Framhaldsskólarnir 18. ágúst 2010 06:00 Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Halldór 16.11.2024 Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Halldór 16.11.2024 skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 13. ágúst sl. skrifaði Oddný Harðardóttir formaður menntamálanefndar Alþingis grein á pressan.is með heitinu „Endurskipulagning í menntakerfinu". Þar fjallar formaðurinn m.a. um aðferðir við niðurskurð á fjárveitingum til framhaldsskólanna í tengslum við fjárlagagerðina fyrir árið 2011 og um stefnumótun til framtíðar fyrir skólastigið. Í greininni rifjar formaðurinn upp tillögur Samtaka atvinnulífsins um breytingar í framhaldsskólakerfinu frá því fyrr í sumar sem hún segist aðhyllast. Aðferðir við niðurskurð fyrir árið 2011Við innritun í framhaldsskólana hafa ólögráða nemendur og fatlaðir haft forgang bæði vegna ákvæða framhaldsskólalaganna en líka vegna niðurskurðar á fjárframlögum 2009 og 2010 til skólanna sem hefur komið fram í því að eldri nemendur hafa mætt afgangi við innritun. Þannig þurfti að synja tæplega 500 nemendum um skólavist í janúar á þessu ári vegna niðurskurðar. Ekki er vitað hvernig eldri nemendum reiddi af í innritun í sumar fyrir næsta skólaár en metaðsókn var að framhaldsskólunum.Formaðurinn vill að framhaldsskólarnir séu opnir öllum þeim sem þangað vilja sækja sem er mikilvægt menntapólitískt markmið og leggur til að fjármunir til þessa verði sóttir með því að minnka þjónustu við nemendur í bóklegum greinum og fækka kennslustundum á viku úr sex í fimm. Fjöldi kennslustunda í hægferðaráföngum, fornáms- og byrjunaráföngum og starfsnámi geti verið óbreyttur. Formaðurinn segir þessa sparnaðaraðferð ekki skaða nemendur en rökstyður það ekki. Sú skoðun er í besta falli byggð á óskhyggju en ekki á faglegum rannsóknum. Fækkun kennslustunda felur ennfremur í sér beint inngrip í kjarasamninga framhaldsskólakennara sem er andstætt forsendum stöðugleikasáttamála alls vinnumarkaðar, ríkis og sveitarfélaga frá júní 2009 sem kennarar eru aðilar að. Inngrip í kjarasamninga er ávísun á ófrið í skólunum sem við þurfum ekki á að halda núna. Þrengingar í framhaldsskólumNiðurskurður á fjárveitingum til framhaldsskóla hefur valdið miklu bakslagi í getu þeirra til að halda uppi lögbundnu skólastarfi og eru þeir nú verr staddir en fyrir setningu framhaldsskólalaganna vorið 2008. Upplýsingar sýna að dregið hefur úr ýmiss konar aðstoð og stuðningi við nemendur og einnig hefur mikill niðurskurður orðið á námsframboði. Námshópar fara stækkandi sem felur í sér minni tíma til að sinna hverjum nemanda enda finna kennarar fyrir auknu starfsálagi og streitu eins og nýleg rannsókn sýnir. Skólarnir hafa þó reynt eftir bestu getu að halda uppi ráðgjöf og stoðþjónustu við nemendur og að bregðast við ákvæðum framhaldsskólalaganna um fræðsluskyldu ólögráða nemenda.Fyrr í sumar samþykkti Alþingi breytingar á framhaldsskólalögunum sem fresta fullri gildistöku þeirra til ársins 2015. Sú samþykkt endurspeglar að ekki eru til fjármunir til að framkvæma mikilvæg umbótaákvæði laganna sem miða að því að gera framhaldsskólann raunverulega fyrir alla og að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf úr framhaldsskóla. Stefnumótun til framtíðarSem stefnumótun til framtíðar fyrir framhaldsskólastigið vill formaðurinn stytta námstíma til stúdentsprófs í þrjú ár og tínir til athugasemdir úr tillögum SA: Ísland skeri sig frá nágrannalöndunum með sitt námsskipulag, minna brotthvarf verði frá námi, hærra menntunarstig náist og sparnaður verði til lengri tíma. Stytting námstíma ein og sér er hvorki menntastefna né forgangsmál í íslenskum skólamálum og óvíst er hvort styttingu fylgir án annarra ráðstafana minna brotthvarf frá námi eða að hærra menntunarstig náist. Í þessari sýn á skólamál sem er upphaflega komin frá spekingum Viðskiptaráðs var einblínt á einhliða inngrip í lengd námstíma til stúdentsprófs sem aðferð til að breyta námi og námskipulagi í framhaldsskólum. Þessi skerðing á námi var rædd á sínum tíma en vegin og léttvæg fundin með góðum rökum. Ég vona Samfylkingarinnar vegna að þar hafi raunverulega allt daður og dufl við frjálshyggju og hægri-kratisma verið lagt niður. Miklu frekar þarf að horfa á námstíma nemenda frá upphafi skólagöngu til lokaprófs úr framhaldsskóla enda eru slíkar hugmyndir taldar álitlegastar af fagfólki. Tveir framhaldsskólar, Kvennaskólinn í Reykjavík og Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ, starfa nú sem tilraunaskólar um þróun nýrra framhaldsskólalaga með áherslu á nánari tengsl skólastiganna og sveigjanlegan námstíma til lokaprófs.Mikilvægast fyrir framhaldsskólann er að gerð verði áætlun til framtíðar fyrir skólastigið um endurheimt þess sem tekið hefur verið brott vegna niðurskurðar og vegna frestunar á umbótaáformum framhaldsskólalaganna. Hér er m.a. átt við aðgerðir til að auka tengsl skólastiganna, lögbundna og aukna ábyrgð stjórnvalda á skólagöngu nemenda, aðgerðir til að auka fjölbreytni náms og námsframboðs, ráðstafanir til þess að fjölga þeim sem útskrifast með lokapróf og aðgerðir til að auka velferð nemenda og bæta þjónustu við þá - ekki síst við þá sem standa höllum fæti.Núna þarf fyrst og fremst að verja skólagöngu og námsvist ungmenna á framhaldsskólaaldri fyrir frekari áföllum en orðin eru. Við það mun reyna á hina margumtöluðu forgangsröðun í ríkisfjármálunum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun