Clash of the Titans: tvær stjörnur 13. apríl 2010 09:00 Sam Worthington virðist vera aðalgæinn eftir Terminator 4 og Avatar. ** Clash of the Titans Leikstjóri: Louis Leterrier Aðalhlutverk: Sam Worthington, Liam Neeson, Ralph Fiennes, Gemma Arterton Goðheimur þeirra Forn-Grikkja er ofboðslega heillandi ef ekki hreinlega ómótstæðilegur þar sem breyskir guðir og mennskir tilbiðjendur þeirra eru í endalausu brölti og árekstrum í safaríkum og hressandi sögum. Yfirguðinn, Seifur, var mikið fyrir að dreifa guðlegu sæði sínu á milli dauðlegra lenda og átti því alls kyns hálfguðleg afkvæmi úti um allar koppagrundir. Í Clash of the Titans segir af einum slíkum, Perseifi, sem er guð í aðra ættina en maður í hina. Þessi dagfarsprúði fiskimaður æsist allur upp þegar undirheimaguðinn Hades, bróðir Seifs, kostar fósturfjölskyldu hans lífið og ætlar sér barasta að drepa þennan frænda sinn. Hvorki meira né minna. Bægslagangurinn í Hadesi er bein afleiðing þess að mennirnir hafa ofmetnast svo svakalega að þeir hafa sagt goðunum stríð á hendur. Seifur, skapari þeirra, hefur leyft óþekktarormunum sínum að komast upp með derringinn þar sem hann þrífst á ást þeirra. Hinn bitri bróðir hans, Hades, nærist hins vegar á ótta mannanna og er því meira fyrir að refsa hyskinu með því að siga á það forynjum þannig að íbúar borgarinnar Argosar bíða með hjartað í brókunum eftir að títaninum Kraken verði sleppt lausum. Kraken þessi er forynja ógurleg sem líkist einhverju sem Godzilla gæti breyst í ef hún dytti í sterapott og fengi síðan fimm tonn af amfetamíni eftir á. Eyðileggingarkrafturinn er sem sagt svakalegur og enginn getur mögulega stöðvað skrímslið nema hálfguðinn Perseifur sem ætlar að vinna allar sínar hetjudáðir sem maður þar sem hann hafnar guðlegum uppruna sínum. Því miður er því nú þannig farið í tilfelli Clash of the Titans að hinn magnaði goðaheimur er skemmtilegri í bókum. Efniviðurinn er skotheldur en myndin rambar því miður lengst af á barmi leiðinda. Samt er engu til sparað og því má segja að um stórmynd sé að ræða en voðalega er illa farið með peninginn. Þrívíddar-tæknibrellurnar eru ekki einu sinni flottar og ná engan veginn að breiða yfir hallærislegheitin í samtölum og söguþræði. Sá góði maður Liam Neeson er sorglega hallærislegur og Jedi-riddaralegur í hlutverki Seifs og Sam Worthington, sem virðist vera aðalgæinn um þessar mundir eftir Terminator 4 og Avatar, er rétt yfir meðallagi. Þetta er samt ekki alglatað og Medúsa er nú alltaf soldið sexí og loksins þegar hún hefur skotið upp sínum skæða skrattakolli hressist myndin nokkuð og við dembum okkur í hressilegt en alveg ofboðslega dæmigert lokauppgjör sem hefði verið frábært þrjúbíó fyrir fjörutíu árum en gerir lítið fyrir bíógesti dagsins í dag. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Hér er sótt í dásamlegan goðsagnaheim Forn-Grikkja en því miður er illa farið með efniviðinn. Ljósu punktarnir eru samt fleiri en í Troy en mikið óskaplega er samt pirrandi þegar Hollywood tekur sögur og efni sem er búið að gera góðar markaðsrannsóknir á í mörg þúsund ár og tekst samt að klúðra öllu saman. Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
** Clash of the Titans Leikstjóri: Louis Leterrier Aðalhlutverk: Sam Worthington, Liam Neeson, Ralph Fiennes, Gemma Arterton Goðheimur þeirra Forn-Grikkja er ofboðslega heillandi ef ekki hreinlega ómótstæðilegur þar sem breyskir guðir og mennskir tilbiðjendur þeirra eru í endalausu brölti og árekstrum í safaríkum og hressandi sögum. Yfirguðinn, Seifur, var mikið fyrir að dreifa guðlegu sæði sínu á milli dauðlegra lenda og átti því alls kyns hálfguðleg afkvæmi úti um allar koppagrundir. Í Clash of the Titans segir af einum slíkum, Perseifi, sem er guð í aðra ættina en maður í hina. Þessi dagfarsprúði fiskimaður æsist allur upp þegar undirheimaguðinn Hades, bróðir Seifs, kostar fósturfjölskyldu hans lífið og ætlar sér barasta að drepa þennan frænda sinn. Hvorki meira né minna. Bægslagangurinn í Hadesi er bein afleiðing þess að mennirnir hafa ofmetnast svo svakalega að þeir hafa sagt goðunum stríð á hendur. Seifur, skapari þeirra, hefur leyft óþekktarormunum sínum að komast upp með derringinn þar sem hann þrífst á ást þeirra. Hinn bitri bróðir hans, Hades, nærist hins vegar á ótta mannanna og er því meira fyrir að refsa hyskinu með því að siga á það forynjum þannig að íbúar borgarinnar Argosar bíða með hjartað í brókunum eftir að títaninum Kraken verði sleppt lausum. Kraken þessi er forynja ógurleg sem líkist einhverju sem Godzilla gæti breyst í ef hún dytti í sterapott og fengi síðan fimm tonn af amfetamíni eftir á. Eyðileggingarkrafturinn er sem sagt svakalegur og enginn getur mögulega stöðvað skrímslið nema hálfguðinn Perseifur sem ætlar að vinna allar sínar hetjudáðir sem maður þar sem hann hafnar guðlegum uppruna sínum. Því miður er því nú þannig farið í tilfelli Clash of the Titans að hinn magnaði goðaheimur er skemmtilegri í bókum. Efniviðurinn er skotheldur en myndin rambar því miður lengst af á barmi leiðinda. Samt er engu til sparað og því má segja að um stórmynd sé að ræða en voðalega er illa farið með peninginn. Þrívíddar-tæknibrellurnar eru ekki einu sinni flottar og ná engan veginn að breiða yfir hallærislegheitin í samtölum og söguþræði. Sá góði maður Liam Neeson er sorglega hallærislegur og Jedi-riddaralegur í hlutverki Seifs og Sam Worthington, sem virðist vera aðalgæinn um þessar mundir eftir Terminator 4 og Avatar, er rétt yfir meðallagi. Þetta er samt ekki alglatað og Medúsa er nú alltaf soldið sexí og loksins þegar hún hefur skotið upp sínum skæða skrattakolli hressist myndin nokkuð og við dembum okkur í hressilegt en alveg ofboðslega dæmigert lokauppgjör sem hefði verið frábært þrjúbíó fyrir fjörutíu árum en gerir lítið fyrir bíógesti dagsins í dag. Þórarinn Þórarinsson Niðurstaða: Hér er sótt í dásamlegan goðsagnaheim Forn-Grikkja en því miður er illa farið með efniviðinn. Ljósu punktarnir eru samt fleiri en í Troy en mikið óskaplega er samt pirrandi þegar Hollywood tekur sögur og efni sem er búið að gera góðar markaðsrannsóknir á í mörg þúsund ár og tekst samt að klúðra öllu saman.
Gagnrýni Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira