Vilja grafa hella og ísgöng í Langjökul 28. september 2010 04:30 Íshellir Hugmyndir eru uppi um að útbúa ísgöng og hella í Langjökli, þar sem þessi mynd er tekin. Fréttablaðið/Vilhelm Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. [email protected] Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Ísgöng og hellar í Langjökli gætu orðið nýjasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn á Vesturlandi ef hugmyndir aðila í ferðaþjónustunni verða að veruleika. Verkfræðistofan Efla ásamt Icelandair Group og öðrum standa að undirbúningi verkefnisins, en vildu ekki tjá sig við Fréttablaðið enn sem komið er, þar sem málið er enn á hugmyndastigi. Kynningarskjal varðandi verkefnið var sent bæjaryfirvöldum í Borgarbyggð í síðustu viku, en enn hefur ekki verið tekin afstaða til hugmyndanna. Búist er við að nánari kynning fari fram á næsta fundi umhverfis- og skipulagsnefndar sveitarfélagsins. Samkvæmt kynningarskjalinu er nú unnið að því að kanna möguleika á byggingu ganga í jöklinum og stefna aðstandendur að því, að fengnum rannsóknarleyfum, að grafa rannsóknargöng um 150 til 200 metra inn í ísinn. Þar verður fylgst með ýmsum þáttum svo sem vatni, sigi í ísnum, sprungum og fleiri atriðum, til að skera úr um framtíðarmöguleika ganganna. Næstu skref í verkefninu eru að stofna undirbúningsfélag til að halda utan um verkefnið. Icelandair Group hefur þegar ákveðið að leggja verkefninu til fjármagn, ef af verður, sem og Efla, en auk þess standa yfir viðræður við öflugt verktakafyrirtæki um að koma að verkinu. Einnig hefur Borgarbyggð verið boðið að koma að félaginu að einhverju leyti, til dæmis með aðstoð við undirbúning eða jafnvel fjárframlagi. Fyrst og fremst sé þó mikilvægt að fá sveitarfélagið að verkefninu til að „mynda sem öflugastan hóp um verkefnið“, eins og segir í fyrrnefndu skjali. Þar segir einnig að verði verkefnið að veruleika, fái ferðafólk tækifæri til að upplifa Langjökul á nýjan hátt og fræðast auk þess um jökla og áhrif hnattrænnar hlýnunar. Verði verkefnið að veruleika, bjóði göngin einnig upp á margs konar rannsóknir og hafa Háskóli Íslands og Veðurstofa Íslands sýnt áhuga á að koma að verkefninu með einum eða öðrum hætti. Enn er óvíst hvort verkefnið verði að veruleika, en í kynningarskjalinu segir að það falli vel að þeim áherslum sem hafa verið innan ferðaþjónustunnar, það er að auka ferðalög til Íslands um vetrartímann. [email protected]
Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira