Stjórnlagaþing Þorsteinn Pálsson skrifar 3. apríl 2010 06:00 Við hrunið spruttu eðlilega upp umræður um stjórnskipunarmálefni. Í framhaldinu fékk ríkisstjórnin hugmynd um stjórnlagaþing án þess að hafa nokkra skoðun á því hvert markmiðið væri. Eftir kosningarnar var hugmyndinni breytt í ráðgefandi stjórnlagaþing. Ástæðan er sú að formlegt framsal á stjórnarskrárvaldinu hefði kallað á nýjar þingkosningar. Þingmenn voru hins vegar ekki tilbúnir að leggja þingsætin að veði fyrir hugsjónina. Eftir sem áður þarf að svara spurningunni hvort þetta er skynsamlegt ráð. Alþingi er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt ákvörðun þjóðarinnar í sérstakri allsherjaratkvæðagreiðslu. Þar af leiðir að ein af stjórnskipulegum skyldum þingmanna er að hafa forystu og fjalla um þau efni hvenær sem nauðsyn krefur. Þegar þingmenn vísa þessu hlutverki frá sér eru þeir að bregðast stjórnskipulegri ábyrgð sem þeir fá greitt fyrir að bera. Verði þetta eigi að síður að ráði þarf annað tveggja að gerast: Að þingmönnum fækki í réttu hlutfalli við þau stjórnskipulegu verk sem flytjast frá þeim eða laun þeirra lækki sem nemur kostnaði við stjórnlagaþingið. Fari svo að hvorugt þetta verði afleiðing af framsali Alþingis á þessu mikilvægasta hlutverki sínu ber það vott um siðferðisbrest. Hann hefði ef til vill fallið í skugga árið 2007. Nú verður hann í flóðljósi þeirrar siðbótarkröfu sem þjóðfélagið lýsir eftir.Rökin Þingmenn færa þau rök helst fyrir því að stofna nýtt þjóðþing um þetta verkefni að reynslan sýni að þeir séu ófærir um að takast á við það. Flestir þeirra eru nýgræðingar á þingi. Í því ljósi eru þessi rök léttvæg. Á lýðveldistímanum hafa sex sinnum verið gerðar breytingar á stjórnarskránni. Í fimm skipti hafa þær lotið að veigamiklum og flóknum atriðum. Sú staðreynd rímar ekki við þá fullyrðingu að í eðli Alþingis liggi að verkefnið sé því ofviða. Efnahagsbati fyrstu sjö ára þessarar aldar var að stórum hluta froða. Engum dettur í hug að það séu rök fyrir því að stofna sérstakt þjóðþing til að fjalla um efnahagsmál. Rökin fyrir stjórnlagaþingi eru jafn fráleit. Einfaldur meirihluti stjórnarflokka hefur aldrei verið notaður til að knýja fram stjórnarskrárbreytingar þótt einu sinni hafi verið ágreiningur. Ugglaust skýrir þessi samstöðuviðleitni í einhverju að heildarendurskoðun er ekki lokið. Að sönnu er sú staðreynd Alþingi ekki til vegsauka. Hitt að gefast upp og vísa verkefninu annað verður ljóslega til að smækka Alingi. Það veikir stöðu þess þegar flestir eru á því máli að hana þurfi að styrkja. Einhverjir virðast halda að einfaldara verði að ná samstöðu á öðru þjóðþingi en Alþingi. Enginn hefur þó fært fyrir því rök eða leitt að því líkur. Fulltrúar á þessu nýja þingi verða einfaldlega fulltrúar sömu þjóðar. Ef þetta sjónarmið býr að baki er hætt við að margir verði fyrir vonbrigðum þegar á reynir.Engin hjáleið Líklegast er að þjóðin kjósi fulltrúa á stjórnlagaþing með jafn fjölbreytt viðhorf eins og hún hefur sent til setu á Alþingi. Á því þingi þurfa menn að ræða ólík viðhorf, hittast í hliðarherbergjum, gera málamiðlanir, fórna minni hagsmunum fyrir meiri og mynda breiðan meirihluta um þá niðurstöðu sem líklegust er að nái fram. Það er engin hjáleið um þetta eðli fulltrúalýðræðisins. Nýtt þjóðþing breytir engu þar um. Á þá að leggja málið í salt? Svarið er: Nei. Það eru mörg áleitin úrlausnarefni á þessu sviði. Eitt er spurningin um hvort afnema eigi þingræðið og taka upp kerfi sem byggir á valdajafnvægi milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Annað er hvers eðlis stjórnarskráin á að vera. Margir telja að stjórnarskráin eigi fyrst og fremst að lýsa stjórnskipulaginu, valdgreiningunni og tryggja mannréttindi með því að takmarka vald ríkisins til að skerða frelsi þeirra til orða og athafna. Aðrir vilja að hún sé stefnuyfirlýsing eða réttindaskrá með almennum orðum um öll góð mál sem á hugann leita. Síðari leiðin mun óhjákvæmilega færa vald frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til dómstóla. Þeir þurfa þá í vaxandi mæli að úrskurða hver raunverulegur vilji stjórnarskrárgjafans hefur verið. Sú leið gæti litið vel út við fyrstu sýn. Hætt er hins vegar við að hún veiki lýðræðið þegar til lengdar lætur. Af hverju eiga alþingismenn ekki að hafa skoðun á þessu og verja hana gagnvart kjósendum? Þetta eru snúnar og erfiðar spurningar. En það réttlætir ekki að vísa ábyrgðinni frá sér. Það er ekki verjandi að afgreiða málin með því að segja: Við þurfum að gera eitthvað. Vitum ekki hvað það er. Vísum því þar af leiðandi annað. Þetta lýsir ekki lýðræðisást. Nær væri að kalla þetta lýðræðislega ábyrgðarfælni. Loks má ekki rugla saman stjórnskipulaginu og þeim siðferðisbrestum sem berja þarf í. Þeir myndast í þjóðfélögum með ólík stjórnkerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun
Við hrunið spruttu eðlilega upp umræður um stjórnskipunarmálefni. Í framhaldinu fékk ríkisstjórnin hugmynd um stjórnlagaþing án þess að hafa nokkra skoðun á því hvert markmiðið væri. Eftir kosningarnar var hugmyndinni breytt í ráðgefandi stjórnlagaþing. Ástæðan er sú að formlegt framsal á stjórnarskrárvaldinu hefði kallað á nýjar þingkosningar. Þingmenn voru hins vegar ekki tilbúnir að leggja þingsætin að veði fyrir hugsjónina. Eftir sem áður þarf að svara spurningunni hvort þetta er skynsamlegt ráð. Alþingi er stjórnarskrárgjafinn samkvæmt ákvörðun þjóðarinnar í sérstakri allsherjaratkvæðagreiðslu. Þar af leiðir að ein af stjórnskipulegum skyldum þingmanna er að hafa forystu og fjalla um þau efni hvenær sem nauðsyn krefur. Þegar þingmenn vísa þessu hlutverki frá sér eru þeir að bregðast stjórnskipulegri ábyrgð sem þeir fá greitt fyrir að bera. Verði þetta eigi að síður að ráði þarf annað tveggja að gerast: Að þingmönnum fækki í réttu hlutfalli við þau stjórnskipulegu verk sem flytjast frá þeim eða laun þeirra lækki sem nemur kostnaði við stjórnlagaþingið. Fari svo að hvorugt þetta verði afleiðing af framsali Alþingis á þessu mikilvægasta hlutverki sínu ber það vott um siðferðisbrest. Hann hefði ef til vill fallið í skugga árið 2007. Nú verður hann í flóðljósi þeirrar siðbótarkröfu sem þjóðfélagið lýsir eftir.Rökin Þingmenn færa þau rök helst fyrir því að stofna nýtt þjóðþing um þetta verkefni að reynslan sýni að þeir séu ófærir um að takast á við það. Flestir þeirra eru nýgræðingar á þingi. Í því ljósi eru þessi rök léttvæg. Á lýðveldistímanum hafa sex sinnum verið gerðar breytingar á stjórnarskránni. Í fimm skipti hafa þær lotið að veigamiklum og flóknum atriðum. Sú staðreynd rímar ekki við þá fullyrðingu að í eðli Alþingis liggi að verkefnið sé því ofviða. Efnahagsbati fyrstu sjö ára þessarar aldar var að stórum hluta froða. Engum dettur í hug að það séu rök fyrir því að stofna sérstakt þjóðþing til að fjalla um efnahagsmál. Rökin fyrir stjórnlagaþingi eru jafn fráleit. Einfaldur meirihluti stjórnarflokka hefur aldrei verið notaður til að knýja fram stjórnarskrárbreytingar þótt einu sinni hafi verið ágreiningur. Ugglaust skýrir þessi samstöðuviðleitni í einhverju að heildarendurskoðun er ekki lokið. Að sönnu er sú staðreynd Alþingi ekki til vegsauka. Hitt að gefast upp og vísa verkefninu annað verður ljóslega til að smækka Alingi. Það veikir stöðu þess þegar flestir eru á því máli að hana þurfi að styrkja. Einhverjir virðast halda að einfaldara verði að ná samstöðu á öðru þjóðþingi en Alþingi. Enginn hefur þó fært fyrir því rök eða leitt að því líkur. Fulltrúar á þessu nýja þingi verða einfaldlega fulltrúar sömu þjóðar. Ef þetta sjónarmið býr að baki er hætt við að margir verði fyrir vonbrigðum þegar á reynir.Engin hjáleið Líklegast er að þjóðin kjósi fulltrúa á stjórnlagaþing með jafn fjölbreytt viðhorf eins og hún hefur sent til setu á Alþingi. Á því þingi þurfa menn að ræða ólík viðhorf, hittast í hliðarherbergjum, gera málamiðlanir, fórna minni hagsmunum fyrir meiri og mynda breiðan meirihluta um þá niðurstöðu sem líklegust er að nái fram. Það er engin hjáleið um þetta eðli fulltrúalýðræðisins. Nýtt þjóðþing breytir engu þar um. Á þá að leggja málið í salt? Svarið er: Nei. Það eru mörg áleitin úrlausnarefni á þessu sviði. Eitt er spurningin um hvort afnema eigi þingræðið og taka upp kerfi sem byggir á valdajafnvægi milli framkvæmdavalds og löggjafarvalds. Annað er hvers eðlis stjórnarskráin á að vera. Margir telja að stjórnarskráin eigi fyrst og fremst að lýsa stjórnskipulaginu, valdgreiningunni og tryggja mannréttindi með því að takmarka vald ríkisins til að skerða frelsi þeirra til orða og athafna. Aðrir vilja að hún sé stefnuyfirlýsing eða réttindaskrá með almennum orðum um öll góð mál sem á hugann leita. Síðari leiðin mun óhjákvæmilega færa vald frá lýðræðislega kjörnum fulltrúum til dómstóla. Þeir þurfa þá í vaxandi mæli að úrskurða hver raunverulegur vilji stjórnarskrárgjafans hefur verið. Sú leið gæti litið vel út við fyrstu sýn. Hætt er hins vegar við að hún veiki lýðræðið þegar til lengdar lætur. Af hverju eiga alþingismenn ekki að hafa skoðun á þessu og verja hana gagnvart kjósendum? Þetta eru snúnar og erfiðar spurningar. En það réttlætir ekki að vísa ábyrgðinni frá sér. Það er ekki verjandi að afgreiða málin með því að segja: Við þurfum að gera eitthvað. Vitum ekki hvað það er. Vísum því þar af leiðandi annað. Þetta lýsir ekki lýðræðisást. Nær væri að kalla þetta lýðræðislega ábyrgðarfælni. Loks má ekki rugla saman stjórnskipulaginu og þeim siðferðisbrestum sem berja þarf í. Þeir myndast í þjóðfélögum með ólík stjórnkerfi.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun