Hvítnar ekki þótt annan sverti Kristinn H. Gunnarsson skrifar 26. nóvember 2010 10:00 Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Norður í Eyjafirði er stundum haft að orði að það hvítni enginn þótt annan sverti. Ritstjóri Fréttablaðsins hefur líklega ekki heyrt það. Hann svertir fjármálaráðherra landsins og þingmenn landsbyggðarkjördæmanna í skoðun miðvikudagsblaðsins fyrir Árbótarmálið. Ritstjórinn nýtur stuðnings viðskiptaráðherra í greiningu sinni, sem telur að gera þurfi landið að einu kjördæmi og losna við kjördæmapot. Hér er mikil hafvilla uppi. En fyrst um Árbótarmálið, þar er Fréttablaðið full fljótt að fella dóm. Ekki eru öll gögn komin fram og óvarlegt er að ætla að embættismaður hafi einn rétt fyrir sér. Sanngjörn blaðamennska felst í því að skoða með gagnrýnum augum báða málsaðila, líka þann sem veitir blaðinu upplýsingarnar. Fréttablaðið ætti að afla frekari gagna og skýra sjónarmið ráðuneytanna og rekstraraðila Árbótar og upplýsa hvers vegna samið var frekar en að deilan færi fyrir dómstóla. Samningaleiðin virðist ekki vera óskynsamleg miðað við framkomnar upplýsingar. Fréttablaðið mætti líka upplýsa lesendur sína um það hvers vegna varð að færa starfsemina nær höfuðborgarsvæðinu. Er Norðurlandið ekki hluti af Íslandi? En þá að kjördæmapotinu. Slíkur talsmáti felur í sér aðdróttun um yfirmáta ósanngjarna hegðun þingmanna vegna þess eins að þeir eru kosnir í kjördæmum. Vissulega geta störf þeirra stundum orkað tvímælis, en það á við um þingmenn allra kjördæma. Þingmenn kjördæmanna á höfuðborgarsvæðinu hvítna ekki við það að sverta landsbyggðarþingmennina. Áfram munu hagsmunir toga í ráðamenn þótt landið verði eitt kjördæmi. Það verða fleiri þingmenn af höfuðborgarsvæðinu og þar með ráða hagsmunirnir þar enn meira en nú er. Þessu vilja ritstjórinn og viðskiptaráðherrann ná fram, minni áhrifum landsbyggðarinnar. Þess vegna er verið að sverta kjördæmafyrirkomulagið og fjármálaráðherrann. Samfylkingarráðherrann ætti að spyrja félaga sína í jafnaðarmannaflokkum Evrópu hvers vegna þeir styðja alls staðar kjördæmafyrirkomulag, svo sem í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Bretlandi, Frakklandi og Þýskalandi, með mismunandi mikið vægi atkvæða eftir kjördæmum. Hann mun fá þau svör að það sé eðlilegt og skynsamlegt fyrirkomulag sem veiti öllum íbúum hvers lands nauðsynleg áhrif. Ætlar hann að mótmæla því?
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun