Segja mikilvægt að ræða peningamálin 28. desember 2010 06:00 Gylfi Arnbjörnsson ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. [email protected] Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira
ASÍ og Samtök atvinnulífsins eru sammála um að umræða um nýja peningamálastefnu, sem Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, hóf í Fréttablaðinu í gær, sé afar mikilvæg. Forsvarsmenn samtakanna eru sammála um að botn verði að fá í umræðu um gjaldmiðlamálin. „Þetta er mikilvæg umræða sem þarf að fara í gang,“ segir Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ. Hann bendir á að aðildarfélög ASÍ hafi ekki treyst sér til að gera kjarasamninga til langs tíma þar sem menn séu brenndir af óstöðugleikanum sem fylgi krónunni. „En eins og menn vita verður ekki skipt hér um gjaldmiðil á næstu vikum eða mánuðum. Það sem skiptir máli núna er að setja niður hvernig við ætlum að varða leiðina að því vonandi að taka upp evruna,“ segir Gylfi. „Ég lít svo á að tilrauninni með krónuna sé lokið,“ segir Gylfi. Nú þurfi að eiga samstarf við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og vonandi Evrópska seðlabankann til að losa um gjaldeyrishöftin. „Við fögnum því að Árni Páll vilji hafa forgöngu um að setja í gang samráð eða umræðu um peningastefnuna,“ segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann segir miklu skipta að móta nýja peningamálastefnu sem fyrst. Samtökin voru gagnrýnin á Seðlabanka Íslands þegar bankinn hækkaði ítrekað vexti til að reyna að sporna við verðbólgunni í aðdraganda hrunsins. Vilhjálmur segir að þá strax hafi verið augljóst að framkvæmd peningastefnunnar hafi ekki verið að virka. Hann segir mikilvægt að aflétta gjaldeyrishöftunum sem fyrst til að opna fjármagnsmarkaði. Þá geti gengi krónunnar byggst á raunveruleikanum, ekki gerviumhverfi sem gjaldeyrishöftin skapi. Það er einsýnt að það þarf fleiri tæki til að viðhalda stöðugleika en stýrivexti Seðlabankans eina, segir Vilhjálmur. Til dæmis þurfi ábyrgð stjórnvalda á hagstjórninni að vera meiri en hún hafi verið. [email protected]
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Fleiri fréttir Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Sjá meira