Kæri borgarstjóri - göngugata, ekki göngugata, göngugata? 21. ágúst 2010 06:00 Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað er ráðandi við götumynd miðborgarinnar í dag? Eru það falleg hús eða mannlífið ? Eða er það kannski bíllinn sem er ráðandi í dag? Þú hefur á Facebook spurt spurninga varðandi lokun Austurstrætis fyrir bílaumferð og svokölluð "Shared space" sem bendir til að þú hafir áhuga á að breyta til og láta húsin og mannlífið vera ráðandi. Mig langar því að spyrja þig hvernig þú sérð samgöngumál í miðborginni fyrir þér eftir 5 ár, eða 10 ár eða jafnvel 20 ár? Það er nefnilega skemmtilegt verkefni að vinna að framtíðarsýn en að sama skapi vandast oft málið þegar þarf að ná framtíðarsýninni niður á malbikið. Þá er oft freistandi að fara út í tímabundnar tilraunir, loka Austurstræti í hálft ár eða prufa hjólastíg í mánuð því þú vilt sjá hver viðbrögðin verða. Slíkar tilraunir eru því miður oft dæmdar til að mistakast því það vantar heildstæða áætlun til að styðja við breytingarnar og fólk leitar þvi aftur í sama farið. Til að tosa framtíðarsýnina niður á jörðina þarf verkfæri og slíkt verkfæri kallast samgönguáætlun. Í dag finnst samgönguáætlun fyrir Ísland í heild sinni en þegar kemur að nærumhverfinu hefur ekki tíðkast að gera samönguáætlanir á Íslandi. Það er hins vegar til deiliskipulag og svæðisskipulag en þegar þáttur samgangna er nefndur er yfirleitt skautað léttilega yfir með setningum um að stuðla eigi að sjálfbærum samgöngum án mikilla útskýringa um hvernig ná eigi því markmiði. Hér í Danmörku hef ég verið svo heppin að fá að vinna að samgönguáætlunum fyrir nokkra danska bæi og ég get fullyrt að þó svo að danir séu ekki "rassgat ligeglad", svo vísað sé í frægt uppistand þitt, að þá eru þeir miklir sérfræðingar í að skipuleggja samgöngur og skapa göturými, torg og miðbæi sem eru hugguleg og fólk sækist eftir að njóta. Þá er ég ekki bara að tala um borgina Kaupmannahöfn heldur hina ýmsu smábæi um alla Danmörku. Ég get t.d. bent á bæina Haderslev og Viborg á Jótlandi sem eru 22 þús og 35 þús manna bæir sem hafa látið vinna metnaðarfullar samönguáætlanir fyrir miðbæi sína. Til að gera góða samgönguáætlun þarf fyrir það fyrsta að liggja fyrir framtíðarsýn ásamt yfirliti yfir stöðu samgangna í miðborginni í dag. Hvar eru vandamál, hvað er gott og hvað þarf að breyta. Það þarf að kortleggja umferðina (gangandi, hjólandi, strætóandi og akandi) og fá upplýsingar um fjölda vegfarenda. Aðrar upplýsingar sem þarf er t.d. magn þungrar umferðar, aksturshraði, slysastaðir og afkastageta gatnakerfis. Bílastæði eru síðan efni í heila grein en sú hugmynd sem flestir danskir bæir vinna með þegar kemur að bílastæðum er að þau séu utan við göngugötukjarnann og helst með beinni tengingu út á stærri vegi. Maður vill síður að bærinn sé fullur af bílum sem eru þræðandi allar götur leitandi að bílastæðum. Síðan má ekki vanmeta mannlega þáttinn. Það finnast oft á tíðum staðir sem fólk forðast eins og heitan eldinn því það upplifir öryggisleysi þrátt fyrir að staðurinn sé kannski tæknilega öruggur. Þegar búið er að ná utan um upplýsingarnar er hægt að reikna út áhrif af breyttu samgöngumynstri í miðborginni og síðast en ekki síst búa til verkefnabækling þar sem listað er nákvæmlega hvaða verkefni þarf að vinna til að framtíðarsýnin verði að veruleika. Ég vona að þú berir gæfu til að kynna þér þessi mál nánar því það þarf ekki bara kjark til að ráðast í breytingar heldur líka góðar upplýsingar. Það er líka varla hægt annað en undrast yfir því að það finnist engin göngugata í Reykjavík þegar maður lítur á tölur frá ýmsum bæjum í Danmörku: DANMÖRK Haderslev - 22 þús íbúar - göngugata 0,7 km Viborg - 35 þús íbúar - göngugata 1 km Esbjerg - 72 þús íbúar - göngugata 1 km Odense - 166 þús íbúar - göngugata 2,3 km Árósar - 243 þús íbúar - göngugata 2 km ÍSLAND Austurstræti að Kvos 0,25 km Skólavörðustígur 0,5 km Laugavegur 1 km
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun