Skýrari línur Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. september 2010 09:43 Dómur Hæstaréttar um vexti á myntkörfuláni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við honum stuðla að því að draga úr óvissu um stöðu skuldara. Fyrri dómur Hæstaréttar, sem dæmdi gengisviðmiðun lána sem veitt eru í íslenzkum krónum ólöglega, svaraði ekki spurningunni um hvernig reikna ætti vexti af lánunum. Nú liggur það fyrir; Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lánasamningunum um lága, erlenda vexti hafi verið órjúfanlega tengd við gengistryggingu lánanna. Þegar henni sé ekki lengur til að dreifa beri að miða við lægstu óverðtryggða vexti Seðlabankans. Þetta er það sem búast mátti við. Væntingar margra, þar með talinna opinberra embættismanna á borð við talsmann neytenda, um annað voru alla tíð óraunhæfar. Raunar má spyrja hversu ábyrgt það hafi verið af viðkomandi að vekja hjá fólki vonir um að það fengi vaxtakjör sem aldrei hafa verið í boði á Íslandi - eins og það hefði unnið í happdrætti. Í landi með ónýtan gjaldmiðil lánar enginn peninga til lengri tíma nema með einhvers konar tryggingu fyrir því að fá endurgreiddar jafnverðmætar krónur og hann lánaði. Sú staðreynd endurspeglast í Hæstaréttardómnum. Með dómi Hæstaréttar verða þeir sem tóku myntkörfulán álíka settir og þeir sem tóku hefðbundin, verðtryggð lán í íslenzkum krónum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt ýmsir lýsi dóminum sem miklum vonbrigðum, er talið að höfuðstóll gengistryggðra lána lækki um fjórðung til helming. Það gerir hlutskipti margra fjölskyldna mun bærilegra. Að þessu sinni var ríkisstjórnin viðbúin dómnum og brást strax við. Löggjöfin, sem Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra leggur til að verði sett, á að taka af allan vafa um að eins verði farið með öll bíla- og húsnæðislán, sem einstaklingar tóku. Það mun kosta bankakerfið yfir 43 milljarða króna. Hins vegar vill ráðherrann sömuleiðis setja lög, sem hindra að það sama gangi yfir fyrirtæki með lán, sem tengd eru við erlenda gjaldmiðla. Það er gert með þeim rökum að slíkt yrði of mikið högg fyrir bankakerfið og þar með skattgreiðendur, sem gætu enn þurft að leggja bönkunum til eigið fé. Á móti vill ráðherra knýja bankana til að gera gangskör að endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna. Markmið efnahags- og viðskiptaráðherra með því að fara þessa leið eru skiljanleg. Hann vill létta undir með heimilunum í skuldavanda þeirra og stuðla að því að þau fyrirtæki, sem mest þurfa á endurskipulagningu lána að halda, fái aðstoð í stað þess að skattgreiðendur neyðist til að hjálpa bönkunum á ný. Þannig færi fram gífurleg eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja með gengistryggð lán, burtséð frá stöðu þeirra. Sú lagasetning getur þó enn og aftur þurft að koma til kasta dómstóla ef fyrirtæki láta reyna á rétt sinn, sem líklegt verður að teljast. Gagnvart heimilunum í landinu þýðir dómur Hæstaréttar og boðuð lagasetning hins vegar að óvissu hefur verið eytt og línurnar skýrzt. Það er mikils virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun
Dómur Hæstaréttar um vexti á myntkörfuláni og viðbrögð ríkisstjórnarinnar við honum stuðla að því að draga úr óvissu um stöðu skuldara. Fyrri dómur Hæstaréttar, sem dæmdi gengisviðmiðun lána sem veitt eru í íslenzkum krónum ólöglega, svaraði ekki spurningunni um hvernig reikna ætti vexti af lánunum. Nú liggur það fyrir; Hæstiréttur kemst að þeirri niðurstöðu að ákvæði í lánasamningunum um lága, erlenda vexti hafi verið órjúfanlega tengd við gengistryggingu lánanna. Þegar henni sé ekki lengur til að dreifa beri að miða við lægstu óverðtryggða vexti Seðlabankans. Þetta er það sem búast mátti við. Væntingar margra, þar með talinna opinberra embættismanna á borð við talsmann neytenda, um annað voru alla tíð óraunhæfar. Raunar má spyrja hversu ábyrgt það hafi verið af viðkomandi að vekja hjá fólki vonir um að það fengi vaxtakjör sem aldrei hafa verið í boði á Íslandi - eins og það hefði unnið í happdrætti. Í landi með ónýtan gjaldmiðil lánar enginn peninga til lengri tíma nema með einhvers konar tryggingu fyrir því að fá endurgreiddar jafnverðmætar krónur og hann lánaði. Sú staðreynd endurspeglast í Hæstaréttardómnum. Með dómi Hæstaréttar verða þeir sem tóku myntkörfulán álíka settir og þeir sem tóku hefðbundin, verðtryggð lán í íslenzkum krónum. Það er mikilvægt að hafa í huga að þótt ýmsir lýsi dóminum sem miklum vonbrigðum, er talið að höfuðstóll gengistryggðra lána lækki um fjórðung til helming. Það gerir hlutskipti margra fjölskyldna mun bærilegra. Að þessu sinni var ríkisstjórnin viðbúin dómnum og brást strax við. Löggjöfin, sem Árni Páll Árnason efnahags- og viðskiptaráðherra leggur til að verði sett, á að taka af allan vafa um að eins verði farið með öll bíla- og húsnæðislán, sem einstaklingar tóku. Það mun kosta bankakerfið yfir 43 milljarða króna. Hins vegar vill ráðherrann sömuleiðis setja lög, sem hindra að það sama gangi yfir fyrirtæki með lán, sem tengd eru við erlenda gjaldmiðla. Það er gert með þeim rökum að slíkt yrði of mikið högg fyrir bankakerfið og þar með skattgreiðendur, sem gætu enn þurft að leggja bönkunum til eigið fé. Á móti vill ráðherra knýja bankana til að gera gangskör að endurskipulagningu skulda fyrirtækjanna. Markmið efnahags- og viðskiptaráðherra með því að fara þessa leið eru skiljanleg. Hann vill létta undir með heimilunum í skuldavanda þeirra og stuðla að því að þau fyrirtæki, sem mest þurfa á endurskipulagningu lána að halda, fái aðstoð í stað þess að skattgreiðendur neyðist til að hjálpa bönkunum á ný. Þannig færi fram gífurleg eignatilfærsla frá almenningi til fyrirtækja með gengistryggð lán, burtséð frá stöðu þeirra. Sú lagasetning getur þó enn og aftur þurft að koma til kasta dómstóla ef fyrirtæki láta reyna á rétt sinn, sem líklegt verður að teljast. Gagnvart heimilunum í landinu þýðir dómur Hæstaréttar og boðuð lagasetning hins vegar að óvissu hefur verið eytt og línurnar skýrzt. Það er mikils virði.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun