Merkingarlaust kjaftæði? Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar 24. nóvember 2010 14:05 Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Umræðan um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum tekur á sig ýmsar myndir, nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings. Nýafstaðinn þjóðfundur sendi frá sér skýr skilaboð varðandi þetta efni: „Náttúra og auðlindir landsins eru óframseljanleg þjóðareign sem ber að vernda, umgangast og nýta á sjálfbæran hátt þannig að aðgengi almennings sé tryggt. Setja þarf skýr lög um eigna- og nýtingarétt þjóðarinnar á auðlindum, náttúru og lífríki. Náttúru Íslands og auðlindir ber að vernda fyrir komandi kynslóðir." Niðurstöður könnunar Miðlunar meðal landsmanna sem greint var frá í fréttum RÚV 17. nóvember sl. styðja þessi skilaboð þjóðfundarins, en svarendur í könnuninni töldu eignarhald og nýtingu náttúruauðlinda vera mikilvægasta umfjöllunarefni stjórnlagaþings. Þó eru sannarlega einhverjir á öðru máli. Sem dæmi, þá varð á vegi mínum færsla ónafngreinds bloggara á dögunum sem telur það vera „merkingarlaust kjaftæði" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum. Það sé „innihaldslaus klisja sem á ekkert erindi í stjórnarskrána". Sjálf deili ég þeirri skoðun sem fram kemur í skilaboðum þjóðfundar og hjá meirihluta svarenda í könnun Miðlunar. En af hverju? Um hvað snýst þessi spurning um eignarhald náttúruauðlinda? Hvað viljum við tryggja og hvernig getum við gert það?Hvað viljum við tryggja? Við viljum að náttúruauðlindir séu skilgreindar sem okkar sameiginlegu gæði sem við berum sameiginlega ábyrgð á. Við viljum tryggja sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Við viljum tryggja möguleika landsmanna til að njóta almennra náttúrugæða landsins. Við viljum tryggja að ekki verði spillt eða gengið um of á þann náttúruauð sem landsmenn líta á sem sameiginleg verðmæti sem þeir hafi sameiginlega hagsmuni af. Við viljum tryggja hagkvæma nýtingu auðlinda og sanngjarna hlutdeild landsmanna í afrakstri af nýtingu þeirra náttúruauðlinda sem við lítum á sem okkar sameiginlegu gæði. Við viljum tryggja að landsmenn eigi þess kost að njóta auðlindanna og nýta þær til framtíðar, hvort sem það eru fiskimið, jarðhitasvæði, vatnsföll, neysluvatn eða jarðnæði til matvælaframleiðslu.Hvernig getum við tryggt það? Sameign þjóðarinnar Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sameign þjóðarinnar á þeim náttúruauðlindum sem við skilgreinum sem sameiginleg gæði. Með því er hægt að staðfesta táknrænt forræði þjóðarinnar á þeim náttúruauði sem við landsmenn höfum sameiginlega hagsmuni af. Slík skilgreining ein og sér þarf ekki að hrófla við eignarréttarlegum heimildum. Styrkur slíkra ákvæða gæti legið í að með því séu settar takmarkanir á það hvernig þeir sem fara með eignarréttarlegt forræði auðlindanna geti hagnýtt þær og ráðstafað, þ.e. að hagnýting þeirra og framsal sé þá bundið þeim takmörkunum sem leiða af skilgreiningu auðlindanna sem sameiginlegra gæða. Sjálfbær nýting Við getum sett ákvæði í stjórnarskrá um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda. Slík ákvæði marka meginreglu um að náttúruauðlindir skuli nýttar á sjálfbæran hátt, þ.e. að ekki sé gengið svo á þær að þær nái ekki að viðhalda gæðum sínum og framleiðslugetu. Stjórnarskrárbundin krafa um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda, ásamt skilgreiningu þeirra sem sameignar þjóðarinnar, ættu að setja handhöfum eignarréttarlegra heimilda afdráttarlaus takmörk. Opinbert eignarhald, innlent eignarhald Við getum sett reglur um að tilteknar náttúruauðlindir skuli vera í opinberri eigu eða að einkaeign á slíkum auðlindum skuli háð tilteknum takmörkunum. Það getur varðað almennar skorður við því hvernig þær má nýta og framselja; tiltekin skilyrði sem geta verið forsenda eignarnáms og skorður við erlendu eignarhaldi. Slík ákvæði má setja í stjórnarskrá. Einnig má sjá fyrir sér að mælt sé fyrir um það í stjórnarskrá að sett skuli lög um slík efni. Taka má dæmi úr stjórnarskrám og löggjöf annarra Evrópuríkja um slík ákvæði: Samkvæmt norskum lögum skulu vatnsaflsauðlindir landsins tilheyra og nýtast almenningi sem best. Þetta skal tryggt með því að eignarhald þeirra liggi hjá opinberum aðilum (ríki, fylkjum eða sveitarfélögum). Einkaaðilar mega að hámarki eiga þriðjungshlut í orkufyrirtækjum og nýtingarrétti. Samkvæmt þýsku stjórnarskránni fylgir sú skylda eignarréttinum, að nýting hans þarf einnig að þjóna almannahagsmunum.Innihaldslaus klisja? Er það þá „merkingarlaust kjaftæði" og „innihaldslaus klisja" að tala um sameign þjóðarinnar á náttúruauðlindum í stjórnarskránni. Ónei, það er bara allsendis sjálfsagt og nauðsynlegt.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun