Nágrannar sætti sig við tvöföldun á húsi [email protected] skrifar 2. júlí 2010 06:30 Hjónin Árni Hauksson og Inga Lind Karlsdóttir keyptu Mávanes 17 og eru að byggja 786 fermetra einbýlishús á lóðinni. Fréttablaðið/Arnþór Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin. Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Kæru eigenda fjögurra húsa í Mávanesi vegna byggingar tæplega 800 fermetra einbýlishúss við götuna hefur verið vísað frá úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála. Félag í eigu Árna Haukssonar, fyrrverandi eiganda Húsasmiðjunnar, keypti í ársbyrjun 2008 húsið í Mávanesi 17. Í frávísun úrskurðarnefndarinnar kemur fram að Árni hafi strax við kaupin haft í huga að rífa húsið og byggja nýtt í staðinn. Það hafi fyrri eigandi einnig ætlað að gera. „Stærð lóðarinnar hafi hentað vel þar sem sjö væru í heimili og fyrirsjáanlegt að húsið yrði nokkuð stórt þótt ekki væri það sjálfstætt markmið," segir nánar um þetta. Eldra húsið var byggt 1966. Það var 357 fermetrar á einni hæð en nýja húsið verður 786 fermetrar og tvílyft að hluta. Bæjarstjórn Garðabæjar staðfesti byggingarleyfi fyrir húsinu í janúar á þessu ári. Nýtingarhlutfall lóðarinnar verður umtalsvert hærra en tíðkast í Mávanesi. „Kjallari er undir húsinu að vestanverðu sem opnast til vesturs enda gefur landslagshalli á lóðinni tilefni til þess," segir um málið í afgreiðslu byggingarnefndar bæjarins sem telur húsið innan skilmála. Málið var kynnt fyrir næstu nágrönnum. Eigendur fjögurra annarra húsa sem standa fjær Mávanesi 17, húsanna númer 6, 13, 22 og 24 kærðu hins vegar byggingarleyfið. Húsið sé alltof stórt. Það eyðileggi götumyndina, aðgengi að fjöru minnki og ónæði verði mikið af framkvæmdinni. „Það að opnað verði á að efnamenn, innlendir og erlendir, kaupi upp eldri hús, sem byggð hafi verið í samræmi við þær reglur sem gilt hafi og gildi enn á svæðinu, rífi húsin, eyðileggi yfirbragð gatnanna og byggi síðan hús sem þverbrjóti byggingarskilmála og hækki nýtingarhlutfall lóða sem byggingaraðilar hafi haldið sig við, sé með öllu óásættanlegt," segir um málsrök nágrannanna í umfjöllun úrskurðarnefndarinnar sem kvað húsið falla vel að lóð og götumynd og ekki breyta yfirbragði hverfisins að neinu marki. Kærunni væri vísað frá þar sem kærendurnir ættu ekki lögvarða hagsmuni í málinu. Byggingin myndi ekki hafa veruleg áhrif á útsýni frá húsum þeirra. „Verða nágrannar jafnframt að þola tímabundið rask og ónæði sem mannvirkjagerðinni fylgir," segir úrskurðarnefndin.
Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira