Mikið hass fannst í skattsvikarannsókn 17. september 2010 05:45 Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira
Á tólfta kíló af hassi fannst í einni þeirra húsleita sem gerðar voru í vikunni vegna umfangsmikils skattsvikamáls sem lögreglan í höfuðborginni hefur nú til rannsóknar. Heimildir Fréttablaðsins herma að lögregla rannsaki hvort ágóðinn af svikunum hafi runnið til fíkniefnakaupa. Sex manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um að hafa svikið út rúmlega 270 milljónir króna endurgreiðslur á virðisaukaskatti. Einn þeirra sem eru í haldi er starfsmaður Ríkisskattstjóra. Grunur er um að gögn sem skilað var til skattsins hafi verið fölsuð og að vitorðsmaðurinn hjá skattinum hafi komið þeim í gegnum kerfið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa í það minnsta sumir hinna handteknu hlotið dóma, og þá fyrir annars konar brot en efnahagsbrot. „Þetta mál er stórt og flókið og umfangsmikið," segir Jón H.B. Snorrason, sem hefur umsjón með rannsókninni. „Þarna er grunur um að sviknar hafi verið út úr ríkissjóði 270 milljónir með því að leggja fyrir skattstofu röng, fölsuð og tilefnis- og tilhæfulaus gögn um starfsemi og greiðslu virðisaukaskatts sem síðan hefur falið í sér endurgreiðslu á skattinum." Upphaflega voru níu manns handteknir vegna rannsóknar lögreglu í aðgerðum hennar á þriðjudag og í fyrradag. Þremur var sleppt að loknum yfirheyrslum þar sem ekki þótti ástæða til að halda þeim lengur. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu yfir hinum sex. Fólkið er allt íslenskt, fjórir karlmenn og tvær konur. Sexmenningarnir sæta gæsluvarðhaldi til næstkomandi mánudags, þeir sem styst voru úrskurðaðir, en hinir í allt að tvær vikur. Lögreglan, ásamt starfsmönnum frá skattrannsóknarstjóra, framkvæmdi húsleitir í tengslum við allar handtökurnar. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst er fólkið talið hafa sett á fót sýndarfyrirtæki sem hafði enga raunverulega starfsemi en sýndi fram á með fölsuðum gögnum að það hefði varið stórfé til endurbóta á húsnæði. Fyrirtæki sem eru með húsnæði í uppbyggingu, sem síðan munu verða í virðisaukaskattskyldri starfsemi, geta fengið sérstaka heimild til endurgreiðslu á innskatti meðan á uppbyggingunni stendur sem í þessu tilviki var veitt af vitorðsmanninum hjá skattinum. Jón segir að rannsóknin hafi hafist í síðustu viku, eftir að fjármálastofnun sendi ábendingu um ætlað peningaþvætti til lögreglu. Meint brot hafi staðið lengi, jafnvel árum saman. Ágóðinn af brotunum hafi ekki verið endurheimtur og einn þáttur rannsóknarinnar snúi einmitt að því að komast að því hvað hafi orðið um féð.- jss, sh
Fréttir Mest lesið „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Innlent Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Innlent Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Innlent Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Fleiri fréttir „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Sjá meira