Besta gítargripsíða heims endurnýjuð 17. júní 2010 08:45 Kjartan Sverrisson Annar tveggja stofnenda síðunnar Gítargrip.is sem nú hefur breytt útliti sínu og bætt þjónustu við notendur sína. fréttablaðið/vilhelm „Við sáum rifu á markaðnum fyrir svona síðu. Fólk í kringum okkur var alltaf að sanka að sér nótum og gripum frá mismunandi stöðum og okkur datt í hug að safna þessu saman á sömu síðuna. Við teljum okkur vera með bestu gítargripvefsíðu í heiminum í dag,“ segir Kjartan Sverrisson. Kjartan stofnaði Gítargrip ásamt félaga sínum Sævari Eyfjörð árið 2008. Á síðunni er samsafn af lögum sem fólk getur prentað út að vild og búið til söngbækur fyrir partýin, sumarbústaðinn eða útileguna. Nú hefur vefsíðan fengið nýtt útlit og bætt þjónustu sína við notendur. „Við ákváðum um áramótin að gera þetta að alvöru fyrirtæki en ekki bara áhugamáli. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir síðunnar verið að aukast en heimsóknir eru komnar í yfir 40.000 á mánuði og við finnum sérstaklega fyrir aukinni umferð á síðuna í kringum aðalferðahelgarnar á sumrin. Verslunarmannahelgin var til dæmis algjör toppur í fyrra,“ segir Kjartan. Maður þarf ekki að vera tónlistarmaður til að nota síðuna. Á vefnum er forrit þar sem maður getur sett inn þá hljóma sem maður kann og vefurinn finnur lög sem henta getu hvers og eins. „Flestir notendur okkar lesa ekki mikið nótur svo samhliða þessu forriti er hægt hlusta á öll lögin og sjá myndbönd á Youtube á meðan maður glamrar á gítarinn. Þessi síða er því líka eins konar kennsluvefur og getur hjálpað fólki að koma sér af stað,“ Kjartan segir að aukið samstarf við tónlistarmenn sé í bígerð á næstu mánuðum og hefur hann fengið jákvæðar undirtektir frá þekktum tónlistarmönnum á borð við Jakob Frímann, Stebba Hilmars og Bjartmar Guðlaugsson. Athygli vekur að vinsælasta lag síðunnar hefur verið það sama frá upphafi en það er Halleluja með Jeff Buckley. „Nú er íslenska hljómsveitin Dikta að sækja í sig veðrið. Við sjáum hvort Buckley þurfi að víkja fyrir íslensku rokki í sumar.“ - áp Lífið Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira
„Við sáum rifu á markaðnum fyrir svona síðu. Fólk í kringum okkur var alltaf að sanka að sér nótum og gripum frá mismunandi stöðum og okkur datt í hug að safna þessu saman á sömu síðuna. Við teljum okkur vera með bestu gítargripvefsíðu í heiminum í dag,“ segir Kjartan Sverrisson. Kjartan stofnaði Gítargrip ásamt félaga sínum Sævari Eyfjörð árið 2008. Á síðunni er samsafn af lögum sem fólk getur prentað út að vild og búið til söngbækur fyrir partýin, sumarbústaðinn eða útileguna. Nú hefur vefsíðan fengið nýtt útlit og bætt þjónustu sína við notendur. „Við ákváðum um áramótin að gera þetta að alvöru fyrirtæki en ekki bara áhugamáli. Á síðustu mánuðum hafa vinsældir síðunnar verið að aukast en heimsóknir eru komnar í yfir 40.000 á mánuði og við finnum sérstaklega fyrir aukinni umferð á síðuna í kringum aðalferðahelgarnar á sumrin. Verslunarmannahelgin var til dæmis algjör toppur í fyrra,“ segir Kjartan. Maður þarf ekki að vera tónlistarmaður til að nota síðuna. Á vefnum er forrit þar sem maður getur sett inn þá hljóma sem maður kann og vefurinn finnur lög sem henta getu hvers og eins. „Flestir notendur okkar lesa ekki mikið nótur svo samhliða þessu forriti er hægt hlusta á öll lögin og sjá myndbönd á Youtube á meðan maður glamrar á gítarinn. Þessi síða er því líka eins konar kennsluvefur og getur hjálpað fólki að koma sér af stað,“ Kjartan segir að aukið samstarf við tónlistarmenn sé í bígerð á næstu mánuðum og hefur hann fengið jákvæðar undirtektir frá þekktum tónlistarmönnum á borð við Jakob Frímann, Stebba Hilmars og Bjartmar Guðlaugsson. Athygli vekur að vinsælasta lag síðunnar hefur verið það sama frá upphafi en það er Halleluja með Jeff Buckley. „Nú er íslenska hljómsveitin Dikta að sækja í sig veðrið. Við sjáum hvort Buckley þurfi að víkja fyrir íslensku rokki í sumar.“ - áp
Lífið Menning Mest lesið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld Lífið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið Frelsaði húsgögn Brynhildar Lífið Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Lífið Skautadiskó til styrktar góðu málefni Lífið samstarf Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fleiri fréttir Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Sjá meira