Hvað, hvaðan og hvernig? Steinunn Stefánsdóttir skrifar 4. ágúst 2010 06:00 Áhugi neytenda á því hvaðan matvæli eru upprunnin, hvernig vinnslu þeirra var háttað, hvaða efni þau innihalda og jafnvel hvernig viðskiptahættir voru viðhafðir milli framleiðanda og dreifingaraðila færist stöðugt í vöxt. Krafa nútímaneytanda er að geta valið vörur og einnig að geta hafnað þeim ekki bara eftir verði þeirra, sem vissulega skiptir miklu máli, heldur einnig á forsendum þekkingar á vörunni. Þessi krafa kallar á haldgóðar merkingar á matvælum og raunar öðrum vörum einnig. Upplýsingarnar sem kallað er eftir eru margvíslegar. Beðið er um upprunaland framleiðslu. Við viljum geta valið íslenskt og gerum kröfu um það að til dæmis grænmeti sé vel merkt. Íslenskir grænmetisbændur hafa komið vel til móts við þennan áhuga neytenda og eru farnir að merkja vörur sínar þannig að í mörgum tilvikum eru upplýsingar um það frá hvaða garðyrkjubýli varningurinn kemur. Þetta er gott dæmi um það hvernig framleiðendur sem eru stoltir af vöru sinni koma til móts við vaxandi kröfur neytenda um upplýsingar. Margir neytendur vilja einnig fá upplýsingar um það hvort um er að ræða lífræna ræktun eða ekki. Þessar upplýsingar skila sér alla jafna vel enda er framleiðendum lífrænnar vöru í mun að koma upplýsingunum áleiðis. Vörum sem eru Fair Trade merktar hefur fjölgað talsvert í hillunum en með slíkri merkingu er það staðfest að ræktandi hráefnis hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Upprunalandið skiptir einnig máli. Margir kjósa að kaupa vörur frá tilteknum löndum, eða sniðganga af ýmsum ástæðum. Aðrar upplýsingar eru ekki jafnvinsælar. Þetta á til dæmis við um aukefni í matvælum og upplýsingar um það hvort á ferðinni eru erfðabreytt matvæli. Þá koma til reglur sem eiga að tryggja að neytandinn fái þessar upplýsingar. Slíkar reglur gilda um aukefnainnihald og í öllum Evrópulöndum nema á Íslandi eru einnig reglur um merkingu á erfðabreyttum matvælum enda er það ekki nema sjálfsögð krafa að eiga þess kost að velja hvort erfðabreyttra matvæla sé neytt eða eða ekki. Þetta gat verður að stoppa í strax. Það ætti ekki að vera flókið að koma til móts við sjálfsagðar óskir meðvitaðra neytenda sem snúast um að á umbúðum matvæla megi finna upplýsingar um hvaðeina er varðar uppruna þeirra; upprunaland og jafnvel nánari staðsetningu, upplýsingar um það hvort um er að ræða lífræna ræktun eða kannski erfðabreytta eða hvort maturinn innihaldi msg. Einboðið er að þeir framleiðendur sem eru stoltir af sinni vöru, sem allir framleiðendur sem skila vandaðri vöru á markað hljóta að vera, fagni því tækifæri að koma sem mestum upplýsingum um vöru sína á pakkningarnar sér og neytendum til hagsbóta. Skortur á merkingum hlýtur því að benda til þess að framleiðandi eða dreifingaraðili hafi eitthvað að fela. Er það svo að framleiðendur erfðabreyttra matvæla vilji ekki gangast við þeim og ef svo er, hvers vegna ekki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Áhugi neytenda á því hvaðan matvæli eru upprunnin, hvernig vinnslu þeirra var háttað, hvaða efni þau innihalda og jafnvel hvernig viðskiptahættir voru viðhafðir milli framleiðanda og dreifingaraðila færist stöðugt í vöxt. Krafa nútímaneytanda er að geta valið vörur og einnig að geta hafnað þeim ekki bara eftir verði þeirra, sem vissulega skiptir miklu máli, heldur einnig á forsendum þekkingar á vörunni. Þessi krafa kallar á haldgóðar merkingar á matvælum og raunar öðrum vörum einnig. Upplýsingarnar sem kallað er eftir eru margvíslegar. Beðið er um upprunaland framleiðslu. Við viljum geta valið íslenskt og gerum kröfu um það að til dæmis grænmeti sé vel merkt. Íslenskir grænmetisbændur hafa komið vel til móts við þennan áhuga neytenda og eru farnir að merkja vörur sínar þannig að í mörgum tilvikum eru upplýsingar um það frá hvaða garðyrkjubýli varningurinn kemur. Þetta er gott dæmi um það hvernig framleiðendur sem eru stoltir af vöru sinni koma til móts við vaxandi kröfur neytenda um upplýsingar. Margir neytendur vilja einnig fá upplýsingar um það hvort um er að ræða lífræna ræktun eða ekki. Þessar upplýsingar skila sér alla jafna vel enda er framleiðendum lífrænnar vöru í mun að koma upplýsingunum áleiðis. Vörum sem eru Fair Trade merktar hefur fjölgað talsvert í hillunum en með slíkri merkingu er það staðfest að ræktandi hráefnis hafi fengið sanngjarnt verð fyrir vöru sína. Upprunalandið skiptir einnig máli. Margir kjósa að kaupa vörur frá tilteknum löndum, eða sniðganga af ýmsum ástæðum. Aðrar upplýsingar eru ekki jafnvinsælar. Þetta á til dæmis við um aukefni í matvælum og upplýsingar um það hvort á ferðinni eru erfðabreytt matvæli. Þá koma til reglur sem eiga að tryggja að neytandinn fái þessar upplýsingar. Slíkar reglur gilda um aukefnainnihald og í öllum Evrópulöndum nema á Íslandi eru einnig reglur um merkingu á erfðabreyttum matvælum enda er það ekki nema sjálfsögð krafa að eiga þess kost að velja hvort erfðabreyttra matvæla sé neytt eða eða ekki. Þetta gat verður að stoppa í strax. Það ætti ekki að vera flókið að koma til móts við sjálfsagðar óskir meðvitaðra neytenda sem snúast um að á umbúðum matvæla megi finna upplýsingar um hvaðeina er varðar uppruna þeirra; upprunaland og jafnvel nánari staðsetningu, upplýsingar um það hvort um er að ræða lífræna ræktun eða kannski erfðabreytta eða hvort maturinn innihaldi msg. Einboðið er að þeir framleiðendur sem eru stoltir af sinni vöru, sem allir framleiðendur sem skila vandaðri vöru á markað hljóta að vera, fagni því tækifæri að koma sem mestum upplýsingum um vöru sína á pakkningarnar sér og neytendum til hagsbóta. Skortur á merkingum hlýtur því að benda til þess að framleiðandi eða dreifingaraðili hafi eitthvað að fela. Er það svo að framleiðendur erfðabreyttra matvæla vilji ekki gangast við þeim og ef svo er, hvers vegna ekki?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun