Lagst gegn friðlýsingu hluta Geysissvæðisins 10. nóvember 2010 05:00 geysir Hverasvæðið á Geysi er tæpir tuttugu hektarar. Um tveir hektarar er skiki sem alfarið er eign ríksins. Hinn hlutann á ríkið í óskiptri sameign með fjölda annarra eigenda. Samtals svarar eignarhlutur ríkisins til um sjö hektara. Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. [email protected] Drífa Kristjánsdóttir Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira
Áætlun um að friða þann hluta Geysissvæðisins sem er í eigu ríkisins hefur verið gerð hjá Umhverfisstofnun. Bláskógabyggð leggst gegn friðun á svæðinu þar til samkomulag næst milli allra sem eiga þar land. „Þarna eru mjög margir eigendur og mismunandi hagsmunir í gangi,“ segir Drífa Kristjánsdóttir, oddviti Bláskógabyggðar. Sá hluti Geysisvæðisins sem ríkið á ekki eitt og sér er í óskiptri sameign fjölmargra einstaklinga auk ríkisins. Um langt árabil hefur ríkið viljað kaupa þessa meðeigendur út. Snemma árs 2008 voru samningar komnir á lokastig. Meðal annars lá fyrir samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur um að veita heitu vatni til íbúanna frá Efri-Reykjum enda vill ríkið stöðva notkun á heitu vatni af Geysissvæðinu. „Hrunið gerði það að verkum að það bökkuðu allir út úr því. Það er ákveðin þreyta í sumum með það að það verði aldrei neinar niðurstöður,“ segir Drífa. Stefnt er að því að friðlýsa allt Geysissvæðið sem er tæpir tuttugu hektarar en nú er ætlunin að friðlýsa aðeins þá ríflega tvo hektara sem ríkið á eitt. Sá skiki nær utan um hverina Geysi, Strokk og Blesa. Markmiðið er meðal annars að stuðla að varðveislu hvera, örvera og sérstæðs gróðurs. Byggðaráð Bláskógabyggðar telur að bíða eigi með friðunina. „Ég sá bara ekki tilganginn í því að búa til leiðindi og ögra. Á meðan við erum að tala saman er óþarfi að taka pínulítið frímerki út úr svæðinu og friðlýsa það. Menn geta gert það þegar þeir vilja en eignarhaldið þarf að lagfæra,“ segir Drífa oddviti. „Þetta svæði er hálf móðurlaust og staðreyndin er sú að það er ekki friðlýst. Vegna þess hversu langan tíma tekið hefur að friða svæðið í heild lögðum við þessa friðlýsingu á skika ríkins til við umhverfisráðuneytið, segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar, sem kveðst skilja afstöðu Bláskógabyggðar og að ekki verði gengið gegn vilja sveitarfélagsins: „En jafnframt viljum við taka málið upp aftur ef það lítur ekki út fyrir að þetta muni nást fram innan skynsamlegra tímamarka. Það má ekki gleyma því að ríkið á þarna ákveðna spildu og okkur finnst eðlilegt að sá hluti sé þá að minnsta kosti friðlýstur þannig að Umhverfisstofnun hafi skýra aðkomu og skyldur á svæðinu.“ Þórður Ólafsson, formaður nefndar um Geysi, segist bjartsýnn á að þráðurinn um uppkaup landsins og jarðhitaréttindanna verði tekinn upp að nýju. [email protected] Drífa Kristjánsdóttir
Fréttir Mest lesið Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Innlent Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Vélsleðaslys í Langjökli Innlent Fleiri fréttir Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Meirihluti telur stjórnvöld gera of lítið til að draga úr losun Lyfjapokar úr gömlum gardínum og borðdúkum á Selfossi „Þessi ákvörðun var tekin að frumkvæði Þórðar“ Staðan ólík því sem sést í Bandaríkjunum enda fylgið á fleygiferð #ÉgKýs: Kosningafundur ungs fólks „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Ráðherra hafnar gagnrýni og óvissa um tónleika á Hvalasafninu Samningur undirritaður um augnlækningar á Austurlandi Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Sjá meira