Enginn framboðslisti í Reykhólahreppi SB skrifar 5. júlí 2010 09:22 Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps. Ekki hefur enn borist framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi. Skilafrestur rann út á hádegi í gær. Endurtaka þurfti sveitastjórnarkosningarnar í hreppnum þegar gleymdist að senda upplýsingar um kosningarnar á íbúa í Flatey. Í viðtali við Vísi viðurkenndi Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps, að honum hefðu orðið mistök á þegar hann sendi bréf til íbúa Flateyjar of seint af stað. „Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig,“ sagði Óskar. Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, segir menn nú bíða fram á hádegið eftir því hvort framboðslisti líti dagsins ljós. „Mér hefur verið sagt að þegar enginn eða aðeins einn listi berst kjörstjórn framlengist fresturinn. En ég reikna ekki með því að það komi inn lista. Hér hafa ekki verið framboðslistar í mörg ár." Kosningarnar til sveitastjórnar verða haldnar 24. júlí. Þegar enginn framboðslisti berst eru haldnar óbundnar persónukosningar þar sem allir í hreppnum eru kjöri. „Það eru allir í framboði nema þeir sem biðjast undan kosningu," segir Halldór sem bindur vonir við að kosningarnar nú gangi snuðrulaust fyrir sig. „Já, það er ekkert gaman að standa í þessu aftur og aftur." Innlent Tengdar fréttir Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31 Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Ekki hefur enn borist framboðslisti til hreppsnefndarkjörs í Reykhólahreppi. Skilafrestur rann út á hádegi í gær. Endurtaka þurfti sveitastjórnarkosningarnar í hreppnum þegar gleymdist að senda upplýsingar um kosningarnar á íbúa í Flatey. Í viðtali við Vísi viðurkenndi Óskar Steingrímsson, sveitastjóri Reykhólahrepps, að honum hefðu orðið mistök á þegar hann sendi bréf til íbúa Flateyjar of seint af stað. „Þetta eru jú mistök og það getur vel verið að hægt sé að skrifa þau á mig,“ sagði Óskar. Halldór D. Gunnarsson, formaður kjörstjórnar, segir menn nú bíða fram á hádegið eftir því hvort framboðslisti líti dagsins ljós. „Mér hefur verið sagt að þegar enginn eða aðeins einn listi berst kjörstjórn framlengist fresturinn. En ég reikna ekki með því að það komi inn lista. Hér hafa ekki verið framboðslistar í mörg ár." Kosningarnar til sveitastjórnar verða haldnar 24. júlí. Þegar enginn framboðslisti berst eru haldnar óbundnar persónukosningar þar sem allir í hreppnum eru kjöri. „Það eru allir í framboði nema þeir sem biðjast undan kosningu," segir Halldór sem bindur vonir við að kosningarnar nú gangi snuðrulaust fyrir sig. „Já, það er ekkert gaman að standa í þessu aftur og aftur."
Innlent Tengdar fréttir Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31 Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Sveitastjóri blæs á lygasögur Gengið verður til kosninga í Reykhólahreppi þann 24. júlí næstkomandi. Endurtaka þarf kosningarnar vegna mistaka sveitastjórans en það láðist að senda íbúum Flateyjar upplýsingar um sveitastjórnarkosningarnar á dögunum. Sveitastjórinn blæs á sögur þess efnis að hann hafi þegar sótt um aðra sveitastjórastöðu. 24. júní 2010 10:31
Íbúi Flateyjar kærði kosningarnar Endurtaka þarf sveitarstjórnarkosningar í Reykhólahreppi þar sem nefnd, skipuð af sýslumanninum á Patreksfirði, hefur úrskurðað kosningarnar ógildar. Samkvæmt niðurstöðu nefndarinnar lét kjörstjórn hjá líða að kynna komandi sveitarstjórnarkosningar og fyrirkomulag þeirra fyrir íbúum eyja á Breiðafirði. Íbúi í Flatey kærði framkvæmd kosninganna en þar eru sjö 21. júní 2010 03:30