Til hagsbóta fyrir marga 17. júní 2010 06:00 Steingrímur J. Sigfússon Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ Fréttir Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Fjármálaráðherra segir að það sé með endemum að það sé að koma á daginn að umfangsmikil lánastarfsemi á Íslandi hafi verið byggð á ólögmætum gjörningum. „Það er alveg ljóst að í ljósi gengisþróunar krónunnar verður þetta til hagsbóta fyrir marga sem höfðu tekið gengisáhættu og orðið fyrir búsifjum. Á hina hliðina eru það lánveitendurnir sem verða fyrir verulegu höggi. En rétt skal vera rétt og það er gott að það er komin niðurstaða að svo miklu leyti sem hún er skýr og verði fordæmisgefandi, sem er rétt að skoða," segir fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon. Nú þurfi að vinna úr niðurstöðunni vel og af yfirvegun. Hann hafði verið spurður hvort hann fagnaði dómum Hæstaréttar með neytendum eða syrgði með lánveitendum. Um hvort þetta geti ekki létt þrýstingi af stjórnvöldum, um að koma til móts við vanda skuldugra heimila, segir Steingrímur: „Það er alveg ljóst að verulegur vandi heimilanna hefur tengst gjaldeyrislánunum, sem segir sína sögu af ábyrgðarleysinu að vera að halda því að fólki að taka lán í erlendum gengisviðmiðun, með tekjur í íslenskum krónum. Þegar við bætist að þau lán reynast ólögmæt er þetta alveg yfirgengilegt. En það er á ábyrgð þeirra sem að því stóðu og þetta var látið viðgangast hér í mörg ár. Þannig að það verður að vísa þeirri ábyrgð þangað. Þetta verður væntanlega til hagsbóta fyrir fjölda einstaklinga sem ella hefðu setið uppi með þunga greiðslubyrði. Ég tel að stjórnvöld hafi verið að gera sitt besta í þeim efnum. En þetta auðvitað breytir þeirri stöðu, að minnsta kosti gagnvart þessum hluta skuldara, það er alveg ljóst. Þetta skapar hins vegar ákveðinn vanda annars staðar, einhverjir verða fyrir tjóni á móti og það kemur þá annars staðar fram." Steingrímur segir að það sé „alls ekki sjálfgefið" að niðurstaðan kalli á sérstök viðbrögð af hálfu stjórnvalda. Spurður um þá sem hafa verið gerðir gjaldþrota vegna slíkra samninga, hvort ríkisvaldið verði málsvari þeirra, til dæmis í málssókn gegn lánastofnunum, segir ráðherra að það sé „réttur hvers og eins sem gildir í því". Aðstæður séu mismunandi. „Það er kannski ótímabært að svara fyrir það að svo stöddu, en ljóst að það geta komið upp ýmis álita- og uppgjörsmál vegna þessa. Það er tiltölulega einfalt að reikna þá lánasamninga sem eru í gildi, að endurreikna þá og leiðrétta. En svo eru tilvik, þar sem hefur kannski komið til fjárnáms eða vörslusviptingar eða þess háttar. Hvort menn eiga rétt á endurgreiðslu eða hvað - ég held að ég geti ekki farið inn í það á þessu stigi." - kóþ
Fréttir Innlent Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira