Gefið upp á nýtt Ólafur Þ. Stephensen skrifar 17. desember 2010 09:26 Samkomulag ríkisins, fjármálafyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu um aðgerðir til að greiða úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er stórt skref í átt til þess að koma á eðlilegu ástandi í atvinnulífinu á nýjan leik. Litlu og meðalstóru fyrirtækin eru yfirgnæfandi meirihluti allra fyrirtækja í landinu og sjá um helmingi vinnandi fólks fyrir atvinnu. Mörg þeirra hafa átt í miklum erfiðleikum eftir hrun, ekki sízt vegna hruns krónunnar sem tvöfaldaði skuldir þeirra margra hverra. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru frá bankahruninu hefur athygli fjármálastofnananna hins vegar beinzt miklu frekar að stóru fyrirtækjunum og þeim gríðarlegu vandamálum sem þar er við að etja vegna skuldsetningar. Minni fyrirtækin hafa setið eftir. Ókláruð skuldamál þýða að jafnvel þótt fyrirtækin séu í ágætum rekstri hafa þau lítið þorað að hreyfa sig; þau forðast fjárfestingar og hika við að fjölga fólki. Nú á að taka á skuldamálum þeirra fyrirtækja, sem á annað borð eru lífvænleg. Stefnan er að fyrirtækin skuldi ekki meira en sem nemi raunverulegu virði þeirra. Bankarnir munu gefa eftir skuldir umfram það og ríkisvaldið hyggst gefa eftir skatta og gjöld. Með þessu eru bæði fjármálafyrirtækin og ríkið í raun að horfast í augu við raunveruleikann; það er fremur þeirra hagur til lengri tíma litið að fyrirtækin lifi, greiði af lægri lánum og borgi skatta og gjöld, en að þau fari á hausinn vegna óviðráðanlegra skulda og stærstur hluti krafnanna tapist. Með þessu eru spilin stokkuð og gefið upp á nýtt. Einhver fyrirtæki munu ekki uppfylla þau skilyrði að teljast "lífvænleg" og munu fara í þrot. Það er óhjákvæmilegt. Þau, sem á annað borð hafa heilbrigðan rekstur, fá hins vegar tækifæri til að byrja upp á nýtt. Þetta ferli á að taka innan við sex mánuði og meðan á því stendur skiptir mestu máli að öll fyrirtæki fái sömu meðferð og séu metin á sömu forsendum í bönkunum. Þetta þýðir að á nýju ári geta fyrirtækin á ný farið að gera áætlanir um að fjárfesta og bæta við sig starfsfólki. Það rýfur vonandi kyrrstöðuna, sem hér ríkir enn að mörgu leyti. Það mun sömuleiðis greiða fyrir erlendri fjármögnun og fjárfestingum ef tekst að ná samstöðu um að afgreiða nýjan Icesave-samning. Lækkun vaxta að undanförnu bætir líka aðstöðu minni fyrirtækja, þótt enn vanti töluvert upp á að vaxtastigið geti talizt þeim hagstætt. Margar hindranir eru enn eftir í vegi íslenzkra fyrirtækja, sem ríkisstjórnin vill nú koma á "beinu brautina". Skattabreytingar hafa haft vond áhrif á rekstrarumhverfið, gjaldeyrishöftin þvælast fyrir og gjaldmiðillinn er eitt helzta vandamálið, ekki sízt fyrir minni fyrirtæki sem ekki munu hafa aðgang að erlendri fjármögnun. Í öllum þessum málum þurfa stjórnvöld að vinna, vilji þau gera íslenzk fyrirtæki samkeppnishæf við önnur. Síðast en ekki sízt þarf ríkisstjórnin að taka af allan vafa um að hún sé hlynnt öflugum einkarekstri, en á því virðist stundum leika vafi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun
Samkomulag ríkisins, fjármálafyrirtækja og samtaka í atvinnulífinu um aðgerðir til að greiða úr skuldavanda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, er stórt skref í átt til þess að koma á eðlilegu ástandi í atvinnulífinu á nýjan leik. Litlu og meðalstóru fyrirtækin eru yfirgnæfandi meirihluti allra fyrirtækja í landinu og sjá um helmingi vinnandi fólks fyrir atvinnu. Mörg þeirra hafa átt í miklum erfiðleikum eftir hrun, ekki sízt vegna hruns krónunnar sem tvöfaldaði skuldir þeirra margra hverra. Á þeim rúmlega tveimur árum sem liðin eru frá bankahruninu hefur athygli fjármálastofnananna hins vegar beinzt miklu frekar að stóru fyrirtækjunum og þeim gríðarlegu vandamálum sem þar er við að etja vegna skuldsetningar. Minni fyrirtækin hafa setið eftir. Ókláruð skuldamál þýða að jafnvel þótt fyrirtækin séu í ágætum rekstri hafa þau lítið þorað að hreyfa sig; þau forðast fjárfestingar og hika við að fjölga fólki. Nú á að taka á skuldamálum þeirra fyrirtækja, sem á annað borð eru lífvænleg. Stefnan er að fyrirtækin skuldi ekki meira en sem nemi raunverulegu virði þeirra. Bankarnir munu gefa eftir skuldir umfram það og ríkisvaldið hyggst gefa eftir skatta og gjöld. Með þessu eru bæði fjármálafyrirtækin og ríkið í raun að horfast í augu við raunveruleikann; það er fremur þeirra hagur til lengri tíma litið að fyrirtækin lifi, greiði af lægri lánum og borgi skatta og gjöld, en að þau fari á hausinn vegna óviðráðanlegra skulda og stærstur hluti krafnanna tapist. Með þessu eru spilin stokkuð og gefið upp á nýtt. Einhver fyrirtæki munu ekki uppfylla þau skilyrði að teljast "lífvænleg" og munu fara í þrot. Það er óhjákvæmilegt. Þau, sem á annað borð hafa heilbrigðan rekstur, fá hins vegar tækifæri til að byrja upp á nýtt. Þetta ferli á að taka innan við sex mánuði og meðan á því stendur skiptir mestu máli að öll fyrirtæki fái sömu meðferð og séu metin á sömu forsendum í bönkunum. Þetta þýðir að á nýju ári geta fyrirtækin á ný farið að gera áætlanir um að fjárfesta og bæta við sig starfsfólki. Það rýfur vonandi kyrrstöðuna, sem hér ríkir enn að mörgu leyti. Það mun sömuleiðis greiða fyrir erlendri fjármögnun og fjárfestingum ef tekst að ná samstöðu um að afgreiða nýjan Icesave-samning. Lækkun vaxta að undanförnu bætir líka aðstöðu minni fyrirtækja, þótt enn vanti töluvert upp á að vaxtastigið geti talizt þeim hagstætt. Margar hindranir eru enn eftir í vegi íslenzkra fyrirtækja, sem ríkisstjórnin vill nú koma á "beinu brautina". Skattabreytingar hafa haft vond áhrif á rekstrarumhverfið, gjaldeyrishöftin þvælast fyrir og gjaldmiðillinn er eitt helzta vandamálið, ekki sízt fyrir minni fyrirtæki sem ekki munu hafa aðgang að erlendri fjármögnun. Í öllum þessum málum þurfa stjórnvöld að vinna, vilji þau gera íslenzk fyrirtæki samkeppnishæf við önnur. Síðast en ekki sízt þarf ríkisstjórnin að taka af allan vafa um að hún sé hlynnt öflugum einkarekstri, en á því virðist stundum leika vafi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun