Þjóðkirkjunni og Kristi skuli úthýst í leikskólum borgarinnar. Ég skil foreldra sem hafa sterka trúleysissannfæringu og vilja ekki að börnin þeirra fái kristilega uppfræðslu. En mér finnst erfitt að halda því fram að kristin trú hafi svipaða stöðu í þjóðlífi okkar og hver önnur aflögð hindurvitni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun