Virðing Alþingis Pétur Bjarnason skrifar 3. júlí 2010 05:00 Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Bankahrunið hefur margvíslegar neikvæðar afleiðingar fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég vil treysta því að úr þeim erfiðleikum öllum sé verið að vinna. Þó er þar ein undantekning á. Virðing Alþingis, sem því miður var ekki svo beysin fyrir, laskaðist verulega í hruninu. Mér er nær að halda að það vantraust, sem almenningur ber til Alþingis og margra annarra yfirvalda, sé ein af alvarlegustu afleiðingum allra þessara mannlegu hamfara, sem gengið hafa yfir okkur undanfarin misseri. Og enginn virðist bera virðingu Alþingis fyrir brjósti. Að minnsta kosti eru þeir í miklum minnihluta, sem þangað eru kosnir, sem leggja eitthvað á sig til þess að rétta hlut sinnar stofnunnar gagnvart almenningi í landinu. Sá sandkassaleikur, sem stjórnarandstaðan hefur boðið upp á, þrátt fyrir alvarlega stöðu þjóðfélagsins og þær andlýðræðislegu málþófsaðgerðir, sem hún hefur gripið til og þar sem atburðir virðast m.a.s. vera tímasettir eins og stundatafla grunnskólanemenda, vekur viðbjóð alls venjulegs fólks, sem ekki er fyrirfram blindað af forheimskandi flokkshollustu. Ungir og fyrrum „efnilegir" landsfeðurkanditatar hafa orðið uppvísir að því að taka við skipunum um að tala og um hvað á að segja í hverju máli og skiptir þá engu hvaða skoðun viðkomandi þingmaður hefur sjálfur - ef um nokkuð slíkt er að ræða. Og þótt sjónum hér sé frekar beint að stjórnarandsstöðunni vegna þess að hún er í þeirri aðstöðu núna að geta skemmt mest fyrir stjórninni (les þjóðinni) og líka vegna þess að staða þjóðarinnar er alvarlegri en áður - m.a. þeim að kenna að verulegur leyti - þá er stjórnarmeirihlutinn lítið betri. Þeir eiga margir, sem mynda hann, ljóta sögu málþófsaðgerða og vinnubrögð á þingi, þar sem stórum og mikilvægum málum er dembt inn á þing á lokadögum þess, án þess að nokkur von sé til þess að þau fái faglega og vandaða umfjöllun. Og margumtalaður sýnileiki í vinnubrögðum er ennþá innihaldslaust hugtak fyrir allt venjulegt fólk. Nú vill maður trúa því að flestir og jafnvel allir alþingismenn hafi metnað til þess að láta gott af sér leiða og búi yfir hæfileikum til sjálfstæðrar hugsunar, þótt þess sjái alltof lítið stað. Því vil ég skora á þá alla að endurmeta stöðu sína. Átta sig á því að þeirra bíður mikilvægt verkefni að auka virðingu Alþingis og skapa því hærri sess meðal þjóðarinnar. Það kallar á ný og bætt vinnubrögð. Það kallar á að kasta af sér hjarðeðlinu og brjótast undan oki flokksforystu, sem ekki virðist sitja í háum söðli. Það kallar á að þingmenn setji hagsmuni þjóðarinnar í fyrsta sæti. Ekki eitthvað annað. Ég sé í blöðum að Pétur Blöndal Alþingismaður hugleiðir að segja af sér vegna aðstæðna, sem honum finnast ómögulegar. Ég verð því að láta þá skoðun mína í ljós að virðing Alþingis myndi enn frekar minnka við brotthvarf Péturs. Honum er hjarðeðlið ekki eins í blóð borið og flestum öðrum. Ég vona því að Pétur láti því ekki verða af hótun sinni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun