Bjarni vill að Ísland grípi tækifæri á heilbrigðissviði 3. desember 2010 06:00 Bjarni Benediiktsson Formaður Sjálfstæðisflokksins segir stefnu stjórnvalda munu ráða úrslitum um hvort starfsemi á borð við einkasjúkrahús PrimaCare í Mosfellsbæ nái fótfestu á Íslandi. Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. [email protected] Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Hópur alþingismanna úr Suðvesturkjördæmi sótti á mánudag kynningarfund hjá félaginu PrimaCare sem hyggur á rekstur einkasjúkrahúss í Mosfellsbæ með áherslu á liðskiptiaðgerðir fyrir útlendinga. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var meðal þeirra þingmanna sem sóttu fundinn. Bjarni skrifaði eftir fundinn á Facebook-síðu sína að áformin væru mjög metnaðarfull. Lagt væri upp með að sjúkrahúsið yrði í fremstu röð í heiminum. „Á heilbrigðissviðinu liggja mikil tækifæri fyrir okkur Íslendinga til að laða að fjárfestingu, skapa störf og nýjar tekjur fyrir þjóðarbúið. Þessi tækifæri eigum við að grípa. Stefna stjórnvalda mun ráða úrslitum um það hvort greinar á borð við þessa geta náð fótfestu hér á landi," skrifar Bjarni á Facebook. Í kynningarefni Gunnars Ármannssonar, framkvæmdastjóra fyrir PrimaCare, kom meðal annars fram að stjórnvöld á Möltu hefðu nú sett sér það markmið að eyjan verði orðin eftirsóttur áfangastaður fyrir lækningaferðamennsku á árinu 2015 og hrint af stað markaðsátaki í samstarfi við hagsmunaaðila. Fulltrúar PrimaCare segja að liðskiptasjúklingum í Bandaríkjunum fjölgi um tíu prósent á ári og að eftirspurnin eftir aðgerðum muni sjöfaldast á næstu tuttugu árum. Þær verði rúmar fjórar milljónir árið 2030. „Helmingur sjúklinga sem þurfa mjaðmaliðskiptaaðgerð árið 2016 mun ekki fá hana og 72 prósent þeirra sem þurfa hnjáliðskiptaaðgerð," segir í kynningarefninu sem þingmönnunum var sýnt. Þá segir PrimaCare að biðlistar eftir aðgerðum muni lengjast með fjölgun sjúklinga. Á sama tíma fækki bæklunarlæknum því lítil nýliðun sé í greininni. „Hagræðingaraðgerðir í heilbrigðisþjónustu valda því að aðgerðir vegna sjúkdóma sem ekki eru lífshættulegir eru látnar sitja á hakanum," segir PrimaCare. Í þessu felist bæði mikil tækifæri fyrir Mosfellsbæ og Ísland allt. Jafna megi þessu við tvö álver án mengunar. Ný störf verði allt að eitt þúsund auk afleiddra starfa. „Tekjur á ári þegar full starfsemi er komin í gang er 120 milljónir Bandaríkjadala, um 14 milljarðar króna, sem gerir fyrirtækið að einu af 40 stærstu fyrirtækjum landsins," segir í kynningu PrimaCare. [email protected]
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira