Steinunn Stefánsdóttir: Enginn árangur Steinunn Stefánsdóttir skrifar 21. maí 2010 06:00 Fyrir réttu ári var undirrituð viljayfirlýsing milli Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Verslunarráðs Íslands þess efnis að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið var að hlutur hvors kyns yrði ekki minni en 40 prósent í stjórnum fyrirtækja. Við það tækifæri kom fram sú skoðun flestra sem að samningnum stóðu að farsælla væri að aðilar ynnu saman að því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja en að til lagasetningar um málið kæmi. Síðan hafa þó verið sett lög sem gera fyrirtækjum skylt að skipa stjórnir sínar fólki af báðum kynjum þannig að annað kynið hafi ekki minna en 40 prósenta hlut, tvo fulltrúa í fimm manna stjórn og einn í þriggja manna stjórn. Nú þegar ár er liðið frá undirritun viljayfirlýsingarinnar liggja fyrir mælingar Creditinfo á þeim árangri sem náðst hefur sem er minni en enginn. Í ljósi þessara talna er því ekki annað hægt en að fagna því að sett skuli hafa verið lög um málið. Á því ári sem liðið er frá undirritun viljayfirlýsingarinnar hefur hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn lækkað úr 15 prósentum í 14 prósent. Fyrirtækjum sem hafa stjórnir sem skipaðar eru báðum kynjum hefur fækkað um 16. Fyrirtækjum hefur á tímabilinu fjölgað um liðlega 2.000, einkynja karlastjórnum hefur fjölgað um liðlega 1.800 og einkynja kvennastjórnum um tæplega 400. Þetta eru heldur dapurlegar tölur, svo ekki sé meira sagt. Einkum í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem skipuð eru stjórnum af báðum kynjum sýna betri afkomu, lifa lengur og líkur á vanskilum eru minni. Íslenskt viðskiptalíf hefur valið að hafna þessum ávinningi. Einnig má nefna að möguleikar kvenna á að veljast til stjórnunarstarfa eru 27 prósent í fyrirtækjum sem hafa stjórn sem skipuð er báðum kynjum meðan einungis 5 prósenta líkur eru á að konur veljist til stjórnunarstarfa í fyrirtækjum sem hafa stjórnir sem eingöngu eru skipaðar körlum. Það sætir furðu að að þeir sem fyrir íslenskum fyrirtækjum fara skuli ekki sjá sér hag í því að fá breiðari hóp að stjórnum fyrirtækja. Við þær aðstæður sem nú eru uppi mætti ætla að eftirsóknarvert væri að leita allra leiða til að bæta rekstur þeirra. Aukinn hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er þannig ekki bara jafnréttismál, sem það er þó að sönnu, Aukinn hlutur kvenna í fyrirtækjum snýst um að bæta afkomu fyrirtækja og auka skilvirkni í atvinnulífinu. það gerir ömurlegan árangur þegar ár er liðið frá undirritun viljayfirlýsingarinnar enn óskiljanlegri en ella. Eins og staðan er virðist atvinnulífið láta íhaldssemi og þrönga hugsun koma í veg fyrir að betri árangur náist. Það er furðuleg nálgun. Hvað óttast menn? Lögin um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja taka ekki gildi fyrr en seinni hluta árs 2013. Vonandi verður íslenskum fyrirtækjum betur ágengt á næstu þremur árum en á árinu sem leið. Við höfum ekki efni á öðru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Fyrir réttu ári var undirrituð viljayfirlýsing milli Samtaka atvinnulífsins, Félags kvenna í atvinnurekstri og Verslunarráðs Íslands þess efnis að fjölga konum í forystusveit íslensks atvinnulífs. Markmiðið var að hlutur hvors kyns yrði ekki minni en 40 prósent í stjórnum fyrirtækja. Við það tækifæri kom fram sú skoðun flestra sem að samningnum stóðu að farsælla væri að aðilar ynnu saman að því að fjölga konum í stjórnum fyrirtækja en að til lagasetningar um málið kæmi. Síðan hafa þó verið sett lög sem gera fyrirtækjum skylt að skipa stjórnir sínar fólki af báðum kynjum þannig að annað kynið hafi ekki minna en 40 prósenta hlut, tvo fulltrúa í fimm manna stjórn og einn í þriggja manna stjórn. Nú þegar ár er liðið frá undirritun viljayfirlýsingarinnar liggja fyrir mælingar Creditinfo á þeim árangri sem náðst hefur sem er minni en enginn. Í ljósi þessara talna er því ekki annað hægt en að fagna því að sett skuli hafa verið lög um málið. Á því ári sem liðið er frá undirritun viljayfirlýsingarinnar hefur hlutfall fyrirtækja með bæði kyn í stjórn lækkað úr 15 prósentum í 14 prósent. Fyrirtækjum sem hafa stjórnir sem skipaðar eru báðum kynjum hefur fækkað um 16. Fyrirtækjum hefur á tímabilinu fjölgað um liðlega 2.000, einkynja karlastjórnum hefur fjölgað um liðlega 1.800 og einkynja kvennastjórnum um tæplega 400. Þetta eru heldur dapurlegar tölur, svo ekki sé meira sagt. Einkum í ljósi þess að rannsóknir hafa sýnt að fyrirtæki sem skipuð eru stjórnum af báðum kynjum sýna betri afkomu, lifa lengur og líkur á vanskilum eru minni. Íslenskt viðskiptalíf hefur valið að hafna þessum ávinningi. Einnig má nefna að möguleikar kvenna á að veljast til stjórnunarstarfa eru 27 prósent í fyrirtækjum sem hafa stjórn sem skipuð er báðum kynjum meðan einungis 5 prósenta líkur eru á að konur veljist til stjórnunarstarfa í fyrirtækjum sem hafa stjórnir sem eingöngu eru skipaðar körlum. Það sætir furðu að að þeir sem fyrir íslenskum fyrirtækjum fara skuli ekki sjá sér hag í því að fá breiðari hóp að stjórnum fyrirtækja. Við þær aðstæður sem nú eru uppi mætti ætla að eftirsóknarvert væri að leita allra leiða til að bæta rekstur þeirra. Aukinn hlutur kvenna í stjórnum fyrirtækja er þannig ekki bara jafnréttismál, sem það er þó að sönnu, Aukinn hlutur kvenna í fyrirtækjum snýst um að bæta afkomu fyrirtækja og auka skilvirkni í atvinnulífinu. það gerir ömurlegan árangur þegar ár er liðið frá undirritun viljayfirlýsingarinnar enn óskiljanlegri en ella. Eins og staðan er virðist atvinnulífið láta íhaldssemi og þrönga hugsun koma í veg fyrir að betri árangur náist. Það er furðuleg nálgun. Hvað óttast menn? Lögin um jafnan hlut kynja í stjórnum fyrirtækja taka ekki gildi fyrr en seinni hluta árs 2013. Vonandi verður íslenskum fyrirtækjum betur ágengt á næstu þremur árum en á árinu sem leið. Við höfum ekki efni á öðru.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun