20 prósenta lækkun kostar 229 milljarða 20. maí 2010 06:00 höfuðstólslækkun Gylfi Magnússon, viðskipta- og efnahagsráðherra hefur látið reiknað út kostnað við lækkun höfuðstóls verðtryggðra lána heimilanna. Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. [email protected] Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Það mundi kosta 229 milljarða króna að lækka höfuðstól verðtryggðra lána heimila í íslenskum krónum um 20 prósent. Þetta kemur fram í skriflegu svari Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, við fyrirspurn Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar. Hún spurði um kostnað Íbúðalánasjóðs, Lánasjóðs íslenskra námsmanna, lífeyrissjóða og annarra aðila, sem veita verðtryggð lán í íslenskum krónum til heimila, ef ákveðið yrði að lækka höfuðstól lánanna um 10 prósent annars vegar en 20 prósent hins vegar. Greiðslubyrði 40 ára meðalláns hjá Íbúðalánasjóði mundi lækka úr 55.000 krónum á mánuði í 49.600 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 44.000 krónur við 20 prósenta lækkun, segir í svari ráðherrans. Er þá miðað við lánstíma og lánskjör að meðaltali. Greiðslubyrði 20 milljóna króna láns á sömu kjörum færi úr 91.000 krónum á mánuði í 82.000 krónur við tíu prósenta lækkun höfuðstóls en í 73.000 krónur við tuttugu prósenta lækkun. Í öllum dæmum er miðað við 40 ára lánstíma og 4,61 prósent vexti. Fram kemur í svarinu að lækkun höfuðstóls námslána hefði ekki áhrif á greiðslubyrði til skemmri tíma, þar sem afborganir eru tekjutengdar. Áhrifin kæmu fram í því hve langan tíma tekur að greiða lán niður og mundi sá tími styttast því meir sem launin eru hærri. Niðurfelling hefði áhrif á fjárhag ríkisins, segir í svari Gylfa Magnússonar. Réttindi sjóðsfélaga í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna og Lífeyrissjóði hjúkrunarfræðinga haldast óbreytt þótt höfuðstóll eigna sjóðsfélaga yrði færður niður. Vegna þess þyrfti ríkissjóður að gangast í ábyrgðir eða hækka mótframlög til sjóðanna svo hægt yrði að mæta lækkun höfuðstóls. Hjá almennum lífeyrissjóðum standa aðeins eignir sjóða undir réttindum. Því yrði að skerða greiðslur til lífeyrisþega vegna lækkunar á höfuðstól lífeyrissjóðslána, að sögn ráðherrans. Loks þyrfti ríkið að leggja fram fé til Íbúðalánasjóðs til að mæta höfuðstólslækkun. Skýringin á því er sú að eiginfjárhlutfall sjóðsins er þegar undir viðmiðunarmörkum. [email protected]
Fréttir Innlent Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira