Þorvaldur Gylfason: Pólska leiðin 6. maí 2010 06:00 Hinn 11. febrúar í ár lagði ég hér í blaðinu einu sinni sem oftar út af eftirminnilegum ummælum Bjarna Bendiktssonar síðar forsætisráðherra frá 1934 um svik samábyrgðarinnar. Ég lýsti í því viðfangi nýrri löggjöf um skerðingu sjálftekinna hlunninda í Póllandi. Lýsingin hljóðaði svo: Makleg málagjöld„Í Póllandi var Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, síðasti kommúnistaleiðtoginn, dreginn fyrir dóm eftir dúk og disk. Réttarhaldið stendur enn. Hann ver sig með því, að hann hefði neyðzt til að taka völdin í sínar hendur, því að ella hefði Rauði herinn ráðizt inn í landið. Pólverjar hafa verið á báðum áttum, en nú fjölgar þeim, sem telja nauðsynlegt að svipta hulunni af fortíðinni og refsa þeim, sem brutu af sér. Þetta fólk segir: við þurftum fyrsta kastið að verja öllum okkar kröftum til að reisa Pólland við, en nú er því verki lokið, landið er komið inn í ESB, svo að nú getum við snúið okkur að uppgjörinu, sem við slógum á frest. Nýlega ákvað pólska þingið að skerða eftirlaun Jaruzelskis og 40.000 annarra karla og kvenna, sem unnu fyrir pólsku leyniþjónustuna. Hví ekki? Hví skyldi þetta fólk fá að halda sjálfteknum eftirlaunum fyrir að leggja líf almennings í rúst?" Afbrot og sjálftakaTvennt vakti aðallega fyrir löggjafanum í Varsjá. Í fyrsta lagi höfðu leyniþjónustumennirnir, sem nýju lögin ná til, ljóslega brotið af sér, enda þótt deila megi um, hvort sum brotin hafi varðað við lög eða ekki. Í annan stað hafði þetta fólk skammtað sjálfu sér með atbeina Kommúnistaflokksins eftirlaun og önnur hlunnindi, sem voru að meðaltali þreföld á við eftirlaun venjulegs fólks. Þessi blanda brotlegrar háttsemi og sjálftöku reið baggamuninn við lagasetninguna. Nærri má geta, hvort gamlir kommúnistar og aðrir börðust ekki gegn löggjöfinni með kjafti og klóm. Langar ræður úr munni gamalla kommúnista um friðhelgi eignarréttarins og óriftanlega samninga hafa sennilega haft holan hljóm í eyrum flestra Pólverja. Sagt er, að einhverjir þeirra, sem lögin ná til, ætli að reyna að fá þeim hnekkt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Tíminn mun leiða í ljós, hvernig hugsanlegri áfrýjun þangað reiðir af. Lögbrot og önnur brotÞessi nýja löggjöf Pólverja á nú brýnt erindi við Íslendinga. Hér eins og í Póllandi þarf þjóðin að gera upp við sig, hvernig hún tekur á vanrækslu stjórnmálamanna og embættismanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis tekur af tvímæli um lögbrot bankanna og um samábyrgð bankanna og stjórnvalda og nafngreinir þrjá fyrrum ráðherra og fjóra embættismenn, sem sýndu vanrækslu. Líkur benda til, að Alþingi telji nauðsynlegt að kveðja saman Landsdóm til að skera úr um, hvort ráðherrarnir hafi brotið lög um ráðherraábyrgð. Sérstakur saksóknari eða ríkissaksóknari mun væntanlega með líku lagi ákæra embættismennina. Lögin eru þó ekki einhlít viðmiðun. Alþingi getur að auki ákveðið viðeigandi viðbrögð við vanrækslu sjömenninganna með því að leita leiða til að afnema eftirlaun þeirra og önnur sjálftekin hlunnindi eða skerða þau svo, að þau miðist til dæmis við lægstu eftirlaun, sem tíðkast meðal ríkisstarfsmanna. Þess vegna hef ég lagt það til í sjónvarpi og útvarpi, og ítreka tillöguna nú hér á prenti, að ríkisstjórnin eða Alþingi óski eftir aðstoð pólskra stjórnvalda við að leiða sambærileg ákvæði í íslenzk lög. Höfundar pólsku laganna þekkja sviðið og kunna að girða fyrir mótbárur þeirra, sem munu reyna að standa í vegi fyrir lagasetningunni. Pólverjunum er í lófa lagið að leiðbeina höfundum um sams konar lagatexta handa Íslendingum. Slík lög myndu án efa mælast vel fyrir.Níu nöfnSjálfsagt er að bæta tveim fyrrum ráðherrum í hóp sjömenninganna, þeim Halldóri Ásgrímssyni fv. utanríkisráðherra og Valgerði Sverrisdóttir fv. viðskiptaráðherra. Þau stýrðu ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra einkavæðingu bankanna með ámælisverðum hætti eins og Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni. Þetta fólk hefur með spilltri háttsemi bakað landinu óbætanlegan skaða og sýnir engin merki um iðrun. Hvers vegna skyldu þau af öllum mönnum fá að þiggja margföld sjálftekin eftirlaun og önnur hlunnindi úr vasa fólksins í landinu, sem líður nú sárlega fyrir afleiðingar gerða þeirra? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hinn 11. febrúar í ár lagði ég hér í blaðinu einu sinni sem oftar út af eftirminnilegum ummælum Bjarna Bendiktssonar síðar forsætisráðherra frá 1934 um svik samábyrgðarinnar. Ég lýsti í því viðfangi nýrri löggjöf um skerðingu sjálftekinna hlunninda í Póllandi. Lýsingin hljóðaði svo: Makleg málagjöld„Í Póllandi var Wojciech Jaruzelski hershöfðingi, síðasti kommúnistaleiðtoginn, dreginn fyrir dóm eftir dúk og disk. Réttarhaldið stendur enn. Hann ver sig með því, að hann hefði neyðzt til að taka völdin í sínar hendur, því að ella hefði Rauði herinn ráðizt inn í landið. Pólverjar hafa verið á báðum áttum, en nú fjölgar þeim, sem telja nauðsynlegt að svipta hulunni af fortíðinni og refsa þeim, sem brutu af sér. Þetta fólk segir: við þurftum fyrsta kastið að verja öllum okkar kröftum til að reisa Pólland við, en nú er því verki lokið, landið er komið inn í ESB, svo að nú getum við snúið okkur að uppgjörinu, sem við slógum á frest. Nýlega ákvað pólska þingið að skerða eftirlaun Jaruzelskis og 40.000 annarra karla og kvenna, sem unnu fyrir pólsku leyniþjónustuna. Hví ekki? Hví skyldi þetta fólk fá að halda sjálfteknum eftirlaunum fyrir að leggja líf almennings í rúst?" Afbrot og sjálftakaTvennt vakti aðallega fyrir löggjafanum í Varsjá. Í fyrsta lagi höfðu leyniþjónustumennirnir, sem nýju lögin ná til, ljóslega brotið af sér, enda þótt deila megi um, hvort sum brotin hafi varðað við lög eða ekki. Í annan stað hafði þetta fólk skammtað sjálfu sér með atbeina Kommúnistaflokksins eftirlaun og önnur hlunnindi, sem voru að meðaltali þreföld á við eftirlaun venjulegs fólks. Þessi blanda brotlegrar háttsemi og sjálftöku reið baggamuninn við lagasetninguna. Nærri má geta, hvort gamlir kommúnistar og aðrir börðust ekki gegn löggjöfinni með kjafti og klóm. Langar ræður úr munni gamalla kommúnista um friðhelgi eignarréttarins og óriftanlega samninga hafa sennilega haft holan hljóm í eyrum flestra Pólverja. Sagt er, að einhverjir þeirra, sem lögin ná til, ætli að reyna að fá þeim hnekkt fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu. Tíminn mun leiða í ljós, hvernig hugsanlegri áfrýjun þangað reiðir af. Lögbrot og önnur brotÞessi nýja löggjöf Pólverja á nú brýnt erindi við Íslendinga. Hér eins og í Póllandi þarf þjóðin að gera upp við sig, hvernig hún tekur á vanrækslu stjórnmálamanna og embættismanna í aðdraganda bankahrunsins. Skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis tekur af tvímæli um lögbrot bankanna og um samábyrgð bankanna og stjórnvalda og nafngreinir þrjá fyrrum ráðherra og fjóra embættismenn, sem sýndu vanrækslu. Líkur benda til, að Alþingi telji nauðsynlegt að kveðja saman Landsdóm til að skera úr um, hvort ráðherrarnir hafi brotið lög um ráðherraábyrgð. Sérstakur saksóknari eða ríkissaksóknari mun væntanlega með líku lagi ákæra embættismennina. Lögin eru þó ekki einhlít viðmiðun. Alþingi getur að auki ákveðið viðeigandi viðbrögð við vanrækslu sjömenninganna með því að leita leiða til að afnema eftirlaun þeirra og önnur sjálftekin hlunnindi eða skerða þau svo, að þau miðist til dæmis við lægstu eftirlaun, sem tíðkast meðal ríkisstarfsmanna. Þess vegna hef ég lagt það til í sjónvarpi og útvarpi, og ítreka tillöguna nú hér á prenti, að ríkisstjórnin eða Alþingi óski eftir aðstoð pólskra stjórnvalda við að leiða sambærileg ákvæði í íslenzk lög. Höfundar pólsku laganna þekkja sviðið og kunna að girða fyrir mótbárur þeirra, sem munu reyna að standa í vegi fyrir lagasetningunni. Pólverjunum er í lófa lagið að leiðbeina höfundum um sams konar lagatexta handa Íslendingum. Slík lög myndu án efa mælast vel fyrir.Níu nöfnSjálfsagt er að bæta tveim fyrrum ráðherrum í hóp sjömenninganna, þeim Halldóri Ásgrímssyni fv. utanríkisráðherra og Valgerði Sverrisdóttir fv. viðskiptaráðherra. Þau stýrðu ásamt Davíð Oddssyni forsætisráðherra og Geir H. Haarde fjármálaráðherra einkavæðingu bankanna með ámælisverðum hætti eins og Rannsóknarnefnd Alþingis lýsir í skýrslu sinni. Þetta fólk hefur með spilltri háttsemi bakað landinu óbætanlegan skaða og sýnir engin merki um iðrun. Hvers vegna skyldu þau af öllum mönnum fá að þiggja margföld sjálftekin eftirlaun og önnur hlunnindi úr vasa fólksins í landinu, sem líður nú sárlega fyrir afleiðingar gerða þeirra?
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun