Gunnar vanhæfur en neitaði samt að víkja 29. desember 2010 06:00 Guðríður Arnardóttir Formaður bæjarráðs Kópavogs telur að Héraðsskjalasafnið borgi félagi í meirihlutaeigu fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna of háa húsaleigu. Fréttablaðið/Valli Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ [email protected] Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
Bæjarráð Kópavogs hefur óskað eftir áliti bæjarlögmanns á því hvort bæjarfulltrúi sem lýsi sig vanhæfan í máli og taki ekki þátt í afgreiðslu þess geti samt tekið þátt í umræðu um málið. Á Þorláksmessu var rætt um það í bæjarráði að segja upp núverandi húsaleigusamningi Héraðsskjalasafns Kópavogs í Hamraborg 1 og endurskoða allan annan kostnað. Meðal annars ætti að ræða við núverandi leigusala um hagkvæmari leigusamning sem upphaflega var gerður eftir útboð fyrir um áratug. Húsnæðið er í eigu Þorra ehf. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Kópavogi á 75,3 prósenta hlut í félaginu. Gunnar I. Birgisson bæjarfulltrúi er formaður stjórnar þess. Guðríður Arnardóttir, formaður bæjarráðs, bókaði að Gunnar væri vanhæfur við afgreiðslu málsins. Hann hafi ekki orðið við óskum hennar að víkja af fundi. „Undirritaður tekur ekki þátt í afgreiðslu málsins en tel mig geta tjáð mig um málið,“ svaraði þá Gunnar og fór hvergi. „Sem stjórnarformaður í Þorra er algjörlega ljóst að Gunnar er vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu málsins. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum ber honum að víkja af fundi en hann neitaði því. Það er auðvitað óþægilegt þegar málið er rætt að hafa hagsmunaðila sem áheyranda að þeirri umræðu,“ segir Guðríður Arnardóttir. Hún kveðst telja leiguna sem Héraðsskjalasafnið greiðir of háa miðað við núverandi aðstæður á markaði. Auk þess henti húsnæðið starfseminni illa. Þrátt fyrir að vera í fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna vék Ármann Kr. Ólafsson ekki af bæjarráðsfundi þegar húsnæðismál Héraðsskjalasafnsins var á dagskrá. „Það að ég sé í fulltrúaráðinu gerir mig ekki vanhæfan og hef ég engan persónulegan eða fjárhagslegan ávinning af þessu máli. Eina markmið mitt er að ná fram lækkun á leigu Héraðskjalasafnsins til hagsbóta fyrir íbúa í Kópavogi,“ segir Ármann. Framsóknarmaðurinn Ómar Stefánsson vék á meðan leigumálið var rætt. Faðir hans er einn 80 smærri hluthafa í Þorra. Afgreiðslu málsins var frestað á bæjarráðsfundinum. „Ef málið hefði verið afgreitt þá hefði ég vikið af fundinum á meðan,“ útskýrir Gunnar I. Birgisson. Hann hafi viljað vera við umræðuna til að skýra málið. „Framkvæmdastjóri Þorra hefur tvisvar sent bænum tölvupósta um það að félagið væri reiðubúið að lækka húsaleiguna. Því hefur aldrei verið svarað.“ [email protected] Gunnar I. Birgisson Ármann Kr. Ólafsson Ómar Stefánsson
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira