Rangt kosið eða rétt Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 11. mars 2010 06:00 Ég greiddi atkvæði um daginn í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. Mér fannst það stór viðburður að þjóðin fengi að segja sinn hug í viðamiklu máli sem hefur ekki bara með hvert einasta okkar að gera í dag, heldur mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni var brotið blað í sögu lýðræðis á Íslandi og í örskotsstund fann ég fyrir smá þjóðarstolti þar sem ég sveiflaði mér inn fyrir tjaldið, mundaði blýantinn og gerði minn kross. En bara í örskotsstund. Þeir höfðu nefnilega af mér gleðina stjórnmálamennirnir. Bæði mínir menn og hinir. Stjórnarandstaðan lét eins og verið væri að kjósa um trúverðugleika sitjandi stjórnar, sem var alls ekki málið, og mér fannst forsætis- og fjármálaráðherrann gera lítið úr kosningaréttinum með því að sitja heima. Enda fannst fjölda fólks því atkvæði sitt ekki skipta neinu máli og sat heima eins og þau. Það hefði hins vegar sent skýrari skilaboð að mæta á staðinn og skila auðu. Hætt er við að léleg mæting á kjörstað verði túlkuð sem áhugaleysi, auður seðill er þó allavega yfirlýsing. Ég ætla þó ekki því fólki sem sat heima áhugaleysi á því hvernig Icesave-málið fer. Sjaldan hefur neitt mál verið rætt af jafn miklum hita á kaffistofum vinnustaða landsins og hvergi hafa tveir komið saman án þess að deilan komi upp. Netheimar hafa logað, mótmælendur öskrað sig hása og morgunljóst að engum er sama. Þátttökuleysið skrifa ég á það hvernig stjórnmálamenn hafa notað deiluna í eigin valdabaráttu í þinghúsinu og snúið henni upp í skrípaleik, málþóf og karp. Hvernig þeir komu því þannig fyrir að fólki fannst það vera að kjósa milli stjórnmálaflokka og ganga erinda einhvers annars en sjálfs sín í kjörklefanum. Enginn hellti því upp á kosningakaffi né bakaði lummur og fólk safnaðist ekki saman til að spjalla. Enginn var með spenning í maganum yfir úrslitunum og meira að segja veðrið fannst mér bæta gráu ofan á svart þar sem ég hraktist undan rigningunni inn á hálftóman kjörstaðinn. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer beina leið í sögubækurnar enda merkilegur áfangi í sögu lýðræðis á Íslandi. Ég ætti að vera stolt af því að hafa tekið þátt. Stolt er hins vegar ekki efst í huga mér. Ég er sármóðguð yfir því að líða eins og ég hafi kosið rangan flokk með dýrmætu atkvæði mínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Ég greiddi atkvæði um daginn í fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslu lýðveldisins. Mér fannst það stór viðburður að þjóðin fengi að segja sinn hug í viðamiklu máli sem hefur ekki bara með hvert einasta okkar að gera í dag, heldur mun hafa áhrif á komandi kynslóðir. Með þjóðaratkvæðagreiðslunni var brotið blað í sögu lýðræðis á Íslandi og í örskotsstund fann ég fyrir smá þjóðarstolti þar sem ég sveiflaði mér inn fyrir tjaldið, mundaði blýantinn og gerði minn kross. En bara í örskotsstund. Þeir höfðu nefnilega af mér gleðina stjórnmálamennirnir. Bæði mínir menn og hinir. Stjórnarandstaðan lét eins og verið væri að kjósa um trúverðugleika sitjandi stjórnar, sem var alls ekki málið, og mér fannst forsætis- og fjármálaráðherrann gera lítið úr kosningaréttinum með því að sitja heima. Enda fannst fjölda fólks því atkvæði sitt ekki skipta neinu máli og sat heima eins og þau. Það hefði hins vegar sent skýrari skilaboð að mæta á staðinn og skila auðu. Hætt er við að léleg mæting á kjörstað verði túlkuð sem áhugaleysi, auður seðill er þó allavega yfirlýsing. Ég ætla þó ekki því fólki sem sat heima áhugaleysi á því hvernig Icesave-málið fer. Sjaldan hefur neitt mál verið rætt af jafn miklum hita á kaffistofum vinnustaða landsins og hvergi hafa tveir komið saman án þess að deilan komi upp. Netheimar hafa logað, mótmælendur öskrað sig hása og morgunljóst að engum er sama. Þátttökuleysið skrifa ég á það hvernig stjórnmálamenn hafa notað deiluna í eigin valdabaráttu í þinghúsinu og snúið henni upp í skrípaleik, málþóf og karp. Hvernig þeir komu því þannig fyrir að fólki fannst það vera að kjósa milli stjórnmálaflokka og ganga erinda einhvers annars en sjálfs sín í kjörklefanum. Enginn hellti því upp á kosningakaffi né bakaði lummur og fólk safnaðist ekki saman til að spjalla. Enginn var með spenning í maganum yfir úrslitunum og meira að segja veðrið fannst mér bæta gráu ofan á svart þar sem ég hraktist undan rigningunni inn á hálftóman kjörstaðinn. Þjóðaratkvæðagreiðslan fer beina leið í sögubækurnar enda merkilegur áfangi í sögu lýðræðis á Íslandi. Ég ætti að vera stolt af því að hafa tekið þátt. Stolt er hins vegar ekki efst í huga mér. Ég er sármóðguð yfir því að líða eins og ég hafi kosið rangan flokk með dýrmætu atkvæði mínu.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun