Dagur og Jón funda um samstarf í dag 31. maí 2010 06:30 Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana. Kosningar 2010 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Samfylkingin og Besti flokkurinn hófu í gær viðræður um myndun meirihluta um stjórn Reykjavíkur. Fulltrúar flokkanna munu hittast aftur í dag. Besti flokkurinn hafði í gærkvöldi ekkert formlegt samband haft við Sjálfstæðisflokkinn og engir fundir voru fyrirhugaðir á milli þeirra. „Besti flokkurinn hafði samband og óskaði eftir viðræðum um myndun meirihluta," segir Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar. „Við erum bara á fyrstu metrunum í því." Jón Gnarr segir fundinn hafa verið óformlegan svo menn gætu séð hver framan í annan. Besti flokkurinn verði að fara í samstarf úr því að hann hafi ekki náð hreinum meirihluta. Jón gerir kröfu um borgarstjórastólinn, en það segist Dagur hins vegar ekki gera. Kosningarnar um helgina voru sögulegar víðar en í höfuðborginni. Á Akureyri fékk L-listi fólksins hreinan meirihluta, fyrstur flokka frá upphafi. Aðrir flokkar fengu einn fulltrúa hver. Í Kópavogi, þar sem sjálfstæðis- og framsóknarmenn hafa ríkt í tuttugu ár, er nýr fjögurra flokka meirihluti svo gott sem kominn á koppinn án þeirra þátttöku. Þar hlutu tvö ný framboð brautargengi í kosningunum og komu hvort sínum manninum að í bæjarstjórn. Hreinn meirihluti Samfylkingarinnar féll í Hafnarfirði og bæjarstjórinn Lúðvík Geirsson, sem skipaði baráttusætið, náði ekki inn. Fulltrúi Vinstri grænna er í oddastöðu og vill að flokkarnir þrír, Samfylking, Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur, starfi allir saman að stjórn bæjarins. Gömlu flokkarnir fjórir tapa allir fylgi frá sveitarstjórnarkosningunum 2006 ef litið er til þeirra sveitarfélaga þar sem þeir bjóða fram í eigin nafni. Grétar Þór Eyþórsson stjórnmálafræðiprófessor segir þetta vera áfall fyrir flokkana.
Kosningar 2010 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira