Kjördagur Davíð Þór Jónsson skrifar 29. maí 2010 06:00 Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum. Kosningabaráttan í Reykjavík hefur verið óvenjulega skemmtileg. Uppáhaldsbrandarinn minn var þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem gerði Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra, hélt því blákalt fram að henni væri best treyst-andi fyrir borginni. Eitt augnablik hélt maður að henni væri alvara, en svo setti hún upp brosið sitt og maður fattaði grínið. Þessi brandari hefur ekki verið toppaður enn. Hanna Birna mætti reyndar sýna kjósendum þá sjálfsögðu tillitssemi, sem Jón Gnarr hefur tamið sér, að segja „djók" þegar hún hefur látið út úr sér einhverja svona fáránlega vitleysu. Einnig hefur mér þótt mjög gaman að fylgjast með því hve öll rök gegn Besta flokknum hafa verið ámátlega máttlaus. Jafnvel hefur verið fullyrt að Silvio Berlusconi hafi byrjað sem grín, eins og það kæmi málinu nokkuð við þótt það væri satt. Eða hefur Jón Gnarr dælt milljörðum í kosningabaráttu um hagsmuni sína og völd fjölmiðlarisans síns? Eins gott að Jón skuli borða kjöt, annars hefði það áreiðanlega verið dregið fram í dagsljósið að Adolf Hitler var grænmetisæta. Það besta við niðurstöðu kosninganna í kvöld verður vonandi að stjórnmálamönnum verður sýnt að þeir eru ekki áskrifendur að völdum. Þeir þiggja völd sín frá fólkinu og fólkið getur svipt þá þeim um leið og því sýnist svo. Reynslan af stjórnmálaflokkunum er þess eðlis að engan þarf að undra að tæpur helmingur reykvískra kjósenda vilji gefa þeim frí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun
Í dag er kjördagur, bjartur og fagur eins og brúðkaupsdagur í Möttubókunum. Kjósendur streyma glaðir í bragði á kjörstaði til að taka þátt í lýðræðinu, sem þeir njóta þeirra forréttinda að búa við. Sumir nota atkvæðið sitt til að sýna sitt álit á því hvernig til tókst á síðasta kjörtímabili. Þeir velja þá sem þeim finnst hafa staðið sig skást og þeir treysta best til að fara með völd. Aðrir kjósa alltaf sama flokkinn án nokkurs tillits til þess hvort frambjóðendur hans hafi orðið uppvísir að mútuþægni eða ekki. Þeir halda með sínum flokki, hvað sem á dynur, rétt eins og íþróttafélaginu sínu. Enn aðrir nota atkvæðið sitt til að hafna fólki, sem hefur þegið allar skoðanir sínar beint frá flokknum, í trausti þess að hinn kosturinn geti ekki verið verri. Þetta er það dásamlega við lýðræðið. Hver og einn ræður því sjálfur hvað hann kýs og hvers vegna. Enginn þarf að verja þá ákvörðun fyrir öðrum. Kosningabaráttan í Reykjavík hefur verið óvenjulega skemmtileg. Uppáhaldsbrandarinn minn var þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, sem gerði Ólaf F. Magnússon að borgarstjóra, hélt því blákalt fram að henni væri best treyst-andi fyrir borginni. Eitt augnablik hélt maður að henni væri alvara, en svo setti hún upp brosið sitt og maður fattaði grínið. Þessi brandari hefur ekki verið toppaður enn. Hanna Birna mætti reyndar sýna kjósendum þá sjálfsögðu tillitssemi, sem Jón Gnarr hefur tamið sér, að segja „djók" þegar hún hefur látið út úr sér einhverja svona fáránlega vitleysu. Einnig hefur mér þótt mjög gaman að fylgjast með því hve öll rök gegn Besta flokknum hafa verið ámátlega máttlaus. Jafnvel hefur verið fullyrt að Silvio Berlusconi hafi byrjað sem grín, eins og það kæmi málinu nokkuð við þótt það væri satt. Eða hefur Jón Gnarr dælt milljörðum í kosningabaráttu um hagsmuni sína og völd fjölmiðlarisans síns? Eins gott að Jón skuli borða kjöt, annars hefði það áreiðanlega verið dregið fram í dagsljósið að Adolf Hitler var grænmetisæta. Það besta við niðurstöðu kosninganna í kvöld verður vonandi að stjórnmálamönnum verður sýnt að þeir eru ekki áskrifendur að völdum. Þeir þiggja völd sín frá fólkinu og fólkið getur svipt þá þeim um leið og því sýnist svo. Reynslan af stjórnmálaflokkunum er þess eðlis að engan þarf að undra að tæpur helmingur reykvískra kjósenda vilji gefa þeim frí.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun