Árið 2010 Sverrir Jakobsson skrifar 28. desember 2010 06:00 Að mörgu leyti var árið sem nú er á enda ár hinna óleystu vandamála. Icesave-deilan var í hnút allt árið og í alþjóðlegum viðskiptum er Ísland ennþá í gjörgæslu, líkt og áframhaldandi gjaldeyrishöft eru til marks um. Þetta er nátengt því að ekki er hægt að vænta þess að íslensk fyrirtæki njóti trausts erlendis fyrr en búið er að ganga frá eftirmálunum af gjaldþroti íslensku bankanna. Annar fortíðardraugur frá góðærinu, einkavæðing orkufyrirtækja, hefur ásótt stjórnvöld allt árið og sér enn ekki fyrir lausn þess máls. Fá mál eru líklegri til að reka fleyg í stjórnarsamstarfið - nema helst áframhaldandi ágreiningur um ESB-umsókn - en Magma-málið er þó enn hægt að leysa og líklega eru flestir kjósendur stjórnarflokkanna sammála um þær áherslur að vinda beri ofan af þessari einkavæðingu. Ýmislegt fleira hefur valdið vonbrigðum. Lítill áhugi almennings á kosningum til stjórnlagaþings og hin dræma kjörsókn (einungis 35%) bendir til þess að það hafi ekki verið rétt greining á vanda þjóðarinnar að benda sérstaklega á stjórnarskrána og að stjórnlagaþingið sem kosið var til í nóvember sé ekki það sem almenningur hefur beðið eftir. Þetta þarf ekki að koma á óvart ef við viljum læra af reynslu annarra þjóða. Fyrir um tveimur áratugum reyndu margir að kenna kosningakerfinu á Ítalíu um landlæga spillingu þar í landi. Kerfinu var breytt en ekkert breyttist og Ítalir hafa setið uppi með Berlusconi í tæpa tvo áratugi. Það skiptir þannig máli að greina vandamálin rétt því að röng greining á þeim sóar bæði tíma og peningum auk þess sem að hin raunverulegu vandamál fá ekki næga athygli. Á hinn bóginn hefur margt þróast betur á árinu 2010 en vænta mátti og gefur það góðar vonir um viðsnúning á árinu 2011. Í fyrsta lagi er verðbólga nú komin niður fyrir 2,5% og hefur ekki verið lægri í sjö ár. Þetta gefur stjórnvöldum tækifæri til afnema verðtrygginguna sem yrði byltingarkennd aðgerð í íslensku efnahagslífi. Þá hefur þróun í ríkisfjármálum orðið hagstæðari en búist var við í upphafi ársins. Í ljósi þess að helmingur íslenskrar fjölmiðlaumræðu snýst um að kvarta yfir skattahækkunum en afgangurinn eru umkvartanir yfir niðurskurði þá hlýtur betri staða ríkisfjármála að vera fagnaðarefni. Meira máli skiptir þó að reynt hefur verið að dreifa skattbyrðinni þannig að tekjulægstu hóparnir þurfi að taka minna á sig en hinir tekjuhærri og niðurskurðurinn til velferðarmála er langmestur. Hér er athyglisvert að bera saman frammistöðu ríkis og ýmissa sveitarfélaga, t.d. Reykjavíkurborgar. Þar eru enn ríkjandi kredda frá góðæristímanum um að ekki megi hækka útsvarið en þess í stað er verið er að skera niður í leikskólunum. Nokkrar breytingar til bóta hafa orðið á umgjörð ríkisvaldsins á árinu, einkum á sviði mannréttindamála. Breyttar reglur um skipan dómara draga úr valdi eins ráðherra á þessu sviði og er það raunverulegt skref til að draga úr samþættingu framkvæmdavalds og dómsvalds. Þá var hjúskaparlögum breytt á þann hátt á Ísland er skyndilega í fararbroddi ríkja þar sem fólki er ekki mismunað fyrir það eitt að vilja eiga maka af sama kyni. Hér skiptir breyttur þingmeirihluti verulegu máli þó að ofmælt sé að kalla ríkisstjórnina „hreinræktaða vinstristjórn" eins og sumir stjórnmálafræðingar gera. Eftir stendur að stefna ríkisstjórnarinnar á málefnum innflytjenda hefur ekki tekið nógu róttækum breytingum frá því sem áður tíðkaðist. Varla getur nokkur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar verið almennt sáttur við það hvernig til hefur tekist á árinu. Það vantar félagslega valkosti í bankakerfinu, viðskiptalífinu og húsnæðiskerfinu, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagurinn er grundvöllur allra umbóta og til langs tíma er jákvætt að ríkisfjármálin séu að ná jafnvægi fyrr en ætlað hafði verið, að vextir fari stöðugt lækkandi og að ríkisstjórnin hafi getað rekið sína stefnu í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en án þess að lúta valdboði hans. Til lengri tíma litið þarf þó meiri og róttækari breytingar ef Ísland á ekki að sigla aftur í sama far og fyrir hrunið. Í byrjun sérhvers dags skyldi hugað að endanum. Með þeim orðum læt ég hér staðar numið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Sverrir Jakobsson Mest lesið Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir Skoðun
Að mörgu leyti var árið sem nú er á enda ár hinna óleystu vandamála. Icesave-deilan var í hnút allt árið og í alþjóðlegum viðskiptum er Ísland ennþá í gjörgæslu, líkt og áframhaldandi gjaldeyrishöft eru til marks um. Þetta er nátengt því að ekki er hægt að vænta þess að íslensk fyrirtæki njóti trausts erlendis fyrr en búið er að ganga frá eftirmálunum af gjaldþroti íslensku bankanna. Annar fortíðardraugur frá góðærinu, einkavæðing orkufyrirtækja, hefur ásótt stjórnvöld allt árið og sér enn ekki fyrir lausn þess máls. Fá mál eru líklegri til að reka fleyg í stjórnarsamstarfið - nema helst áframhaldandi ágreiningur um ESB-umsókn - en Magma-málið er þó enn hægt að leysa og líklega eru flestir kjósendur stjórnarflokkanna sammála um þær áherslur að vinda beri ofan af þessari einkavæðingu. Ýmislegt fleira hefur valdið vonbrigðum. Lítill áhugi almennings á kosningum til stjórnlagaþings og hin dræma kjörsókn (einungis 35%) bendir til þess að það hafi ekki verið rétt greining á vanda þjóðarinnar að benda sérstaklega á stjórnarskrána og að stjórnlagaþingið sem kosið var til í nóvember sé ekki það sem almenningur hefur beðið eftir. Þetta þarf ekki að koma á óvart ef við viljum læra af reynslu annarra þjóða. Fyrir um tveimur áratugum reyndu margir að kenna kosningakerfinu á Ítalíu um landlæga spillingu þar í landi. Kerfinu var breytt en ekkert breyttist og Ítalir hafa setið uppi með Berlusconi í tæpa tvo áratugi. Það skiptir þannig máli að greina vandamálin rétt því að röng greining á þeim sóar bæði tíma og peningum auk þess sem að hin raunverulegu vandamál fá ekki næga athygli. Á hinn bóginn hefur margt þróast betur á árinu 2010 en vænta mátti og gefur það góðar vonir um viðsnúning á árinu 2011. Í fyrsta lagi er verðbólga nú komin niður fyrir 2,5% og hefur ekki verið lægri í sjö ár. Þetta gefur stjórnvöldum tækifæri til afnema verðtrygginguna sem yrði byltingarkennd aðgerð í íslensku efnahagslífi. Þá hefur þróun í ríkisfjármálum orðið hagstæðari en búist var við í upphafi ársins. Í ljósi þess að helmingur íslenskrar fjölmiðlaumræðu snýst um að kvarta yfir skattahækkunum en afgangurinn eru umkvartanir yfir niðurskurði þá hlýtur betri staða ríkisfjármála að vera fagnaðarefni. Meira máli skiptir þó að reynt hefur verið að dreifa skattbyrðinni þannig að tekjulægstu hóparnir þurfi að taka minna á sig en hinir tekjuhærri og niðurskurðurinn til velferðarmála er langmestur. Hér er athyglisvert að bera saman frammistöðu ríkis og ýmissa sveitarfélaga, t.d. Reykjavíkurborgar. Þar eru enn ríkjandi kredda frá góðæristímanum um að ekki megi hækka útsvarið en þess í stað er verið er að skera niður í leikskólunum. Nokkrar breytingar til bóta hafa orðið á umgjörð ríkisvaldsins á árinu, einkum á sviði mannréttindamála. Breyttar reglur um skipan dómara draga úr valdi eins ráðherra á þessu sviði og er það raunverulegt skref til að draga úr samþættingu framkvæmdavalds og dómsvalds. Þá var hjúskaparlögum breytt á þann hátt á Ísland er skyndilega í fararbroddi ríkja þar sem fólki er ekki mismunað fyrir það eitt að vilja eiga maka af sama kyni. Hér skiptir breyttur þingmeirihluti verulegu máli þó að ofmælt sé að kalla ríkisstjórnina „hreinræktaða vinstristjórn" eins og sumir stjórnmálafræðingar gera. Eftir stendur að stefna ríkisstjórnarinnar á málefnum innflytjenda hefur ekki tekið nógu róttækum breytingum frá því sem áður tíðkaðist. Varla getur nokkur stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar verið almennt sáttur við það hvernig til hefur tekist á árinu. Það vantar félagslega valkosti í bankakerfinu, viðskiptalífinu og húsnæðiskerfinu, svo nokkur dæmi séu tekin. Efnahagurinn er grundvöllur allra umbóta og til langs tíma er jákvætt að ríkisfjármálin séu að ná jafnvægi fyrr en ætlað hafði verið, að vextir fari stöðugt lækkandi og að ríkisstjórnin hafi getað rekið sína stefnu í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn en án þess að lúta valdboði hans. Til lengri tíma litið þarf þó meiri og róttækari breytingar ef Ísland á ekki að sigla aftur í sama far og fyrir hrunið. Í byrjun sérhvers dags skyldi hugað að endanum. Með þeim orðum læt ég hér staðar numið.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun