Ekki meir, ekki meir Svavar Gestsson skrifar 7. október 2010 06:00 Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Nú er sú tíð að Íslendingar eiga bara eina fasteign saman sem ekki verður metin til fjár; það er alþingishúsið. Nú virðist sterk samstaða um þetta hús, það er að segja um að það megi kasta í það skít. Enginn mótmælir því. Ekki alþingismennirnir sem starfa þar, ekki fjölmiðlarnir. Er það kanski komið í lög að alþingishúsið megi eyðileggja með drullukasti. Hvar er húsfriðunarnefnd? Það er verið að bera fólk út. Fólk á ekki fyrir mat. Það eru langar biðraðir eftir mat. Neyðin hefur kvatt dyra á þúsundum íslenskra heimila. Í örvinglan er fólk að kasta tómatsósu í alþingishúsið. Hvað hefur alþingishúsið gert fólki? Alþingishúsið er ekki sökudólgurinn. Er alþingishúsið tákn fyrir valdið? Þarf þá ekki að muna að Alþingi er líka tákn fyrir það vald sem við sóttum af Dönum fyrir 66 árum? Þarf ekki að hafa í huga að alþingishúsið er aðsetur lýðræðisins og lýðræðið er besta stjórnarformið sem hefur verið fundið upp nokkru sinni? Alþingi er tákn þess valds sem við eigum að hafa vit á að hafa fyrir okkur sjálf. En valdið sem er vandamál í dag er auðvaldið - ekki Alþingi. Það er auðvaldið sem ber ábyrgð á hruninu. Auðvaldið á ekki heima í alþingishúsinu nema kanski innan í einum og einum þingmanni. Vel á minnst: Af hverju tekur enginn alþingismaður upp hanskann fyrir alþingishúsið? Af hverju reynir enginn að útskýra hlutverk Alþingis og alþingishússins? Fjöldi fólks öskrar í hljóðnemana að það eigi að leggja Alþingi niður, að það eigi að loka Alþingi. Viljum við einræði? Nei, við viljum ekki einræði. Það er ekki í lagi að henda skít í alþingishúsið. Það er ofbeldisaðgerð. Það er ekki í lagi að trufla Alþingi að störfum. Alþingi á að starfa - á að tala og á að komast að niðurstöðum. Hámark hinna undarlegu viðburða er þó þingmaðurinn sem tekur sér leyfi frá þingstörfum og tekur inn varamann og mætir á Austurvöll til að berja tunnur. Á kanski að flytja Alþingi í burtu, vestur á firði? Á að byggja plexíglerhús yfir alþingishúsið og kannski dómkirkjuna í leiðinni? Á Alþingi kanski að funda í tjaldi sem er færanlegt? Eða er það kanski lausn að leyfa alþingishúsinu að vera með ummerkjunum áfram, að láta sturta yfir það rusli og skít, dag eftir dag, nótt eftir nótt? Því meira því betra. Og safna skítnum saman í hauga. Er það ekki falleg tilhugsun þegar skítahaugarnir eru orðnir svo háir að það sést ekki í alþingishúsið lengur? Leysir það vandann að stafla fleiri tunnum fyrir utan þinghúsið svo fleiri geti komið og lamið? Vilja kanski fleiri þingmenn taka sér frí frá þingstörfum til að berja tunnur fyrir utan alþingishúsið? Það er þekktur málsháttur að það glymur hæst í tómri tunnu. Sá málsháttur átti við innantómt fólk. Á kanski að halda upp á 200 ára ártíð Jóns Sigurðssonar með því að eyðileggja alþingishúsið þetta örhýsi lýðræðisins á Íslandi? Það er úrslitaatriði fyrir íslenska alþýðu að hún eigi sér virkt lýðræði og þingræði. Það getur verið að auðstéttin lifi þetta allt af og hún flytji úr landi ef illa fer. Hún hefur arðrænt samfélagið í áratugi og hún bíður greinilega blóðþyrst eftir því að fá að ráða öllu aftur. Alþingishúsið breytir engu fyrir hana. En það er úrslitaatriði fyrir kjör almennings á Íslandi að fólk geti knúið fram með félagslegum hætti ákvarðanir í sína þágu - á Alþingi. Það á að safna liði með skipulegum hætti og berjast fyrir bættu þjóðfélagi, gegn auðvaldinu og umboðsmönnum hennar. Það leysir engan vanda að kasta grjóti, drullu og matarafgöngum í alþingishúsið eða dómkirkjuna. Ekki meir, ekki meir.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun