Framtíð Aldrei fór ég suður í óvissu 30. nóvember 2010 06:00 Mugison og fleiri hafa unnið ókeypis í átta ár að ísfirsku tónlistarhátíðarinnar Aldrei fór ég suður en nú er komin þreyta í mannskapinn. Mynd/Halldór Sveinbjörnsson Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Hugsanlegt er að ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hafi sungið sitt síðasta og verði ekki haldin um næstu páska. Ástæðan er þreyta sem er kominn í mannskapinn sem hefur staðið að undirbúningnum undanfarin ár. „Það er komin mjög mikil þreyta í stóran hóp. Menn eru búnir að vinna í átta ár ókeypis," segir tónlistarmaðurinn Mugison, einn af skipuleggjendunum, sem eru um sjö talsins. „Marga langar að eiga stund með fjölskyldunni og vinum í fyrsta sinn bráðum í áratug en ég er samt í stuði. Ég er ekki í þessu 9-17 dæmi. Það virkar öðruvísi hjá mér dagatalið og ég er ekki alveg inni í þessari jöfnu," segir hann. „Það er ekki búið að blása hátíðina alveg af en ég hugsa að það verði einhverjar breytingar. Svo getur vel verið að hún verði blásin af því þetta er bara áhugamál hjá okkur." Í nýlegri meistararitgerð kemur fram að hátíðin hefur mjög jákvæð áhrif á ímynd Ísafjarðar og nærsamfélagsins. Mynd/Rósa Að sögn Mugison er ein hugmyndin að fara í meira samstarf við tónlistarmennina sem koma fram á hátíðinni og fá þá til að ráða meiru um dagskrána. Einnig vonast hann til að Ísafjarðarbær komi meira inn í verkefnið. „Ég á alveg eftir að tala við Ísafjarðarbæ, reyna að hóa í fund og sjá hvort það eru ekki til hressar konur og karlar sem eru til í að koma með okkur í staðinn fyrir þá sem þurfa frí."Í nýlegri meistararitgerð Heru Bráar Guðmundsdóttur kemur fram að áhrif Aldrei fór ég suður á nærsamfélagið og á ímynd Ísafjarðar í alþjóðlegum skilningi eru mjög jákvæð. „Skýrslan segir að bæjarfjöldinn tvöfaldist eða þrefaldist. Það er góður slatti sem kemur en það fer mikill tími í þetta," segir Mugison. -fb
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira