Skólinn kennir á lífið Bjarni Karlsson skrifar 2. desember 2010 00:01 Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nú heldur áfram umræðan um tillögugerð mannréttindaráðs borgarinnar varðandi samstarf kirkju og skóla og það hefur mikið að segja að jákvæður farvegur finnist í þessu máli. Við viljum öll að leik- og grunnskóli sé öruggur og uppbyggilegur vettvangur sem miðli því helsta og besta sem samfélagið hefur að færa börnum á hverjum tíma. Þar viljum við að góðum siðgildum sé haldið á lofti og að börnin þjálfist í almennri lífsleikni um leið og vitsmunaleg og tæknileg færni þeirra fær ákjósanleg vaxtarskilyrði. Þá er mikilvægt fyrir hvern skóla og foreldrasamfélag að eiga trausta bandamenn í nærumhverfi sínu, því hér gildir hið fornkveðna að það þarf þorp til þess að ala upp barn. Fjölbreytt þekking og félagsleg kunnátta vex af kynnum við margt fólk og okkur ber að tryggja að skólinn sé slíkt mannlífstorg sem miðli breiðri þekkingu. Við viljum glæða forvitni hinna ungu en kenna þeim varkárni. Við viljum að þau séu markviss í eigin lífi en taki jafnframt tilliti til annarra. Og við viljum að þau verði sjálfstæðar siðverur og kunni fótum sínum forráð í fjölbreyttum heimi þar sem allt virðist falt og flest hægt. Af þessum ástæðum þykir foreldrum og kennurum almennt mikilvægt að börn njóti þjónustu stofnana og félagasamtaka sem bjóða upp á fjölbreytta þroskamöguleika í tómstundum. Listnám, íþróttir, útivist, kirkjustarf, skátar o.m.fl. kemur þar við sögu en forsenda samstarfsins er þó ætíð ein; trúnaður. Foreldra- og skólasamfélagið verður að sjá verðugan bandamann í félagi sem býður barni upp á tómstundaiðkun og það verður að mega treysta því að þar fari ekkert fram sem ögri heill barnsins. Því er jákvætt að mannréttindaráð borgarinnar setji rammaviðmið um samskipti félaga og stofnana við skólasamfélagið, en það þarf að gæta þess að þeir rammar séu raunhæfir og beri ekki með sér neitt annað en umhyggju fyrir uppeldisaðstæðum barna. Ósættið sem nú ríkir um tillögur mannréttindaráðs er til komið vegna þess að margir þykjast greina þar andúð á milli lína. Mörgum finnst stafa þótti gagnvart kirkju og trú af tillögunum. Ég tek undir þá skoðun og álít ekki gott að yfirvöld noti andúð eða beiti þótta. Nú ríður á að við byggjum upp gagnsætt og merkingarbært samfélag þar sem eining ríkir í fjölbreytileikanum. Við þurfum að þróa með okkur þjóðfélag sem er siðferðislega vakandi, sveigjanlegt og stefnufast í senn. Við þurfum að rifja upp og rækta þau siðgildi sem við viljum hafa í heiðri og til þess notum við almannarýmið. Siður samfélagsins er ekki einkamál heimilisins heldur vex hann fram í gagnvirkum tengslum heimilis, skóla og allra annarra stofnana. Sjálfur er ég sóknarprestur og sit jafnframt í velferðarráði Reykjavíkur fyrir hönd Samfylkingarinnar, svo að málið er mér skyldara en ella. Og þar sem ég hef lýst mig vanhæfan til að fjalla um þetta mál í velferðarráði, því ég vil ekki að umsögn þess verði skýrð með veru minni, þá ætla ég hér að hvetja samherja mína í mannréttindaráði til að endurskoða tillögur sínar í anda jafnræðis og snúa þeim jafnt að öllum félögum og stofnunum sem víkja vilja góðu að börnum og unglingum.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar