Til varnar Jóhönnu Ellert B. Schram skrifar 10. nóvember 2010 06:00 Í öllum þeim óróa og óvissu sem enn er fyrir hendi í samfélaginu er ýmsu kastað fram í fljótfærni, reiði og hugarangri. Þetta skil ég. Ég skil líka mótmæli og vanstillingu þeirra sem eiga um sárt að binda. Örvænting er skiljanleg hjá því fólki sem missir húsnæði sitt eða á ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum. Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönnunum og tónninn er gefinn á mótmælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu. Það gleymist hinsvegar að núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkisstjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum. Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauðsynleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki líklegt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálfum sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokkaátök birtingarmynd af þeirri staðreynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið. Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokksfylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um. Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera hennar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimtar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsætisráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vandlætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft. Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðarleg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórnmálamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafnréttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þvergirðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sérhagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir. Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynnum við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að takast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig. Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Í öllum þeim óróa og óvissu sem enn er fyrir hendi í samfélaginu er ýmsu kastað fram í fljótfærni, reiði og hugarangri. Þetta skil ég. Ég skil líka mótmæli og vanstillingu þeirra sem eiga um sárt að binda. Örvænting er skiljanleg hjá því fólki sem missir húsnæði sitt eða á ekki lengur fyrir lífsnauðsynjum. Reiðin og gagnrýnin beinist nú sem endranær að ríkisstjórn og ráðherrum og reyndar að þeim flokkum sem að ríkisstjórninni standa. Það sést í skoðanakönnunum og tónninn er gefinn á mótmælafundum, svo ekki sé talað um öll pólitísku skúmaskotin. Ekki hjálpa heldur blaða-, sjónvarps- og útvarpsfréttir, sem dag eftir dag og kvöld eftir kvöld draga upp nýjar hryllingsmyndir af ástandinu. Það gleymist hinsvegar að núverandi ríkisstjórn var mynduð eftir hrun. Hún ber ekki ábyrgð á öllu því sem aflaga fór. Núverandi ríkisstjórn undir forystu þeirra Jóhönnu og Steingríms er að taka til. Hún er að moka flórinn. Það er ekki áhlaupaverk í miðjum rústunum. Það þarf engum að koma á óvart enda þótt ýmislegt misfarist í þeirri allsherjarhreingerningu sem nauðsynleg er. Eða að tiltektin dragist. Eða að mismunandi skoðanir séu uppi á leiðum og stefnu og hraða endurreisnarinnar. Það eru engar töfralausnir til og það er ekki líklegt til vinsælda þegar draga þarf úr útgjöldum eða hækka skatta. Því miður hafa stjórnmálaflokkarnir á þingi grafið undan trausti á sjálfum sér með því að sitja enn í gömlu skotgröfunum, í þeirri ímynd sinni, að það kunni að hafa áhrif á fylgið! Með öðrum orðum eru þessi flokkaátök birtingarmynd af þeirri staðreynd að pólitíkin á Íslandi snúist enn um völdin þeirra í milli eða hvers um sig. Þar liggur meinið. Og misskilningurinn. Baráttan þessar vikurnar og mánuðina framundan snýst um þjóðarhag. Ekki flokksfylgi. Sem Samfylkingarmaður er mér ekki efst í huga kjörfylgi þess flokks í næstu kosningum, svo framarlega sem hann hefur þjóðarhagsmuni í fyrirrúmi í starfi sínu á þingi eða annars staðar. Við erum að reyna að bjarga þjóð en ekki flokkum. Það er verkefnið sem Alþingi á að sameinast um. Dapurlegast er þó að upplifa það umtal, þá gagnrýni og þann áróður að Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra valdi ekki verkefni sínu og allri skuld sé skellt á ríkisstjórn hennar. Rétt eins og tilvera hennar í ráðherrastólnum sé upphaf og endir þeirrar efnahagskreppu sem yfir okkur dundi. Fólk heimtar utanþingsstjórn eða þjóðstjórn og öflugt dagblað, sem ég nefni ekki einu sinni á nafn, hefur þá ritstjórnarstefnu að hæða forsætisráðherra og gera lítið úr henni, þessari konu, sem tekið hefur að sér að stýra því óumræðanlega erfiða verki, að rétta þjóðarskútuna við. Bloggsíður eru uppfullar af vandlætingu og orðbragði, sem er fyrir neðan alla virðingu. Úrtölumenn heimta nýtt fólk til forystu, eins og það bíði í biðröðum eftir að komast í stól forsætisráðherra. Eða sé til þess hæft. Hvað sem segja má um Jóhönnu Sigurðardóttur, þá er hún heiðarleg, hugrökk og forkur dugleg. Á þrjátíu ára ferli sínum sem stjórnmálamaður hefur hún verið sjálfri sér samkvæm, verið fulltrúi jafnréttis, heiðarleika og minni máttar. Mannorð hennar er óflekkað. Þvergirðingur segja sumir, en það er af því að hún hefur aldrei hvikað frá þeirri pólitísku köllun sinni að rétta hjálparhönd þeim sem minna mega sín. Hún er ekki fulltrúi neinna sérhagsmuna, hún er ekki í pólitík til að maka sinn eigin krók. Mér finnst leitun að slíkum einstaklingi eða hverskonar manneskju viljum við frekar til að stýra þjóðarskútunni út úr brimgarðinum? Ég segi: Það var lán að eiga hana að, þegar þessi ósköp öll dundu yfir. Þetta er ekki sagt af því að hún er flokkssystir mín. Þetta er sagt vegna fimmtíu ára reynslu af kynnum við fólk í félagsmálastörfum mínum, stjórnmálastörfum og úti um víðan völl. Ég tek hattinn ofan fyrir Jóhönnu og Steingrími, sem bæði hafa lagt allt undir til að takast á við verkefni, sem var og er í rauninni ofurmannlegt. Ég auglýsi að minnsta kosti eftir þeim einstaklingi, sem vill kasta sér út í þennan flór og fá skítkastið allt yfir sig. Að öðru leyti læt ég svo öðrum eftir að karpa um það sem gert er eða ógert. Hægt og sígandi munu hjólin snúast á nýjan leik. Þetta er þolinmæðisverk, björgunarstarf sem tekur sinn tíma og sinn toll.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun