Yngstu leikhústæknimenn landsins 1. júlí 2010 06:30 Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Fréttablaðið/stefán Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm Innlent Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira
Leikritið Sellófan, eftir Björk Jakobsdóttur, var frumsýnt í Iðnó á fimmtudaginn var og vakti ungur aldur tæknimanna sýningarinnar nokkra athygli sýningargesta. Frændurnir Ásgrímur Gunnarsson og Auðunn Lúthersson sjá um hljóð- og tæknivinnu fyrir sýninguna en þeir eru aðeins sextán og sautján ára gamlir. Þeir hafa þó ekki langt að sækja hæfileikana því auk þess að hafa verið viðriðnir leikhúsheiminn um hríð er Ásgrímur sonur leikkonunnar Bjarkar Jakobsdóttur og leikarans Gunnars Helgasonar. „Þetta er mjög skemmtilegt starf. Við lentum reyndar í smá óhappi á frumsýningunni þegar leikkonan gleymdi nokkrum línum sem gerði okkur mjög stressaða. Við náðum þó að redda okkur með því að vera fljótir að hugsa,“ segir Ásgrímur, en þetta er í fyrsta sinn sem þeir félagar taka að sér tæknivinnu sem þessa. „Þetta er alveg ótrúlega spennandi starf og það er alltaf gaman að fá að vinna í leikhúsi og fylgjast með leikurum að starfi. Við erum báðir með brennandi áhuga á leiklist og það er frábært að fá að skyggnast svolítið á bak við tjöldin. Þetta er mikil ábyrgð en við erum tveir saman í þessu sem gerir þetta auðveldara,“ útskýrir Auðunn. Á veturna stunda frændurnir nám við Verslunarskólann og Menntaskólann í Reykjavík en í sumar starfa þeir báðir við Götuleikhúsið. Aðspurðir segjast þeir alltaf hafa haft mikinn áhuga á leiklist. „Maður fær góða útrás fyrir þessari athyglissýki hér í Götuleikhúsinu og við stefnum báðir að því að fara í leiklistarnám í framtíðinni,“ segir Auðunn að lokum. - sm
Innlent Menning Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Skellti sér á djammið Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Sjá meira