Lífið

Eurovision: Við stefnum klárlega á sigur

Ellý Ármanns skrifar
„Ég er eins og pabbi þeirra," útskýrir Jónatan(hægra megin við Heru Björk) Myndir/elly@365.is
„Ég er eins og pabbi þeirra," útskýrir Jónatan(hægra megin við Heru Björk) Myndir/[email protected]

Við hittum Jónatan Garðarsson í hádeginu í dag en hann hefur yfirumsjón með íslenska Eurovisionhópnum.

„Það sem ég geri er að skipuleggja þetta frá a-ö. Það er að segja ég tek við hópnum þegar búið er að velja lagið og legg ég línurnar með hópnum. Ég er eins og pabbi þeirra."

„Hópurinn er frábær. Núna eru margir í hópnum sem hafa gert þetta áður og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Þau þekkja mig og vita hvaða kröfur ég geri þannig að það er frekar þægilegt," segir Jónatan.

„Já ég er mjög ánægður með árangurinn. Svo er bara að fara örlítið hærra."

Sigrum við? „Við stefnum á sigur. Alveg klárlega," svarar Jónatan.


Tengdar fréttir

Eurovision: Gríska goðið fílar Ísland

Við spjölluðum við söngvarann og lagahöfundinn Giorgos Alkaios, fulltrúa Grikklands í Eurovisionkeppninni, eftir lokaæfinguna í gærdag. Við spurðum gríska goðið út í atriðið hans og hvernig honum líst á íslenska hópinn. Grikkinn komst upp úr fyrri undanúrslitakeppninni með lagið OPA sem fram fór í Telenor höllinni í Osló í gærkvöldi.

Eurovision: Fjölmiðlabann Heru

Örlygur Smári lagahöfundur framlags Íslands í Eurovision og Kristjana Stefánsdóttir söngkona veittu okkur viðtal eftir æfinguna fyrir utan Telenor höllina í gærdag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×