Samtök lánþega í hlutverki ASÍ og SA 27. ágúst 2010 05:00 Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Á næstu dögum verða tvö lykil-mál flutt fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, hvar tekið verður á öllum vafaatriðum sem hugsanlega er hægt að finna til er varða erlenda/gengistryggða lánasamninga tiltekinnar bankastofnunar. Þessi mál eru kostuð af Samtökum lánþega og vilja samtökin þannig stuðla að því að allir lánþegar njóti góðs af þeirri vinnu sem lögð er í þessi tilteknu mál. Í öðru málinu er um að ræða lán til einkahlutafélags (Tölvupósturinn ehf.) en til einstaklings (Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir) í hinu málinu. Aðalmeðferð í máli Tölvupóstsins fer fram þann 25. ágúst og verður það flutt af Jóhanni Hafstein hdl. en Björn Þorri Viktorsson hrl. mun flytja mál Sveinbjargar þann 3. september. Í báðum þessum málum er tekið á verðtrygginga- og vaxtaákvæðum og einnig verður tekið á túlkun á jafnvirðishugtaki sem og vafaatriðum er varða lán sem hugsanlega eru erlend, en gengistryggð í íslenskum krónum. Hér er um að ræða samkomulag milli lánþega og slitastjórnar Frjálsa fjárfestingabankans hvar leitast er við að afgreiða alla óvissu út af borðinu á sem skemmstum tíma og með sem minnstum tilkostnaði. Fordæmisgildi þessara mála er því gríðarlegt. Einkum þegar litið er til þess að skilmálar þeirra lána er hér um ræðir eru efnislega samhljóða stærstum hluta erlendra/gengistryggðra lánasamninga hjá bæði Landsbanka Íslands, Arion banka og fleiri minni bönkum og sparisjóðum. Hér er því unnið að sameiginlegum hagsmunum tugþúsunda lánþega, bæði einstaklinga og lögaðila. Kostnaður við þessi mál er gríðarlegur eins og gefur að skilja, enda mikið í húfi og mikilvægt að vandað sé til allra þátta. Samtök lánþega tóku í upphafi þessarar baráttu ákvörðun um að ábyrgjast og greiða þennan kostnað og tryggja þannig að hægt væri að berjast sem einn aðili fyrir hönd heildarinnar. Engin baráttusamtök alþýðu, almennings, atvinnurekenda eða aðrir hagsmunaaðilar með digra sjóði hafa séð sér fært að koma með slíkum hætti til móts við augljósar og brýnar þarfir bæði launþega og atvinnulífs. Tæplega 3.000 manna samtök sem ekki innheimta félagsgjöld urðu að taka af skarið. Enda var ljóst að vilji banka, stjórnvalda og eftirlitsaðila lá til þess að flækja málin sem og beita sér fyrir hagsmunum fjármálafyrirtækjanna. Öllum þeim hagsmunasamtökum sem hefðu átt að taka þessa baráttu upp á sína arma var boðið að styrkja þessa vinnu, en öll höfnuðu þau boðinu utan Félag smábátaeigenda sem óskaði eftir að styrkja samtökin með rausnalegu 100.000,- kr. framlagi. Þar fyrir utan hafa vissulega nokkrir einstaklingar styrkt þessa baráttu með reglubundnum framlögum. Þar hafa þeir iðulega lagt mest til sem minnst hafa átt. Hér er um að ræða hagsmuni er taldir eru í raunverulegum milljörðum króna og snerta lífsafkomu stórs hluta þjóðarinnar. Vinnist þessi mál, þá er ljóst að skuldastaða hvers lánþega batnar um á annan tug milljóna að meðaltali. Slíkt mun ekki einungis hafa í för með sér von um betra líf. Slíkt mun fyrir marga hafa í för með sér, von um líf. Með þessum málum vonumst við til að snúa til baka þeirri gríðarlegu eignatilfærslu sem skipulögð hefur verið af stjórnvöldum úr höndum almennings til fjármagnseigenda. Munið, að í krafti fjöldans getum við allt.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar